Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 87

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 87
 Þjóðmál VETUR 2008 85 1935 og lærði þar gullsmíði . Hann bjó þar til 1947, er hann færði sig með konu sinni um set til Akureyrar . Hann var um skeið ritstjóri Mjölnis, blaðs Sósíalistaflokksins á Siglu firði, og Verkamannsins, blaðs flokksins á Ak ur eyri . Þau hjón fluttust í Kópavog 1953, og starf- aði Ásgrímur á Þjóðviljanum og síðar í Út- vegs bankanum, en fékkst við þýðingar í tóm- stundum . Hann lést 1996 .100 Angantýr Guð- mundsson fæddist 1904, sonur Guðmundar Guð mundssonar skólaskálds . Hann stundaði verka mannastörf á Siglufirði og var einn af stofn- endum kommúnistaflokksins 1930 . Hann var rekinn úr kommúnistaflokknum á Siglu firði í hreinsunum vorið 1934,101 svo að líklega hefur hann verið í Moskvu fyrir þann tíma, sé það rétt, að hann hafi dvalist þar við nám . Angantýr lét ekkert eftir það að sér kveða í röðum kommúnista eða sósíalista . Hann lést 1971 .102 Eðli Komintern-skólanna og námsefni í þeim Þótt leynd hvíldi yfir byltingarnáminu í Moskvu, hirtu forystumenn hinnar alþjóðlegu kommúnistahreyfingar ekki um að fela tilgang þess . Dmitrí Manúilskí, sem var um skeið forseti Kominterns, sagði í ræðu í Lenínskólanum 1930:103 Í átökunum milli kommúnisma og auðvalds er óhjá kvæmilegt, að fyrr eða síðar sverfi til stáls . Það 100 Páll Halldórsson: „Ásgrímur Albertsson,“ Mbl. 30 . október 1996, Benedikt Sigurðsson: „Ásgrímur Albertsson,“ Mbl. 1 . nóvember 1996 . Ekki er minnst á neina Moskvudvöl í þessum greinum, heldur, að Ásgrímur hafi setið í félagsmálaskóla í Svíþjóð . 101 Þeir Gísli Indriðason og Angantýr voru báðir reknir úr flokknum þá um vorið, sbr . fjölritað blað kommúnista á Siglufirði, Ungkommúnistann . 102 Sjá m . a . minningargrein um dóttur hans, Hjördísi Jóhannsdóttur (sem ættleidd var af eiginmanni barnsmóður hans), í Mbl. 17 . ágúst 1995 . 103 Sjá Joseph Z . Kornfeder, sem var bandarískur kommún - isti og nemandi í Lenínskólanum, m . a . í American Mercury, júlí 1963 . Aðrir efast um, að rétt sé haft eftir Manúilskí, enda hafi aðrar heimildir um hana en frásögn Kornfeders ekki komið fram . Hitt er annað mál, að þessi orð eru í sama anda og önnur frá kommúnistaleiðtogum Stalínstímans . getur varla gerst fyrr en eftir ein 20-30 ár . Sigur- von eigum vér því aðeins, að oss takist að koma óvininum á óvart . Við verðum að svæfa borgara- stéttina . Það munum vér gera þann veg, að hleypa af stað mestu friðarsókn, er um getur . Mun þá rísa hrifningaralda, og í hinu og þessu hljótum vér að hliðra til . Auðvaldsríkin, rotin og sauðheimsk, munu hlakkandi samstarfa oss við eyðileggingu sjálfra sín . Þeim er tamt að fagna hverju vinarhóti . En um leið og slakað er á vörnunum, munum vér láta reiddan hnefa mala þau mjölinu smærra . Vitnaði Gunnar Gunnarsson rithöfundur til orða Manúilskís í uppgjöri sínu við komm- únismann árið 1954 .104 Jón Ólafsson gerir hins vegar lítið úr byltingarþættinum í skólum Kominterns, njósnum, vopnaburði, neðanjarðarstarfi og skemmdarverkum . Hann segir í Nýrri sögu: „Norrænir kommúnistar virðast litla þjálfun hafa fengið í öðru en bóklegum greinum marx-lenínisma .“105 Hann hnykkir á þessu í Kæru félögum: „Það er ekki að sjá af þeim heimildum, sem aðgengilegar eru úr Norðurlandadeildum Lenínskólans og Vesturskólans, að sérstök áhersla hafi verið lögð á praktíska byltingarstarfsemi, svo sem njósnir, undirróður og hvers kyns mold- vörpustarfsemi .“106 Þessar fullyrðingar Jóns Ólafssonar eru ekki í samræmi við heimildir, jafnt þær, sem hann hefur kynnt sér, og aðrar, sem aðgengilegar eru, en hann ekki notað . Þeir þrír íslensku námsmenn, sem eitthvað sögðu frá skólunum, skýrðu til dæmis hver og einn frá því, að þeir hefðu lært einhvern vopnaburð .107 Nægar aðrar heimildir eru til um, að þetta voru þjálf- unarbúðir fyrir byltingarmenn ekki síður en eiginlegir skólar . Sérstaklega var kennt, hvernig ná ætti ýmsum samtökum á sitt vald og beita þeim í þágu kommúnista, hrinda af stað 104 „Ræða Gunnars Gunnarssonar,“ Mbl. 7 . nóvember 1954 . 105 Jón Ólafsson: „Í læri hjá Komintern,“ Ný saga (1997), bls . 6 . 106 Jón Ólafsson: Kæru félagar, bls . 52 . 107 Þsk . Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar . Einkasafn Andrésar Straumland . 01 1/3 . Dagbók 1930 . Árni Snævarr: Liðsmenn Moskvu, bls . 48; Benjamín H. J. Eiríksson í stormum sinna tíða, bls . 129 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.