Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 94

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 94
92 Þjóðmál VETUR 2008 af mörkuðu tímabili í ævi fyrirferðarmikils sam- tíma manns . Þótt Guðjón hafi fengið aðgang að bréfasafni forsetaembættisins, auk þess að þekkja Ólaf Ragnar persónulega undanfarna fjóra áratugi, er lesandi þó ekkert nær því að þekkja manninn Ólaf Ragnar eftir að hafa plægt í gegnum 608 síðna lofrulluna . Greinilegt er að forsetinn hefur metnað – en það vissum við . Hann var metnaðarfullur framagosi í stjórnmálastarfi og oft illa þokkaður sem slíkur, auk þess að vera umdeildur, innan flokks síns sem utan . Ólafur Ragnar hafði tilhneigingu til að valta yfir menn í kappræðu og mörgum fannst ákafi hans fráhrindandi og ekki alþýðlegur . Eins og Guðni Ágústsson fv . alþingismaður sagði við bókarhöfund: „Hann hafði verið óvinsælastur allra manna á Íslandi sem fjármálaráðherra og skömmóttur með afbrigðum .“ Hins vegar hafði Ólafur Ragnar allt frá árinu 1980 ræktað sambönd við stjórnmálamenn víða um veröldina, allt frá því að hann var valinn einn þriggja íslenskra þingmanna til þess að sitja þing Evrópuráðsins í Strassborg . Ólafur Ragnar leit á virka þátttöku í þinginu sem „alþjóðlegan pólitískan háskóla“ þar sem allir straumar og stefnur voru í einum potti . Hann hellti sér út í þetta starf, lærði vinnubrögð í alþjóðastarfi og tók þátt í umræðum, en slíkt hafði ekki verið algengt hjá íslensku fulltrúunum, segir í bókinni . 1982 til 1984 var Ólafur Ragnar á þönum á milli Evrópu og Bandaríkjanna að undirbúa Norður- suður ráðstefnuna, auk þess sem hann fór til Indlands í fyrsta skipti sumarið 1983 og átti þar viðræður við Indiru Gandhi forsætisráðherra . Hann beitti sér síðan fyrir afvopnunarmálum innan hópsins Parliamentarians for Global Action og var kosinn forseti PGA 1984 . Öll upphefð er sögð koma að utan og það sannaðist á okkar manni; erlendis virðist persónuleiki hans sums staðar falla vel í kramið, – þar sem landar hans sjá oft aðeins þurrt og dálítið pempíulegt yfirbragðið, yfirlæti og mont, sjá sumir útlendingar fágun og virðuleika . Að stjórnmálaferli loknum háði Ólafur Ragn ar síðan árangursríka kosningabaráttu um embætti forseta Íslands . Daginn eftir embættistökuna, 2 . ágúst 1996, barst forseta boð frá Margréti Danadrottningu um opinbera heimsókn til Danmerkur . Í heimsókninni hélt forseti drottningu kvöld- verðar boð með miklum glæsibrag . Er til ógleym- anleg mynd af pörunum tveimur á tröppum Amalíenborgarhallar: hátignirnar tvær, Margrét og Ólafur Ragnar settlegar hægra megin og grodda legur Hinrik prins að kjá framan í Guðrúnu Katrínu vinstra megin . Ári síðar hafði Guðrún Katrín veikst og tveimur árum síðar var hún öll . Hún lést 12 . október 1998 . Í þeim kafla bókarinnar er afar manneskjuleg frásögn af Ólafi Ragnari sem sagður er örmagnast á sál og líkama í byrjun ársins 2001 . Hann var þrotinn að kröftum, veiktist og lá í rúminu í þrjár eða fjórar vikur, en ástæðuna mátti rekja til fráfalls Guðrúnar Katrínar . Guðjón Friðriksson segir að opinberlega hafi verið gefið til kynna að hann væri með flensu, en í raun og veru hafi ónæmiskerfið gefið sig . „Hann háði baráttu sem fáir vissu um, jafnvel ekki starfsfólkið á skrifstofu hans . Allan fyrri hluta ársins 2001 var forsetinn með hitavellu langtímum saman og þreklaus . Læknar ráðlögðu honum að fara í langt frí en hann mætti á forseta- skrifstofuna síðla morguns, var þar í tvo eða þrjá tíma til að sinna lágmarksstörfum en fór síðan heim og lagði sig . Hann náði ekki fullu þreki fyrr en 2002,“ segir Guðjón í bókinni . Allt frá því að Guðrún Katrín veiktist í september 1997 og langt fram eftir árinu 1999 og svo aftur árið 2001 hafi forsetaembættið verið í hægagangi . Það er athyglisvert að á sama tíma og Ólafur glímdi við þessa sálrænu erfiðleika í kjölfar fráfalls konu sinnar virtist hann út á við hafa höndlað hamingjuna á nýjan leik . Tæpu ári eftir andlát Guðrúnar bað Ólafur Ragnar um hið fræga „tilfinningalega svigrúm“ til að þróa tilfinningar til annarrar konu, yfirlýsing sem vakti mikla athygli bæði hér og á Bretlandi . Í bókinni tekur síðan við fróðlegur kafli um fjölskyldu Dorritar Moussaieff og hvernig Shlomo langafi hennar tók sig upp frá Bukharaborg til Jerúsalem . Davíð Oddsson og samskiptin við hann eru eins konar rauður þráður í þessari bók . Eftir að þau Dorrit og Ólafur Ragnar gengu í hjónaband á Bessastöðum í maí 2003, gerði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, athugasemdir við hjónavígsluna og lét í ljós efasemdir um að ráðahagurinn væri löglegur –
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.