Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 74

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 74
72 Þjóðmál VETUR 2008 frum kvöðuls kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi . Í Reykjavík völdu Íslendingarnir sér dulnefni, sem þeir áttu að ganga undir í skól- unum úti í Moskvu . Andrés kallaðist Viktor Lark, Jafet Dan Mengel, Eyjólfur Robert Frank og Þóroddur Ottó Stein . Þeir félagar sigldu fjórir saman með Dronning Alexandrine frá Reykjavík 23 . september og komu til Kaupmannahafnar fimm dögum síðar . Þar hittu þeir tvo íslenska kommúnista, sem þar bjuggu, þá Ársæl Sigurðsson og Hjalta Árna- son, og fengu nauðsynleg skilríki í sendiráði Ráð stjórnarríkjanna . Þeir lögðu af stað til Rússlands 2 . október, fóru fyrst landleiðina til Stokkhólms, síðan með skipi til Turku í Finnlandi og þaðan landleiðina til Leníngarðs (Leningrad), en þangað komu þeir 4 . október . Í Moskvu tók Jens Figved á móti þeim og vísaði þeim hverjum til síns heima .9 Einhver þeirra skrifaði eftir þriggja mánaða dvöl þar eystra í Verklýðsblaðið og andmælti skrifum Morg- unblaðsins um Ráðstjórnarríkin .10 Jafet Ottósson kom sér ekki vel í Vest ur- skólanum og var sendur heim vorið 1931 . (Missagt er í bók Jóns Ólafssonar, Kæru félög- um, að hann hafi farið til Íslands þá um haustið .)11 Á Íslandi andmælti Jafet skrifum um Ráðstjórnarríkin í blöðum .12 Íslenski hóp- urinn í Moskvu fylgdist gaumgæfilega með hegðun Jafets heima fyrir og sendi 10 . júní 1931 miðstjórn íslenska kommúnistaflokksins skýrslu um framferði hans . Þar sagði, að Jafet hefði sýnt ónógan stjórnmálaþroska í Moskvu og verið alvörulaus . Eftir heimkomuna hefði 9 Þsk . Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar . Einkasafn Andrésar Straumland . 01 1/3 . Dagbók 1930 . Einnig er stutt frásögn af ferð þeirra félaga austur í minningargrein Kjartans Ólafssonar um Eyjólf Árnason í Þjv. 2 . apríl 1987 . 10 „Verkamaður“ skrifaði „Bréf frá Moskva“ í Vbl. 31 . janúar 1931 . Bréfið er dags . 24 . desember 1930 . Í greininni kom fram, að verkamaðurinn hafði farið frá Íslandi til Danmerkur með Dronning Alexandrine rúmum tveimur mánuðum áður . Líklegast er, að annaðhvort Andrés Straumland eða Jafet Ottósson hafi skrifað greinina, en þeir skrifuðu talsvert frá Rússlandi fyrr og síðar . 11 Jón Ólafsson: Kæru félagar, bls . 60 . 12 „Verkamaður, nýkominn frá Sovet Rússlandi“, sem hlýtur að vera Jafet Ottósson, skrifaði „Framtíð Rússlands“ í Vbl. 30 . maí 1931 . Í greininni sagðist hann hafa dvalist í Rússlandi í sex mánuði . hann sagt furðusögur frá Ráðstjórnarríkjun um og þóst hafa verið í Rauða hernum . Tilraunir hans til að skipuleggja einhvers konar leynilegt baráttulið heima væru fráleitar og gætu komið sér illa fyrir kommúnistaflokkinn . Mælt var með, að Jafet fengi ekki neina trúnaðarstöðu í flokknum að sinni .13 Hinir Íslendingarnir undu sér vel í Moskvu . Að námi loknu fór Andrés Straumland í kynnisferð um Norður- Rússland ásamt skólafélögum sínum og skrifaði líka um ráðstjórnina fyrir íslensk blöð, en hélt heim haustið 1931 .14 Þeir Þóroddur Guðmundsson og Eyjólfur Árnason fengu eins og Jens Figved inngöngu í kommúnistaflokk Ráðstjórnarríkjanna vorið 1931 .15 Eftir fyrri veturinn í Moskvu voru þeir Þóroddur og Eyjólfur settir í eins konar starfsnám sumarið 1931 . Þóroddur var sendur í fiskimannaþorp- ið Tsypnavolok á Rybatsjí-skaga í norðvest ur- horni Rússlands, nálægt finnsku og norsku landamærunum . Mæltu íbúar þar á norsku . Eyjólfur fór til borgarinnar Batumi í Georgíu, en hún liggur við Svartahaf .16 Veturinn 1931–1932 dvöldust Jens, Þór- oddur og Eyjólfur áfram í Moskvu,17 og þá bættust nokkrir aðrir Íslendingar í hópinn . Eggert Þorbjarnarson hafði fengið skólavist í Lenínskólanum með Andrési Straumland haustið 1930, en þá ákváðu forystumenn ís- lenskra kommúnista skyndilega að fresta aust- ur för hans, því að hann þyrfti að sinna Sam- bandi ungra jafnaðarmanna, sem komm ún istar höfðu þá lagt undir sig . Stofnun komm ún- istaflokks var þá í aðsigi . Eggert fór því ekki til Moskvu fyrr en sumarið 1931 . Hann var 21 árs, fæddur 1910, og hafði stundað nám í Menntaskólanum á Akureyri, en verið rek inn 13 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 122-3 . Komin- tern: 529 1 636A . 14 Arnór Hannibalsson segir í Moskvulínunni, bls . 116, að dulnefni Andrésar Straumlands hefði verið Larks, en það var Lark skv . gögnum hans sjálfs í Þsk . 15 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 123; Jón Ólafsson: Kæru félagar, bls . 67 . Komintern: 529 1 213, 1-2 . 16 Fróðleikur er um dvöl Þórodds og Eyjólfs í grein Jóns Ólafssonar, „Í læri hjá Komintern .“ 17 Í afmælisgrein eftir Ásgeir Bl . Magnússon um Eyjólf Árnason sextugan í Þjv. 20 . janúar 1970 kemur fram, að Eyjólfur hafi dvalist eystra í um tvö ár .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.