Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 77

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 77
 Þjóðmál VETUR 2008 75 haustið 1932, en hinir íslensku námsmennirnir í Vesturskólanum voru þar kyrrir . Í bók inni Kæru félögum birtir Jón Ólafsson fróðlega skýrslu, sem Dýrleif Árnadóttir skrif aði á norsku á útmánuðum 1932 um komm ún- istaflokkinn íslenska undir heitinu „Kon- spirasjon og provokasjon innenfor det islandske parti“ (Leynibrugg og undirróður í íslenska flokknum) . Dýrleif segir þar meðal annars, að kommúnistar hafi í janúar 1931 ætlað að gera áhlaup á hegningarhúsið við Skóla vörðustíg, þar sem nokkrir félagar þeirra voru í gæsluvarð- haldi eftir óspektir við Gúttó, en hætt við, eftir að lögregla komst á snoðir um ætlun þeirra .30 Þótt frásögn Dýrleifar sé ótrúleg, ber henni saman við það, sem Karl Nikulás son, sem þá var ungur kommúnisti, sagði löngu síðar .31 Þessir fyrstu nemendur í byltingarskólum Kominterns í Moskvu voru allir dyggir komm- únistar . Jens Figved gerðist eftir heimkomuna einhver harðskeyttasti Moskvumaðurinn í átökum innan kommúnistaflokksins íslenska . Hann varð síðar forstjóri KRON í Reykjavík, en hrökklaðist úr því starfi og lést í New York árið 1945, aðeins 38 ára að aldri .32 Eyjólfur Árnason var gullsmiður á Siglufirði og Akur- eyri, uns hann fluttist til Reykjavíkur og gerðist fyrst starfsmaður MÍR, Menningartengsla Ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna, og síðan Þjóð- viljans . Hann lést 1987 .33 Jafet Ottósson tók þátt í óspektunum við Gúttó 7 . júlí og 9 . nóvember 1932 og hlaut dóm fyrir . Hann gekk líka hart fram, þegar andstæðingar 30 Lbs . 5228 4to, a-b . Komintern: 531 1 636a 6-7 . Dags . í febrúar eða mars 1932 . Bréf Dýrleifar er birt í heild í ísl . þýð . Jóns Ólafssonar í Kæru félögum, bls . 257-9 . Væntanlega hefur Dýrleif líka skrifað bréf frá Moskvu, dags . 25 . janúar 1932, um kvenréttindi í Ráðstjórnarríkjunum, „Rússneska konan,“ Vbl. 8 . mars 1932 . 31 Ólafur Grímur Björnsson: „Hallgrímur Hallgrímsson . Kreppuár í Reykjavík og ferðin til Sovétríkjanna,“ Súl- ur (2006), bls . 100-150 . Karl sagði að vísu, að hætt hefði verið við árásina, vegna þess að forystumenn kommún- istaflokksins hefðu ekki tekið í mál að beita ofbeldi . En það þarf ekki að stangast á við þá sögn Dýrleifar, að lögreglan hafi komist á snoðir um fyrirætlun ungu mannanna . 32 Eyjólfur Eyjólfsson: „Jens Figved,“ Þjv. 8 . ágúst 1945 . 33 „Eyjólfur Árnason sextugur,“ Þjv. 20 . janúar 1970 . Sjá einnig minningargrein Kjartans Ólafssonar um Eyjólf Árnason í Þjv. 2 . apríl 1987 . varnarsamstarfs við Bandaríkin gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni fyrir framan Sjálfstæðis- húsið 22 . september 1946 .34 Jafet vann fyrir breska setuliðið á hernámsárunum og starfaði eftir stríð hjá flugmálastjórn, en lést 1990 .35 Andrés Straumland var stofnandi SÍBS, Sambands íslenskra berklasjúklinga, 1938 og forseti þess til æviloka . Þess vegna lét hann lítið að sér kveða í samtökum sósíalista, en var samt einn af stofnendum Sósíalistaflokksins . Hann lést 1945 .36 Haraldur Bjarnason var um skeið formaður Verkamannafélagsins Dríf andi í Vestmannaeyjum og kjörinn í bæjar stjórn fyrir kommúnistaflokkinn og síðar Sósíal ista - flokkinn 1934–1942 . Hann fluttist til Reykja- víkur skömmu fyrir heimsstyrjöldina síðari og átti ásamt þremur skólafélögum sínum frá Moskvu, Eggerti Þorbjarnarsyni, Hall grími Hall g rímssyni og Helga Guðlaugssyni hlut að dreifibréfsmálinu svonefnda í ársbyrjun 1941, en þá voru breskir hermenn hvattir til að óhlýðnast yfirmönnum sínum . Seinna hætti Haraldur öllum stjórnmálafskiptum og vann á skattstofunni í Reykjavík . Hann lést 1955 . Sonur hans var Sverrir Haraldsson listmálari, sem ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Vestmannaeyjum .37 Eftir heimkomuna frá Moskvu stundaði Helgi Guðlaugsson verka- manna vinnu í Reykjavík og tók ásamt þrem- ur skólafélögum sínum frá Moskvu þátt í fyrr- nefndu dreifibréfsmáli . Síðar starfaði hann með Ægi Ólafssyni í fyrirtæki, sem flutti inn vöru frá sósíalistaríkjunum . Þegar á leið gerð- ist Helgi fiskverkandi og áhugamaður um kenn ingar dr . Helga Pjeturss . Hann lést í Reykjavík árið 2000 .38 Gísli Indriðason sinnti 34 „Fundurinn í barnaskólaportinu í gær varð vonbrigði fyrir kommúnista“ og „Götulýður ræðst að forsætisráðherra herra Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni borgarstjóra,“ Mbl. 23 . september 1946 . 35 Pétur Pétursson: „Jafet Ottósson,“ Mbl. 20 . mars 1990; Már Ársælsson [systursonur Jafets og sonur Ársæls Sigurðssonar]: „Jafet Egill Ottósson,“ Þjv. 20 . mars 1990 . 36 J[ón] R[afnsson]: „Andrés Straumland,“ Þjv. 12 . júlí 1945 . 37 Matthías Johannessen: Sverrir Haraldsson, Reykjavík 1977, bls . 11 . 38 Sjá minningargreinar um Helga í Mbl. 20 . október 2000 eftir Sigríði Guðmundsdóttur og Atla Hraunfjörð, Halldór Sævar Guðbergsson og Guðlaug Rúnar Guðmundsson .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.