Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 62

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 62
60 Þjóðmál VETUR 2008 „Það er rétt að þessir erfiðleikar eru m .a . vegna mistaka lánveitenda, lántaka, fjármála- fyrirtækja, ríkisstjórna og eftirlitsaðila . En þessir erfiðleikar eru ekki vegna mistaka hins frjálsa markaðshagkerfis og lausnin felst ekki í að reyna að gerbylta því . Lausnin felst í að leysa þau vandamál sem að steðja, gera þær umbætur sem við þörfnumst og halda áfram til framtíðar með meginregluna um frjálsan markað að leiðarljósi sem hefur skilað auði og von í brjóst fólks um gervalla heims- byggðina .“ Aldrei þessu vant hittu ræðuskrifarar Bush höfuð ið á naglann, eins og hann hefði lík lega orðað það . Opinbert eftirlit hvetur til ábyrgðarleysis Þeir eru til sem vöruðu við stöðu íslensks banka kerfis og töldu blikur vera á lofti . Þeir eru hinsvegar miklu fleiri sem stóðu klapp andi á hliðarlínu útrásarinnar og af- skrifuðu all ar efasemdaraddir sem óábyrgt svarta galls raus . Það virtist sem menn hefðu haft ofurtrú á bönkunum . Það á ekki aðeins við um al menn ing, heldur einnig fjárfesta, erlenda lán veit end ur, stjórnmálamenn, eft- irlits aðila og aðra embættismenn . Sömu oftrúar hefur ekki orðið vart gagnvart öðrum grundvallaratvinnu grein um þjóðarinnar, svo sem sjávarút vegi og stóriðju . Þvert á móti hafa slíkar greinar held ur átt undir högg að sækja í þjóðfélagsum ræð unni . Fjármálastarfsemi, sjávarútvegur og stór- iðja hafa allar skapað þjóðinni miklar tekjur . Það sem aðgreinir fjármálastarfsemi frá sjáv- arútvegi og stóriðju er hinsvegar það stranga lagaumhverfi og mikla eftirlit sem fjár mála- starfsemin býr við . Það má því leiða líkur að því að tilvist regln- anna og eftirlitsins hafi átt ríkan þátt í því að skapa þá ofurtrú á bönk unum, sem fór ekki framhjá neinum . Af hverju ættu menn að leggja kostnað og vinnu í að fylgjast með hvað verður um sparnaðinn þeirra ef ríkið gerir það fyrir þá? Reglur valda ógagnsæi Það er markaðsaðilum eðlislægt að leita stöðugt leiða til að hámarka hagnað með sem minnstri áhættu . Þegar löggjafinn sníður mönnum þrengri stakk, og herðir reglur, þá aðlaga fjármálafyrirtæki sig að nýju umhverfi og leita annarra leiða . Það er eðlilegt að ætla að einkafyrirtæki gangi nákvæmlega jafnlangt og löggjafinn leyfir . Á herðum atvinnurekenda liggur einfaldlega sú kvöð frá hluthöfum að hámarka hagnað innan þess lagaramma sem hið opinbera setur þeim . Geri þeir það ekki eru þeir að ganga á hag hlut- hafa . Gangi þeir hins vegar of langt, þá er það opinberra eftirlitsaðila að refsa hluthöfum með því að beita viðeigandi úrræðum gegn félag inu . Þetta er fín lína og flest fyrirtæki athafna sig á línunni – hvorki utan hrings né innan . Þannig hefst víxlverkun sem gengur út á að hið opinbera og fjármálafyrirtæki reyna að sjá hvort við öðru . Þegar samkeppnisstaðan um besta fólkið er mjög skökk, eins og hún hefur verið á undanförnum góðæristímum, er enginn vafi á því hver fer með sigur af hólmi . Eftir því sem reglurnar verða flóknari og viðameiri verða viðbrögð fjármálafyrirtækja enn viðameiri og flóknari . Slíkt gerir það að verkum að úr verða fjármálaafurðir sem eru mjög flóknar og ógagnsæjar . Þannig verða til fyrirbæri, eins og skuldabréfavafningar, sem geta eftir atvikum verið settir saman af mönnum sem skilja þá ekki til hlítar og seldir öðrum aðilum, sem skilja þá enn síður . Bæði kaupandinn og seljandinn eru svo undir eftirliti aðila sem skilur enn síður hvernig þessir hlutir virka . Flækjustigið veldur því ógagnsæi og skilningsleysi allra hlutaðeigenda og það leiðir til þess að hvorki bankarnir né eftirlitsaðilar hafa nægjanlegan skilning á stöðunni, eða hvernig ytri þættir munu hafa áhrif á hana . Önnur ríkisafskipti Framsóknarflokkurinn horfði fram á mikið fylgis hrun fyrir alþingiskosningarnar 2003 . Til þess að bregðast við því lofaði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.