Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 36

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 36
34 Þjóðmál VETUR 2008 sinni . Hagstjórn verður stunduð horfandi með öðru auganu á þróun eignaverðs . Hún mun taka mið af farsæld í mannlífinu öllu en ekki aðeins hluta þess, viðskiptalífinu . Tíska afskiptaleysis í hagstjórn mun líða undir lok . Oftrú á afskiptaleysi – janúar 2008 Lánaþensla bankanna er vítaverð . Fjöldi íbúðalána þeirra var veittur án þess að íbúðakaup væru að baki . Þau lán voru til eyðslu . Reynslulitlir bankamenn, hvattir með kaupréttum og bónusum, höfðu velferð ekki í huga . Bankinn sem auglýsti „100% lán – 100% banki“ hefði átt að bæta við „100% bankaflón“ . Bankastjórinn brosandi er nú farinn með pokann sinn digra . Bankar eru með hundruð milljarða í íbúðalánum sem enginn annar en þeir sjálfir hefur metið . Vand inn er líkur þeim sem amerískir bankar glíma við, að vísu enn dulinn vegna þenslu . Það kemur að skuldadögum og útlánatöpum . Fjöldi heimila verða fórnarlömb þessa . Stjórnvöld áttu að bregðast við . Oftrú þeirra á „lögmál markaðarins“ er barnaleg í ljósi fá- keppni, sem veldur því að menn skammta sér kjörin . „Laissez-faire“ afskiptaleysisstjórnun reynd ist aldrei vel í rekstri . Hún er ekki betri til hagstjórnar í fákeppni . Oft er rætt um sjálf- stæði Seðlabankans . En getur nokkur ver ið sjálf stæður sem ekki hefur sjálfstæðar skoð- anir? Bankinn eltir tískustrauma í hag stjórn og þorir ekki að gera nauðsynlega hluti af því hann sér þá ekki gerða annars staðar . Vöxtur eða þensla? – febrúar 2008 Efnahagsreikningar íslenskra banka hafa þanist út . Útlánagetan er þó takmörkuð því skylt er að bankar hafi ákveðin hlutföll eigin fjár af eignum . Í þenslu og samkeppni vill þetta ganga úr skorðum . Hlutafélag er ekki hinn endanlegi eigandi eigna sinna og tekna . Það eru hluthafarnir . Eigið féð er því hvorki ókeypis né ótakmarkað . Við hverja einustu lánveitingu þarf banki að tryggja að ávöxtun þess eigin fjár sem lánið bindur, uppfylli ávöxtunarkröfu hluthafa . Gallinn við þróunina nú er sá að þegar hagkerfið fer í niðursveiflu „nauðhemla“ bankarnir . Rétta verður hlutföllin af, ekki eru veitt ný lán og beðið er eftir að afborganir skili sér í kassann í von um að eiginfjárhlutföll styrkist . Bankinn verður að halda trausti sparifjáreigenda og annarra lánveitenda, s .s . erlendra banka . Við þetta fer hagkerfið í harkalegan samdrátt . Framkvæmdum er frestað, atvinna stendur tæpt og almenningur dregur þar með einnig úr neyslu sinni og fjárfestingum . Þetta framkallar svo aftur útlánatöp hjá bönkum, eigið fé þeirra lækkar og þá er kominn vítahringur sem er erfitt að rjúfa . Félag sem þenur sig umfram vöxt lendir um síðir í vandræðum, því tæp eiginfjárstaða mun þá hindra arðgreiðslur, jafnvel þó gert sé upp með hagnaði . Ástæðan er sú að eigið fé er þá ekki frjálst til útborgunar . Ef þetta gerist fellur núvirði arðgreiðslna í framtíð og markaðsverð félagsins með . Þensla banka umfram vöxt er ekki einkamál þeirra . Áhrif þeirra á þjóðlífið eru mikil og þeim ber að rísa undir því trausti sem þeim er sýnt með því að taka fyllstu ábyrgð . Græðgi stjórnenda þeirra og spákaupmennska með hagsmuni fólksins er óþolandi . Sú tíska afskiptaleysis í hagstjórn sem nú ræður á ekki við í löndum þar sem velferð er í hávegum höfð . Afskiptaleysi er ábyrgðarleysi . Neyðaraðstoð við banka – febrúar 2008 Sérhver bankamaður veit, að ef hann verð-ur að sýna fram á að hann sé traustsins verður, sama hve góðar röksemdir hans eru, þá er traust hans horfið . Jón Ásgeir Jóhannesson dró rétta ályktun af hinu ofurháa verði á skuldatryggingum bankanna: Þeir eru álitnir gjaldþrota í útlöndum . Þetta er vandinn, það er sama hve góðar röksemdir hluthafar hafa, traustið erlendis er horfið . Stórir hluthafar banka höfðu miklar væntingar um hækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.