Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 31

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 31
 Þjóðmál VETUR 2008 29 renna á blóðlyktina,“ hrópaði Krummi um leið og hann lét kíkinn síga . „Hvað segirðu?“ spurði Gaui hissa á svip og leit á skipstjóra sinn . Krummi hló með sjálfum sér enda einn með hugsunum sínum . Ofan á allt fór andskotans kvótahoppið ólýsanlega í taugarnar á kjarnyrtum sjó görpum sem kunnu að koma orði að djöfulskapnum . Líkt og sól sígur í sæ höfðu Baskar í sólskinsskapi siglt út fyrir sjóndeildar- hring inn með slægðan þorsk og fokkjúmerki . „Andskotarnir læddust kjallara- megin í þorskinn líkt og þjófur á nóttu,“ sagði Krummi grimmur á svip og leit á háseta sinn sem horfði vökulum augum á hvítfyssandi úthafsölduna . „Til hvers í andskotanum öll þorskastríðin?“ spurði hann þrum- andi röddu . Gaui leit á skipstjóra sinn . Þeir brostu kankvíslega . Krummi ætlaði að láta verkin tala fremur en liggja á meltunni og bölsótast út í heimsins óréttlæti . Eitthvað yrði að gera til þess að vekja þrótt og eld móð með þjóðinni líkt og í þorskastríðum síðustu aldar . Hann ætlaði að standa í lappirnar . Hann ætlaði að gera það fyrir Bríeti og strákana . Þau höfðu rætt málið út í hörgul . Bríet var honum sammála . Hann gerði fátt án þess að bera það undir Bríeti . Þau höfðu hrifist af eldmóði og orðheppni stúdentaleiðtogans og fylgst með baráttu lýðveldis gegn ofurveldi Evrópu . Átökin á Austurvelli höfðu hneykslað þjóðina og fólki var mjög brugðið yfir andláti stúdentanna . Honum fannst ekki hægt að láta verkafólk og stúdenta eina um slaginn og afplána tukthúsvist . Hver maður yrði að leggjast á Íslands árar . Veröldin yrði að vita að íslensk alþýða steytti hnefa og sætti sig aldrei við að vera hjá leiga Evrópu sem gengi um fiskimið þjóðarinnar á skítugum skónum . „Hart í bak,“ hrópaði Krummi . „Össi, ertu tilbúinn með klippurnar?“ „Allt til reiðu, kafteinn,“ hrópaði Örn Guðmundsson aftur á skut . Krummi hló rosalega enda ættu helvítin það fylli lega skilið og gott betur . Andskotarnir voru mættir á miðin aðeins örfáum dögum eftir harm leik inn á Austurvelli . Brüssel kunni enga mannasiði . Fréttir af flota fiskiskipa frá Pýrineu suðvestur af Vestmannaeyjum höfðu vakið gríðarlega reiði og vandlætingu . Flotinn var kallaður hinn ósigrandi enda hafði hann þurrkað upp fiskimið víða um heim . Nú var hann á Íslandsmiðum . Gæslan var sögð ætla að fylgjast með . Fylgjast með, fussaði fólk . Venjulegt alþýðufólk, sem enn bjó í berstrípuðum sjávarbyggðum hringinn í kringum landið, var hamslaust af reiði . Sjómenn voru varn arlausir . Það var vont en hafði bara versnað . Krummi vissi að Baskarnir höfðu varpað veiðarfærum í sjó . Hann hafði haft spurnir af tólf togurum og freigátu þeim til varnar . Hann ætlaði að halastýfa helvítin enda hreyfði Gæslan með sitt músarhjarta hvorki legg né lið . Það var suðaustankaldi og þungt í sjó en Krumma fannst það bara kostur . Það var birta yfir karlmannlegu andlitinu og svart hárið faxaðist í kald anum þegar Krummi leit haukfránum sjónum út um galopinn glugga í brúnni á Elliða . Í fjarska risu Eyjarnar úr hafi og upp af þeim tignarlegur Eyjafjallajökull . Það var kátt á Hóli enda rödd Eyjatröllsins hljómmikil svo söng í hverjum rafti þegar skipið öslaði ölduna . Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á, stormar og sjóir því grandað ekki fá. Við allir þér unnum, þú ást okkar átt, Ísland við nálgumst nú brátt. Krummi skipaði hart í bak og Elliði stakk sér inn í togarahópinn . Það var líkt og minkur væri í hæsnabúi þar sem gargandi hænur flugu um allt . Spánska freigátan Armada Española undir gylltum Evrópufána fylgdi Elliða eftir en Krummi kærði sig kollóttan . Hann gerði sig kláran í klipp- ingu og beygði nú krappt á stjórnborða og klippti aftan úr bilbæskum skrattakolli . Þetta gerði þá alveg brjálaða og skipherrann á Armöðunni klauf ölduna og stefndi beint á Elliða .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.