Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 85
 Þjóðmál VETUR 2008 83 Lenínskólanum og stundaði þar nám 2 . mars 1936 . Um Íslendinginn með því dulnefni segir í skýrslu:85 Kann sögu allvel, bæði mannkynssögu og sögu lands síns . Vinnur sjálfstætt og er virkur í tímum . Les allt námsefnið og stundum það, sem gefið er upp sem hámark . Færir sér fyrirspurnatíma vel í nyt, en þyrfti að búa sig betur undir þá . Þá stunduðu þar þrír Íslendingar nám undir dulnefnunum Jon Jonsson, Helga Björnsson og Karen Hansen . Eðlilegt var að velja Hjalta til námsins og raunar sendifararinnar heim líka . Hann hafði getið sér orð fyrir þátttöku í óeirðunum 7 . júlí og 9 . nóvember 1932, þegar bæjarstjórnarfundum í Reykjavík var hleypt upp, og hlotið fyrir það dóm .86 Hann var harðlínumaður í kommúnistaflokknum og síðar Sósíalistaflokknum og forystumaður „Hjaltaklíkunnar“ svonefndu, sem var alla tíð í andstöðu við Einar Olgeirsson . Hafði hann verið kvæntur systur Einars, Maríu, en upp úr því hjónabandi slitnað, og var fátt með þeim Einari eftir það . Jón Ólafsson getur sér að vísu til um í Sögu 2007, að „félagi Johnson“ og „Jon Jonsson“ hafi verið Angantýr Guðmundsson,87 en það er ólíklegt: Engar heimildir eru til um, að Angantýr hafi setið í miðstjórn komm ún- istaflokksins, eins og gögn Komintern sýna, að sendiboðinn til Íslands gerði, auk þess sem ekki virðist hafa kveðið eins að Angantý og Hjalta, sem var þrátt fyrir allt einn aðalleið- togi ofsavinstrimanna í kommúnista flokkn um . Hjalti lést 1961 .88 Elísabet Eiríksdóttir var í Moskvu í eitt ár samkvæmt upplýsingum Einars Olgeirssonar í bréfi 1954 til miðstjórnar kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna, sem fundist hefur í 85 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 117 . Komintern 531 1 218, 6 . 86 Hrd. 1935, Nr . 153/1934, bls . 358-415 . „Hæstaréttardómur í uppþotsmálum kommúnista frá 7 . júlí og 9 . nóv . 1932,“ Mbl. 22 . júní 1935 . 87 Jón Ólafsson: „Komintern gegn klofningi,“ Saga, XLV . árg ., 1 (2007), bls . 100 . 88 Hendrik Ottósson: „Hjalti Árnason . Minningarorð,“ Þjv. 5 . júlí 1961 . Þar segir, að Hjalti hafi verið 1935-1936 í Lenínskólanum . skjalasafni Sósíalistaflokksins . Átti það að hafa verið 1934 . Í bréfinu bað Einar um heimboð til hennar . Það var samþykkt í Moskvu .89 Elísabet Eiríksdóttir sagðist hins vegar í viðtali við Þjóðviljann eftir ferðina hafa dvalist í Ráðstjórnarríkjunum 17 árum áður, sem ætti þá að vera 1937 .90 Skakkar nokkru á milli Einars og Elísabetar, en til er leið til að skera úr þessu . Elísabet var formaður verkakvennafélagsins Einingar á Akureyri frá 1926 . Hún var til dæmis endurkjörin á aðalfundi snemma árs 1935 . En 27 . janúar 1936 var hún ekki kjörin formaður og ekki heldur í stjórn . Hún varð hins vegar formaður aftur á aðalfundi félagsins 25 . febrúar 1937 .91 Liggur beint við að ætla, að Elísabet hafi verið í Moskvu mestallt tímabilið frá því seint á árinu 1935 og ef til vill fram í byrjun ársins 1937 . Í afmælisgrein um Elísabetu sjötuga 1960 eftir Áskel Snorrason sagði, að hún hefði dvalist í Rússlandi 1935-1936 .92 Í Moskvu hefur Elísabet væntanlega verið Karen Hansen, sem getið er um í skýrslu frá 2 . mars 1936 . Um konuna undir því dulnefni segir:93 Vinnur sjálfstætt, er kröftug og virk á fundum . Nýtir sér fyrirspurnartíma . Les allt námsefni, sem lagt er fyrir, og að hluta til enn meira . Nýtir tímann vel . Reynir að tengja efnið við dægurmál og ætti að halda áfram í þá átt . Gerir athugasemdir, en ætti að taka meira mið af námsbókunum . Í framhaldinu ætti hún að kynna sér betur afstöðu lenínismans til hernaðarvandamálsins . Skilur spurningar, en þyrfti að vera virkari og hætta að hræðast tungumálaerfiðleika . Elísabet var sem fyrr segir mágkona annars Len- 89 Einar Olgeirsson/ Dear Comrades, ártal vantar, en líkl . snemma árs 1954 . Þsk . Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar, Sósíalistaflokkurinn, A-48, 1/14 . 90 „Um hvíldarheimili í Sovétríkjunum,“ Þjv. 10 . september 1954 (viðtal við Elísabetu Eiríksdóttur) . 91 „Verkakvennafélagið Eining,“ Verkamaðurinn 6 . febrúar 1934; „Aðalfundur Verkakvennaf . „Eining“,“ Verkamaðurinn 5 . febrúar 1935; „Aðalfundur Einingar,“ Verkamaðurinn 29 . janúar 1936; Aðalfundur „Einingar“,“ Verkamaðurinn 2 . mars 1937 . Sbr . um feril Elísabetar „Hafa gefið verklýðsfélaginu húseign sína og bókasafn“, Þjv. 27 . mars 1968 (m . a . viðtal við hana) . 92 Áskell Snorrason: „Elísabet Eiríksdóttir,“ Þjv. 13 . júlí 1960 . 93 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 117 . Komintern: 531 1 218, 6 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.