Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 32
30 Þjóðmál VETUR 2008
Ragnar Önundarson
Varnaðarorð upp í veðrið
Í ritgerð þessari rifjar höfundur upp greinar sem hann skrifaði í Morgunblaðið árið
2005 og fyrr á þessu ári. Í greinum þessum reyndi hann án árangurs að vekja almenning
og ráðamenn til umhugsunar um hvert stefndi í fjármála- og efnahagslífi þjóðarinnar.
Meðfram varnaðarorðum sínum sundurgreindi hann þann vanda sem við var að etja. Í
lokin bendir höfundur á með hvaða hætti hann telur affarasælast að uppræta vandann.
Áfyrri árshluta 2005 ritaði ég átta greinar sem Morgunblaðið var svo vinsamlegt að
birta . Ég var á þessum tíma framkvæmdastjóri
Kredit korts hf ., sem er lánastofnun og annast
korta viðskipti undir merkjum MasterCard
og American Express . Viðskiptavinirnir voru
milli 40 og 50 þúsund og er reynt að koma
til móts við þarfir þeirra og óskir frá degi til
dags . Góð sýn fæst því á neyslu og útgjöld
heimilanna . Haustið 2004 höfðu bankar
tekið að keppa við Íbúðalánasjóð . Mikið
kapphlaup var hafið og útlánaaukningin
næstu misserin varð umfram allar aðrar
hagstærðir . Aðgengi að erlendu lánsfé var
einnig frjálst og gegndarlaus trú á að ríkið
ætti ekki að skipta sér af framvindu atvinnu-
og efnahagslífs . Sterkra auðsáhrifa var
farið að gæta, en í því felst að fólk sem sér
íbúðarhúsnæði sitt hækka í verði telur sér
óhætt að veðsetja það og verja fénu til neyslu
með einhverjum hætti . Hér á eftir rek ég í
stuttu máli efni þessara blaðagreina; heiti
greinanna heldur sér í millifyrirsögnum, svo
og tímaröð .
Sápukúlur springa að lokum
– janúar 2005
Hver eru hættumerkin? Ör verðhækkun hluta bréfa eða fasteigna umfram verð-
lag, væntingar um áframhaldandi hækk an-
ir umfram verðlag og hátt verð í sögu legu
sam hengi . Langvarandi tímabil verðhækk ana
að baki . Sérstakar ástæður sem auka eftir-
spurn (t .d . nýtt fjármagn) og sem takmarka
framboð (t .d . lóðaskortur) . Mikil útlána-
aukn ing bankastofnana og aukin skuld setn-
ing almennings . Nýtt framboð lána, nýir lán-
veitendur eða nýjar lánareglur . Lítið aðhald
í peningamálum og ríkisfjármálum . Lítil
hækk un vísitölu neysluvöruverðs, svo stjórn-
völd sofna á verðinum . Minnkandi sparnaður
al mennings, t .d vegna tilfinningar um sterka
eigna stöðu (auðsáhrifa) . Óvenju sterkt gengi
gjald miðilsins og mikill kaupmáttur .
Sterkt fjölmiðlaljós og mikill áhugi alls al-
mennings á fjárfestingum, eins konar gull-
æði .
Þegar litið er yfir þennan lista er það vissu-