Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 14
12 Þjóðmál VETUR 2008
Íjúní 2004 neitaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti að skrifa undir lög um eignarhald á
fjölmiðlum . Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins
beitti forsetinn neitunarvaldi sínu gegn
Alþingi . Þingmeirihlutinn og þar með ríkis-
stjórnin var skák og mát . Engin tök voru á
því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um
fjöl miðlafrumvarpið . Þrátt fyrir ákvæði í
stjórnarskrá um þjóðaratkvæði ef forseti beitti
neitunarvaldi var engar venjur að styðjast við
um fyrirkomulag og framkvæmd . Lögin duttu
niður dauð . Í leiðinni laskaðist ríkisvaldið
og stjórnkerfið og var illa í stakk búið til að
takast á við nýtt samfélagsvald: Auðmennina
sem skiptu á milli sín atvinnulífinu á Íslandi
og lögðust í víking með ríkisábyrgð .
Fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram til að
koma í veg fyrir samþjöppun fjölmiðla . Eitt
viðskiptaveldi, Baugur, hafði á skömmum
tíma sölsað undir sig flesta fjölmiðla landsins
sem ekki voru í ríkiseigu . Fjölmiðlar gegna
lykilhlutverki í samfélaginu með því að í
gegnum þá er hægt að stjórna dagskrá opin-
berrar umræðu .
Sumarið 2002 gerði Jón Ásgeir Jóhannes-
son aðaleigandi Baugs tvo menn útaf örkinni,
Gunnar Smára Egilsson og Ragnar Tómasson
lögfræðing, til að stofna útgáfufélagið Frétt
ehf . Nýstofnað útgáfufélagið keypti Frétta-
blaðið sem hefði orðið gjaldþrota hjá fyrri
eigendum . Gunnar Smári var gerður að
ritstjóra . Hvergi kom fram að Jón Ásgeir ætti
hlut í útgáfufélaginu . Jón Ásgeir var forstjóri
og síðar stjórnarformaður Baugs sem var al-
menningshlutafélag á þessum tíma, m .a . í
eigu lífeyrissjóða .
Eftir að Frétt ehf . tók við útgáfu Frétta-
blaðsins beindi Jón Ásgeir auglýsingum
Bónuss, Hagkaupa og annarra verslana í eigu
Baugs til blaðsins . Almenningshlutafélagið
Baugur var látið borga einkafjárfestingu
Jóns Ásgeirs . Forstjóri Baugs var vel með-
vitaður um að hann stundaði viðskipti
handan almenns velsæmis þar sem forstjóri
almenningshlutafélags hyglaði sjálfum sér á
kostnað annarra hluthafa .
Sjálfur stóð Jón Ásgeir fyrir því að Jim
Schafer framkvæmdastjóri Bonus Stores í
Banda ríkjunum var rekinn í júlí 2002 fyrir að
eiga einkafyrirtæki sem var í viðskiptum við
Bonus Stores . Í fréttatilkynningu dag settri
20 . júlí 2002 er Schafer sakaður um trún-
Páll Vilhjálmsson
Fjölmiðlafrumvarpið,
lögmæti nýauðvaldsins
og bankahrunið