Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 16

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 16
14 Þjóðmál VETUR 2008 hún málstað Baugs og gaf sterklega til kynna að málefnalegar ástæður lægju ekki að baki rannsókn lögreglu- og skattayfirvalda á fyrir- tækinu . Hinn 1 . mars 2003 birtist fjögurra dálka for síðufyrirsögn í Fréttablaðinu: „Óttuðust af skipti forsætisráðherra .“ Reynir Traustason blaða maður var skráður fyrir fréttinni . Í opnufrétt inni í blaðinu er sagt að Davíð Oddsson hafi vitað um Jón Gerald Sullenberger áður en hann kærði Baug og gefið til kynna að Davíð hafi staðið á bakvið aðför yfirvalda að fyrirtækinu . Tölvupóstar á milli yfirmanna Baugs og ljósrit úr fundargerðum birtust á síðum Fréttablaðsins til að renna stoðum undir fréttina . Fundur Hreins Loftssonar og Davíðs í London árið áður var kallaður „leynifundur“ til að blása saknæmi í fréttina . Vitnað var í Jón Ásgeir og var hann eina munnlega heimildin sem getið var um í fréttinni . „Jón Ásgeir sagði við Fréttablaðið að hann gæti staðfest það eitt að Hreinn hefði gert stjórn Baugs grein fyrir fundinum með Davíð þar sem Jón Gerald Sullenberger hefði borið á góma .“ Orðalagið „staðfest það eitt“ átti að gefa til kynna að Jón Ásgeir hefði mest lítið kom- ið nálægt vinnslu fréttarinnar og hann væri aðeins heimildarmaður út í bæ . Til að blekkja les endur enn frekar stóð í niðurlagi frétt ar inn ar að „Hreinn Loftsson vildi í samtali við Frétta- blaðið í gær ekkert tjá sig um þessi mál“ . Jón Ásgeir er eini maðurinn sem hafði aðgang að gögnum Baugs og átti beina aðild að fréttinni með því að til hans var vitnað . Síðar kom í ljós, í hádegisfréttum RÚV 4 . mars 2003, að Hreinn Loftsson var einnig heim ildarmaður blaðsins . Tveir stjórnarmenn í almennings hluta fél - aginu Baugi, Þorgeir Baldursson og Guð- finna Bjarnadóttir, sögðu í fjölmiðlum að trúnaðarbrestur hefði orðið og sögðu sig úr stjórninni . Með afsögn sinni sendu þau skýr skilaboð um að Jón Ásgeir bæri ábyrgð á trúnaðarbrestinum . Í Fréttablaðinu 2 . maí 2003 var loks tilkynnt hverjir væru eigendur útgáfufélagsins . Auk lepp anna tveggja, Gunnars Smára ritstjóra og Ragnars Tómassonar, áttu félagið Jón Ás- geir, konan hans Ingibjörg Pálmadóttir og Jóhannes faðir hans, Árni Hauksson og viðskiptafélaginn Pálmi Haraldsson . Það var engin tilviljun að eignarhaldið var upplýst skömmu eftir að Baugur var afskráður sem almenningshlutafélag . Vorið 2004 lagði ríkisstjórnin fram frum-varp sem miðaði að því að takmarka sam þjöpp un á eignarhaldi fjölmiðla enda svo komið að hvergi á Vesturlöndum var viðlíka samþjöpp un á eignarhaldi fjölmiðla og á Íslandi . Meðferðin sem Davíð Oddsson forsætis- ráðherra fékk hjá fjölmiðlum Baugs hefur væntanlega ekki dregið úr áhuga hans á að setja lög um fjölmiðla . Einmitt vegna þess að Baugs miðlar höfðu hamast á forsætisráðherra varð það þeim auðvelt að draga upp þá mynd að fyrirhuguð lagasetning væri hefnd Davíðs . Grundvöllur frumvarpsins var nefndarstarf undir formennsku Davíðs Þórs Björgvinssonar prófessors í lagadeild Háskólans í Reykjavík . Í nefndaráliti stóð m .a . að það væri skoðun nefndarinnar „að það hljóti að teljast afar æskilegt að löggjafinn bregðist við þessu með lagasetningu, einkum þannig að settar verði reglur sem miði að því að hamla gegn óæski- legum áhrifum samþjöppunar sem þegar er til staðar á fjölmiðlamarkaði og einnig til að hamla frekari samþjöppun á þessum markaði í framtíðinni“ . Baugur beitti fjölmiðlum sínum kerfisbund- ið gegn frumvarpinu . Þar sem Baugur stjórn- aði þrem ritstjórnum (Fréttablaðið, DV og Stöð 2/Bylgjan) af sex sem daglega fluttu fréttir (hinar þrjár voru Morgunblaðið, Ríkis- útvarpið og Sjónvarpið) var yfirþyrmandi slag síða á fréttaflutningi af frumvarpinu . Til burðir þeirra miðla sem ekki voru í eigu Baugs til að fjalla á hlutlægan og sanngjarnan hátt um fjölmiðlafrumvarpið voru kaffærðir í einsleitum málflutningi Baugsmiðla .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.