Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 85
Þjóðmál VETUR 2008 83
Lenínskólanum og stundaði þar nám 2 . mars
1936 . Um Íslendinginn með því dulnefni segir
í skýrslu:85
Kann sögu allvel, bæði mannkynssögu og sögu
lands síns . Vinnur sjálfstætt og er virkur í tímum .
Les allt námsefnið og stundum það, sem gefið er
upp sem hámark . Færir sér fyrirspurnatíma vel í
nyt, en þyrfti að búa sig betur undir þá .
Þá stunduðu þar þrír Íslendingar nám undir
dulnefnunum Jon Jonsson, Helga Björnsson
og Karen Hansen . Eðlilegt var að velja Hjalta
til námsins og raunar sendifararinnar heim
líka . Hann hafði getið sér orð fyrir þátttöku
í óeirðunum 7 . júlí og 9 . nóvember 1932,
þegar bæjarstjórnarfundum í Reykjavík var
hleypt upp, og hlotið fyrir það dóm .86 Hann
var harðlínumaður í kommúnistaflokknum
og síðar Sósíalistaflokknum og forystumaður
„Hjaltaklíkunnar“ svonefndu, sem var alla tíð
í andstöðu við Einar Olgeirsson . Hafði hann
verið kvæntur systur Einars, Maríu, en upp úr
því hjónabandi slitnað, og var fátt með þeim
Einari eftir það . Jón Ólafsson getur sér að vísu
til um í Sögu 2007, að „félagi Johnson“ og „Jon
Jonsson“ hafi verið Angantýr Guðmundsson,87
en það er ólíklegt: Engar heimildir eru til um,
að Angantýr hafi setið í miðstjórn komm ún-
istaflokksins, eins og gögn Komintern sýna,
að sendiboðinn til Íslands gerði, auk þess sem
ekki virðist hafa kveðið eins að Angantý og
Hjalta, sem var þrátt fyrir allt einn aðalleið-
togi ofsavinstrimanna í kommúnista flokkn um .
Hjalti lést 1961 .88
Elísabet Eiríksdóttir var í Moskvu í eitt ár
samkvæmt upplýsingum Einars Olgeirssonar í
bréfi 1954 til miðstjórnar kommúnistaflokks
Ráðstjórnarríkjanna, sem fundist hefur í
85 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 117 . Komintern
531 1 218, 6 .
86 Hrd. 1935, Nr . 153/1934, bls . 358-415 .
„Hæstaréttardómur í uppþotsmálum kommúnista frá 7 . júlí
og 9 . nóv . 1932,“ Mbl. 22 . júní 1935 .
87 Jón Ólafsson: „Komintern gegn klofningi,“ Saga, XLV .
árg ., 1 (2007), bls . 100 .
88 Hendrik Ottósson: „Hjalti Árnason . Minningarorð,“
Þjv. 5 . júlí 1961 . Þar segir, að Hjalti hafi verið 1935-1936 í
Lenínskólanum .
skjalasafni Sósíalistaflokksins . Átti það að hafa
verið 1934 . Í bréfinu bað Einar um heimboð
til hennar . Það var samþykkt í Moskvu .89
Elísabet Eiríksdóttir sagðist hins vegar í viðtali
við Þjóðviljann eftir ferðina hafa dvalist í
Ráðstjórnarríkjunum 17 árum áður, sem ætti þá
að vera 1937 .90 Skakkar nokkru á milli Einars
og Elísabetar, en til er leið til að skera úr þessu .
Elísabet var formaður verkakvennafélagsins
Einingar á Akureyri frá 1926 . Hún var til dæmis
endurkjörin á aðalfundi snemma árs 1935 . En
27 . janúar 1936 var hún ekki kjörin formaður
og ekki heldur í stjórn . Hún varð hins vegar
formaður aftur á aðalfundi félagsins 25 . febrúar
1937 .91 Liggur beint við að ætla, að Elísabet hafi
verið í Moskvu mestallt tímabilið frá því seint
á árinu 1935 og ef til vill fram í byrjun ársins
1937 . Í afmælisgrein um Elísabetu sjötuga
1960 eftir Áskel Snorrason sagði, að hún hefði
dvalist í Rússlandi 1935-1936 .92 Í Moskvu
hefur Elísabet væntanlega verið Karen Hansen,
sem getið er um í skýrslu frá 2 . mars 1936 . Um
konuna undir því dulnefni segir:93
Vinnur sjálfstætt, er kröftug og virk á fundum .
Nýtir sér fyrirspurnartíma . Les allt námsefni,
sem lagt er fyrir, og að hluta til enn meira . Nýtir
tímann vel . Reynir að tengja efnið við dægurmál
og ætti að halda áfram í þá átt . Gerir athugasemdir,
en ætti að taka meira mið af námsbókunum . Í
framhaldinu ætti hún að kynna sér betur afstöðu
lenínismans til hernaðarvandamálsins . Skilur
spurningar, en þyrfti að vera virkari og hætta að
hræðast tungumálaerfiðleika .
Elísabet var sem fyrr segir mágkona annars Len-
89 Einar Olgeirsson/ Dear Comrades, ártal vantar, en líkl .
snemma árs 1954 . Þsk . Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar,
Sósíalistaflokkurinn, A-48, 1/14 .
90 „Um hvíldarheimili í Sovétríkjunum,“ Þjv. 10 .
september 1954 (viðtal við Elísabetu Eiríksdóttur) .
91 „Verkakvennafélagið Eining,“ Verkamaðurinn 6 .
febrúar 1934; „Aðalfundur Verkakvennaf . „Eining“,“
Verkamaðurinn 5 . febrúar 1935; „Aðalfundur Einingar,“
Verkamaðurinn 29 . janúar 1936; Aðalfundur „Einingar“,“
Verkamaðurinn 2 . mars 1937 . Sbr . um feril Elísabetar „Hafa
gefið verklýðsfélaginu húseign sína og bókasafn“, Þjv. 27 .
mars 1968 (m . a . viðtal við hana) .
92 Áskell Snorrason: „Elísabet Eiríksdóttir,“ Þjv. 13 . júlí 1960 .
93 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 117 . Komintern:
531 1 218, 6 .