Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 14

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 14
12 Þjóðmál VETUR 2008 Íjúní 2004 neitaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti að skrifa undir lög um eignarhald á fjölmiðlum . Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins beitti forsetinn neitunarvaldi sínu gegn Alþingi . Þingmeirihlutinn og þar með ríkis- stjórnin var skák og mát . Engin tök voru á því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjöl miðlafrumvarpið . Þrátt fyrir ákvæði í stjórnarskrá um þjóðaratkvæði ef forseti beitti neitunarvaldi var engar venjur að styðjast við um fyrirkomulag og framkvæmd . Lögin duttu niður dauð . Í leiðinni laskaðist ríkisvaldið og stjórnkerfið og var illa í stakk búið til að takast á við nýtt samfélagsvald: Auðmennina sem skiptu á milli sín atvinnulífinu á Íslandi og lögðust í víking með ríkisábyrgð . Fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram til að koma í veg fyrir samþjöppun fjölmiðla . Eitt viðskiptaveldi, Baugur, hafði á skömmum tíma sölsað undir sig flesta fjölmiðla landsins sem ekki voru í ríkiseigu . Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í samfélaginu með því að í gegnum þá er hægt að stjórna dagskrá opin- berrar umræðu . Sumarið 2002 gerði Jón Ásgeir Jóhannes- son aðaleigandi Baugs tvo menn útaf örkinni, Gunnar Smára Egilsson og Ragnar Tómasson lögfræðing, til að stofna útgáfufélagið Frétt ehf . Nýstofnað útgáfufélagið keypti Frétta- blaðið sem hefði orðið gjaldþrota hjá fyrri eigendum . Gunnar Smári var gerður að ritstjóra . Hvergi kom fram að Jón Ásgeir ætti hlut í útgáfufélaginu . Jón Ásgeir var forstjóri og síðar stjórnarformaður Baugs sem var al- menningshlutafélag á þessum tíma, m .a . í eigu lífeyrissjóða . Eftir að Frétt ehf . tók við útgáfu Frétta- blaðsins beindi Jón Ásgeir auglýsingum Bónuss, Hagkaupa og annarra verslana í eigu Baugs til blaðsins . Almenningshlutafélagið Baugur var látið borga einkafjárfestingu Jóns Ásgeirs . Forstjóri Baugs var vel með- vitaður um að hann stundaði viðskipti handan almenns velsæmis þar sem forstjóri almenningshlutafélags hyglaði sjálfum sér á kostnað annarra hluthafa . Sjálfur stóð Jón Ásgeir fyrir því að Jim Schafer framkvæmdastjóri Bonus Stores í Banda ríkjunum var rekinn í júlí 2002 fyrir að eiga einkafyrirtæki sem var í viðskiptum við Bonus Stores . Í fréttatilkynningu dag settri 20 . júlí 2002 er Schafer sakaður um trún- Páll Vilhjálmsson Fjölmiðlafrumvarpið, lögmæti nýauðvaldsins og bankahrunið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.