Bændablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015 Fyrrv. vísindamaður NASA spáir vatnsþurrð í Kaliforníu 2016 – Janúar sá þurrasti frá upphafi mælinga og snjósöfnun í fjöllum aldrei minni Veðurfar það sem af er þessu ári gefur ekki vísbendingar um góða tíð í Kaliforníu hvað úrkomu varðar. Bandaríska geimferðastofnunin NASA vinnur nú að þurrkaspá fyrir svæðið fyrir næsta ár sem lítur vægast sagt hræðilega út. Greint er frá því á netmiðlinum Inquisitr að sumir sérfræðingar kenni ofurþurrkum um hlýnun loftslags á jörðinni. NASA áætlar að það þurfi 11 billjónir gallona eða um það bil 50 billjónir lítra (50 milljarða tonna) af vatni til að snúa þurrkadæminu við í Kaliforníu. Vitnað er í Jay Famiglietti, fyrrverandi vatnsvísindamann hjá þotuhreyflarannsóknastöð NASA, sem segir að janúar 2015 hafi verið þurrasti janúarmánuður síðan mælingar hófust 1895. Einnig að grunnvatnsstað og snjósöfnun í fjöllum hafi aldrei verið eins lítil. Kalifornía vatnslaus 2016 Í byrjun mars gaf bandaríska landbúnaðarráðuneytið það út að einn þriðji rannsóknarstöðva sem vakta snjósöfnun í fjöllum Kaliforníu hafi sýnt minnstu snjósöfnun sem þar hafi nokkru sinni mælst. Á þessum upplýsingum byggir Jay Famiglietti spá sem segir að Kalifornía verði algjörlega vatnslaus árið 2016. „Sem stendur á ríkið aðeins um það bil ársbirgðir af vatni eftir í sínum lónum og okkar bráðnauðsynlega grunnvatn er að hverfa mjög hratt, skrifar Famiglietti í Los Angeles Times. Til að mæta þessari stöðu hefur verið gefin út skipun um að spara vatn í ríkinu samkvæmt lögum sem sett voru í fyrra (the Sustainable Groundwater Management Act of 2014). Þrátt fyrir þessi lög er ljóst að réttur landeigenda til uppdælingar á vatni er mjög sterkur og þegar hafa risið dómsmál út af slíkum málum. Þegar orðið slæmt en á bara eftir að versna Í Inquisitr var hann spurður nánar um þennan frest sem Kaliforníubúar hafi og hann dró þar ekkert úr spá sinni. „Margir halda að þurrkarnir í Kaliforníu hafi þegar verið nógu slæmir, en ofurþurrkar eiga eftir að verða enn verri og geta staðið í aldir.“ Eins og Inquisitr hefur greint frá þá höfðu vísindamenn NASA, við Cornell-háskóla og Kólumbíu- háskóla áður gefið það út að ofurþurrkar (Megadrought) geti hafist einhvern tíma á árabilinu 2050 til 2099. Þar virðast þeir hafa verið afar varfærnir í yfirlýsingum í ljósi stöðunnar í dag og spá Famiglietti. Hann segir að slæmu fréttirnar séu að veruleikinn verði verri en framtíðarspárnar geri ráð fyrir í samanburði við fyrri ofurþurrkatímabil. Leggur hann þó áherslu á að vísindamenn séu alls ekki að nota hugtakið ofurþurrkar af léttúð. „Reiknað er með að ofurþurrkar í Kaliforníu geti einnig náð yfir stærstan hluta Suðvesturríkja Bandaríkjanna. Loftslag verður einstaklega þurrt samfara hærra hitastigi við jörðu.“ /HKr. COMPRIMA CF155XC Eina lauskjarna s amstæðan á mar kaðnum með breytilega b aggastærð Breytileg baggastærð, hægt er stilla baggastærðina í 5 cm þrepum frá 1,25 m upp í 1,50 m Comprima rúlluvélarnar eru búnar öflugum söxunarbúnaði og þjappa vel sem skilar enn meiru í rúllurnar og meiri fóðurgæðum Við kjöraðstæður getur rúllunum fækkað um allt að 30% og þar með eykst sparnaður í flutningum, plasti, neti og vinnu. Hverrar krónu virði KRONE COMPRIMA CF155 X-Cut er hlaðin búnaði 17 hnífa skurðarbúnaður Glussastýrður stíflulosunarbúnaður EasyFlow sópvinda (215 cm) án brauta 60% færri slitfletir Netbinding Lokuð geymsla fyrir 10 plastrúllur Sjálfvirk smurning á keðjum, miðlægir smurstútar á legum Flotmikil dekk í yfirstærð: 500/55-20 12PR Skýr og góð stjórntölva með snertiskjá í lit Sjálfstætt vökvakerfi sem tryggir mun minna álag á dráttarvélina og vökvakerfi hennar Breytilega baggastærð, bindur og pakkar rúllum í stærð- unum frá 1,25m upp í 1,50 m Stærri rúllur spara plast og minnka vinnu við rúlluhirðingu og gjafir. Allt þetta á aðeins kr. 9.500.000 án vsk. Kaupauki að andvirði 170.000 kr. án vsk.: Video kerfi - myndavél og skjár sem myndar pökkunina. Eigum örfáar vélar eftir óráðstafað. ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Blaðið kemur næst út 28. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.