Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 92

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 92
90 Þjóðmál VETUR 2008 valdið vonbrigðum hve hægt sú þróun hefur gengið . Í þriðja hlutanum, Innviðir vetnissamfélagsins, er lýst viðleitni víða um heim til að nýta vetni sem orkubera . Fjallað er um örugga meðferð vetnis, þróun hagkvæmra dreifikerfa og geymslu- mannvirkja fyrir það og vetnisöryggi . Í fjórða hlutanum, Umhverfis jörðina í átján stökk um, er lýst viðleitni manna í einstökum lönd um víða um heim til að ryðja vetninu braut sem orkubera . Þetta er lengsti kafli bókarinnar, rúmar hundrað blaðsíður . Höfundur hefur ferðast víða um heim í því skyni að kynna sér stöðu vetnismála í einstökum löndum . Það er aðdá unarvert hve mikið hann hefur komist yfir á ferðum sínum í þessu skyni . Fram kemur að hann hefur fyrst og fremst haft samskipti við háskólasamfélög í einstökum löndum eins og eðlilegt má telja . Þó vekur það athygli að í frásögn sinni af vetnismálum í Bandaríkjunum minnist hann hvergi á þarlent verkefni, sem raunar er samvinnuverkefni Bandaríkjamanna við fyrirtæki í mörgum löndum, þar á meðal í Kína, sem óðfluga stefnir í að verða það land sem notar mesta orku allra landa . Þetta verkefni, sem gengur undir heitinu FutureGen, þ .e . future generation, raforkuvinnsla í framtíðinni, miðar að því að eftir fáeina áratugi berist öll orka end an legum notendum í aðeins tvennskonar formi, sem raforka og vetni og að raforkan verði framleidd með vetni, annaðhvort í hefð bundnum varmaflsstöðvum sem brenna vetni, eða í efnarafölum . Hvorki vetni né raforku fylgir losun koltvísýrings hjá endanlegum orku notendum . Vetnið yrði framleitt úr vatni með orku úr kolum þar sem koltvísýringurinn sem fylgir framleiðslu þess er varanlega bundinn í jarðlögum í stað þess að vera sleppt út í and rúmsloftið . Ef þetta verkefni tekst eins og að er stefnt táknar það byltingu í loftslagsmálum auk þess sem það tryggir vetninu endanlega yfirburðastöðu sem orkuberi . Því vekur það athygli að hvergi er minnst á þetta verkefni í bók sem þessari sem er einskon ar trúboðsbók fyrir vetni . Um FutureGen verkefnið má fræðast nánar á www .futuregenalliance .com . Um það skrifaði Arnþór Helgason athyglisverða grein í Morgun- blaðinu 4 . maí á þessu ári . Síðasti hluti bókarinnar, Ferðalok, er stuttur, aðeins rúmar tvær blaðsíður . Þar bendir höfundur réttilega á að verðlag á eldsneyti úr jörðu hafi hingað til ekki tekið með kostnað mannkynsins af gróðurhúsaáhrifunum sem fylgja brennslu þess . Eldsneyti úr jörðu hafi af þeim sökum haft verðforskot á ýmsar tegundir endurnýjanlegrar orku sem gert hafi þeim erfitt að ná þeirri markaðshlutdeild sem þær hefðu náð ef umhverfiskostnaðurinn hefði verið reiknað- ur með í eldsneytisverðið . Það hljóti að verða gert í framtíðinni og hlutur þessara orkulinda í orkubúskap mannkynsins þar með vaxa . Þetta er rétt, en skiptir líklega ekki sköpum . Eldsneyti úr jörðu stendur nú undir 80% af orkunotkun mannkynsins . Í iðnríkjum nú- tímans búa 25% jarðarbúa en 62% þegar Kína og Indland hafa iðnvæðst . Bæði löndin eru mjög rík af kolum og Kína er nú þegar orðið mesta kolaframleiðsluland veraldar með tvö falda kolaframleiðslu á við Bandaríkin sem koma næst . Það eru því nánast engar líkur á að hlut- deild eldsneytis úr jörðu í orkubúskap mann- kynsins rýrni í fyrirsjánlegri framtíð . Höfundur talar um afkolun, þ .e . dvínandi hlut kola og kolvetna í orkubúskap mann kyns- ins . Hún er að mínu mati mjög ósennileg, ef ekki óhugsandi, um langa framtíð . Þekktar kolabirgðir jarðar endast í milli 200 og 300 ár með núverandi notkun en olíu- og gasbirgðir í nokkra áratugi Fráleitt eru öll kol í núverandi þróunarlöndum, eins og Kína og Indlandi og fleirum, fundin enn . En nokkuð sem kalla nætti fríkolun verður að eiga sér stað ef ekki á illa að fara . Með því orði er átt við að andrúmsloftið verði fríað af þeim koltvísýringi sem fylgir brennslu kola . Með bindingu koltvísýringsins í jörðu eins og ofangreint FutureGen verkefni í Bandaríkjun- um miðar að . Meginafurð þeirrar kolanýtingar er vetni . Hluti þess vetnis yrði notaður til að framleiða rafmagn . Fyrst í stað með því að brenna því í sambyggðum rásum (combined cycles) með gashverfli og gufuhverfli þar sem heitt afgasið frá gashverflinum er notað til að fram leiða gufu á gufuhverfilinn . Heildarnýtni beggja rása gæti orðið á bilinu 50 – 55% . Síðar meir í efnarafölum með enn hærri nýtni . Að frátalinni samrunakjarnorku, sem ekki er í augsýn, hvorki tæknilega né efnahagslega, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.