Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 61
Þjóðmál VETUR 2008 59
Ísland stendur nú frammi fyrir verstu fjármálakreppu sögunnar . Allir stærstu við-
skiptabankar landsins eru fallnir í valinn og
leif ar innanlandsstarfsemi þeirra eru komnar
í hendur ríkisins . Þegar þetta er ritað standa
önnur fjármálafyrirtæki, fjárfestingabankar
og sparisjóðir, frammi fyrir verulegum rekstr-
arerfiðleikum og vandséð er að sá vandi leys ist
í bráð . Einkaaðilum býðst ekki lengur erlent
lánsfé og opinberir aðilar virðast aðeins geta
fjármagnað sig í gegnum hálfgerða neyð-
araðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins .
Margir eru mjög uppteknir við að leita að
orsökum og sökudólgum, og kannski ekki að
ástæðulausu . Hætt er við að þegar slík leit fer
fram, mitt í geðshræringunni og reiðinni, þá
finnist engir sökudólgar, aðeins blórabögglar .
Ástæður kreppunnar
Samfélag okkar er uppbyggt á þann máta að einn maður, eða ein mistök eiga ekki
að geta orsakað hörmungar . Eftirlitskerfin eru
fjölmörg og viðamikil og þau eiga að bregðast
við þegar stefnir í óefni . Það blasir því við að
engu einu, eða engum einum, getur verið um
að kenna . Með nokkurri einföldun hljóta allir
að vera sammála um að meginorsökin er að
íslensku bankarnir og eigendur þeirra hafi
veðsett sig of mikið og tekið of mikla áhættu .
Þar að auki sinntu stjórnvöld ekki lögbundnu
hlutverki sínu og gripu ekki í taumana áður en
það stefndi í óefni .
Í hugum sumra felst lausnin í strangari regl-
um og meiri ríkisafskiptum . Í hugum þessa
fólks eru ríkisafskipti reyndar gjarnan lausn
á flestum þeim vandamálum sem upp koma .
Staðreyndin er hinsvegar sú að það er vart til
sú starfsgrein í sögunni sem hefur þurft að
búa við jafnflókið og íþyngjandi lagaumhverfi
og jafnviðamikið opinbert eftirlit . Málum er
þannig háttað að Ísland og önnur Evrópuríki
búa að mestu við sama flókna og viðamikla
regluverkið um fjármálastarfsemi sína .
Bandaríkin búa við nokkuð ólíkt lagaumhverfi,
sem þó er ekki síður flókið og viðamikið . Þrátt
fyrir þetta er fjármálakerfi heimsins núna á
hnjánum og jafnvel sums staðar algerlega
hrunið, eins og á Íslandi .
Leiðtogar tuttugu helstu iðn- og þróunar-
ríkja heims komu saman í Washington
þann 14 . nóvember s .l . til að ræða aðgerðir
gegn kreppunni . Þessir þjóðarleiðtogar eru
fulltrú ar 2/3 hluta mannkyns sem vélar með
nærfellt 90% af hagkerfi heimsins . Einhverjir
þeirra voru þeirrar skoðunar að gera þyrfti
stórfelldar breytingar á fjármálakerfi heimsins
til að koma í veg fyrir fjármálakreppur sem
þessar í framtíðinni . George Bush, for-
seti Banda ríkjanna, sagði hinsvegar, á fundi
Man hattan Institue, rétt fyrir komu þjóðar-
leið toganna:
Davíð Þorláksson
Lagaumhverfi nýs
bankakerfis