Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 80
78 Þjóðmál VETUR 2008 leið til Moskvu og hefur ekki gert sér grein fyrir því, að leyniþjónusta Kremlverja fylgdist grannt með öllum slíkum sendingum . Skúli sagði í bréfinu: „En þessi vinstri terror (hjaltisminn) verður auðvitað að ganga yfir, það verður ekki hægt að slá hann niður fyrr en hann er orðinn pólitískt gjaldþrota .“ Skúli hélt áfram: „Mér er sagt að þú hafir gert ýmsar játningar um syndir þínar . Það ættirðu að gera sem þú frekast mátt svo að þú losnir sem fyrst úr sóttkvínni .“52 Stefán var kallaður á fund Íslendinganna í Moskvu 17 . apríl, þar sem hann var krafinn skýringa á bréfinu . Hann kvaðst ekki bera neina ábyrgð á gáleysislegum orðum Skúla . Íslendingarnir héldu annan fund, þar sem þeir samþykktu ályktun og sendu Komintern . Þar sagði, að Stefán hefði ekki brugðist nægilega rösklega við bréfi Skúla . Hann hefði ekki heldur stundað sjálfsgagnrýni, að heitið gæti . Gefa ætti honum þó tækifæri til að leiðrétta villur sínar í samræðum við landa sína í Moskvu, en nýtti hann það ekki, lægi leið hans út úr flokknum .53 Komintern sendi Stefáni nokkrar spurningar, sem hann svaraði í síðari greinargerð sinni . Þar vísaði hann um fræðilegar villur sínar til fyrri greinargerðarinnar, en kvað harðlínumennina í flokknum, Hjalta Árnason, Jens Figved og fleiri slíka, ekki hafa náð neinum árangri í baráttunni . Bæjarstjórnarkosningarnar 1934 hefðu verið illa undirbúnar . Forysta komm ún istaflokksins hefði látið falla blett á flokkinn, þegar Lúter Einarsson, frambjóðandi á Siglufirði, hefði orðið uppvís að því að draga sér fé úr styrktarsjóði bágstaddra verkamanna og sjómanna þar á staðnum .54 Engin barátta væri háð gegn fasisma . Engin verkalýðsfélög eða félög atvinnuleysingja hefðu verið stofnuð . Bréfið frá Skúla Þórðarsyni væri engin sönnun þess, að Stefán hefði haft klíkutengsl við aðra félaga .55 52 Bréfið er birt í heild í Kæru félögum e . Jón Ólafsson, bls . 262 . Komintern: 495 177 22 8 . Árni Snævarr vitnar líka í það í Liðsmönnum Moskvu, bls . 61 . Sbr . Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 131 . 53 Lbs . 5228 4to, a-b . Komintern: 495 31 119 . „Resolution,“ ódags . 54 Í skýrslu sinni nefnir Stefán engin nöfn . Sbr . „Kommúnistar staðnir að því að stela sjóðum verkamanna“, Abl. 5 . janúar 1934; „Kommúnistahneykslið á Siglufirði,“ Mbl. 7 . janúar 1934 . 55 Lbs . 5228 4to, a-b . Komintern: 495 31 119 . Stefán Pjetursson vann fleira sér til óhelgi úti í Moskvu . Veturinn 1933–1934 stund- aði Kristján Júlíusson frá Húsavík nám í Len- ínskólanum . Hann bar þar dulnefnið Poulson . Þegar Kristján sneri heim til Íslands vorið 1934, var hann með grein upp á vasann, sem var svar við nýlegum skrifum Brynjólfs Bjarna sonar um lýðræði og fasisma í Rétti . Bryn jólfur hafði haldið því fram í samræmi við línu Kominterns frá 1928, að borgaralegt lýð ræði væri yfirskin eitt, en fasismi í raun „al ræði borgarastéttarinnar í annarri mynd“ . Með stuðningi sínum við lýðræði gengju jafn aðar menn erinda borgarastéttarinnar . Kristján svaraði því til, að með slíkri afstöðu væri fasismanum auðveldaður leikurinn . Bað hann Einar Olgeirsson um að birta greinina í Rétti . Stjórnmálanefnd kommúnistaflokksins fékk greinina til yfirlestrar og kvað upp úr um það, að hún væri ein „svívirðilegasta árás“, sem gerð hefði verið á kommúnismann á Íslandi . Var gengið á Kristján um greinina, og töldu forystumenn kommúnista, að hún væri rangfeðruð . Höfundur hennar væri Stefán Pjetursson .56 Þegar Íslendingarnir í Moskvu komu saman til að álykta um mál Stefáns sumarið 1934, lýstu þeir líka yfir hneykslun sinni á grein Kristjáns . „Slík aðferð við að gagnrýna gefur andstæðingunum aðeins vopn í hendur gegn Flokknum (sem félagi Bjarnason er fulltrúi fyrir), og í öðru lagi veitir hún hlutaðeigandi félaga undirstöðu fyrir mótgagnrýni, sem afvegaleiðir hann frá nauðsynlegri sjálfsgagnrýni .“57 Norðurlandadeildin í Komintern var ekki frekar en íslensku námsmennirnir ánægð með málflutning Stefáns Pjeturssonar . Hún sam- 56 „Línubrenglið í kommúnistaflokknum . Skopleikur í mörgum þáttum,“ Mbl. 29 . maí 1934 . Í frétt Mbl. segir, að Einar Olgeirsson hafi greitt atkvæði gegn öllum brottrekstrum . En hann sat a . m . k . hjá, þegar félagar hans, Stefán Pjetursson og Haukur Björnsson, voru reknir úr miðstjórn flokksins . Frásögn Mbl. er staðfest í bréfi Hjalta Árnasonar til Kominterns 19 . apríl 1934 . Lbs . 5228 4to, a-b . Komintern: 495 177 22, 9-12 . Hjalti Árnason/ Komintern, Rvík, 19 . apríl 1934 . 57 Brynjólfur Bjarnason: „Lýðræði og fasismi,“ Réttur, 18 . árg . (1933), bls . 133-44; Lbs . 5228 4to, a-b . Komintern: 493 31 119 . „Resolution,“ ódags .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.