Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 34

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 34
32 Þjóðmál VETUR 2008 1985 og stóð í heil 8 ár, alveg fram til 1993 þegar verð eigna tók loks að hækka á ný . Í stað þess að hagkerfið næði mjúkri lendingu eftir vöxtinn snemma á áttunda áratugnum brotlenti það . Barnalegur leikur með sápukúlur olli því að draumur breyttist í martröð . Mörg ár fóru forgörðum sem hefðu getað nýst til uppbyggingar, ef mjúk lending hefði náðst . Margt er líkt með skyldum . Ætli eigendur íslenskra banka eigi eftir að sjá eign sína gufa upp og verða afskrifaða undir lok þessa áratugar? Niðurstaðan kann að ráðast af því hvaða stefna verður rekin árin 2005 og 2006 . Glópagull – maí 2005 Lánastofnanir nálgast næstu hrinu af-skrifta, með útlánum með ófullnægjandi vaxta mun og tryggingum . Og glóparnir tala um milljarða „verðmætasköpun“ á fast eigna- markaði og hlutabréfamarkaði . Á þessum mörk uðum er engin framleiðsla og engin verð mætasköpun . Bara mat, leitt af vænti ng- um um afkomu, og stundum ofmat, glópa- gull . Flest bestu fyrirtæki landsins hafa nýlega farið í gegnum skuldsetta yfirtöku og hafa lítið eigið fé í raun . Í stað þess að vera í höndum langtímafjárfesta sem þekktu reksturinn og þraukuðu með þeim í gegnum þykkt og þunnt eru þau í höndum stórskuldugra aðila með skyndigróða í huga . Niðursveiflan kemur fyrr eða síðar . Þá verða hákarlarnir margir búnir að selja almenningi glópagullið, óbeint . Það verða lífeyrissjóðirnir sem kaupa, „af því að þetta er svo góð fjárfesting“ . Árin 1920–1929 – maí 2005 Samdráttur verður alltaf öðru hverju í heims búskapnum og hefur strax áhrif á okkar smáa, opna hagkerfi . Stórfram- kvæmdir innanlands á sama tíma mundu deyfa þau áhrif, en ekki eyða . Sem betur fer virðast góðar horfur um framhald þeirra . Ofmat eigna hefur hins vegar ekki verið sambærilegt á Vesturlöndum síðan fyrir kreppuna miklu og virðist þetta fara fram- hjá mörgum . Í Japan varð ofmat 1980– 1990, sápukúlan sprakk og hagkerfið hefur hökt síðan . Vegna samtengingar markaða veraldar - innar er hugsanlegt að þessar sápukúlur springi í næstu niðursveiflu, jafnvel í keðju- verkun, með afleiðingum sem erfitt er að sjá fyrir . Því stærri sem þær ná að verða, því verra . Ef þær springa eftir að stórframkvæmd um lýkur verðum við býsna berskjölduð . Svimandi fasteignaverð víða um heim – júlí 2005 Stundum staðnar fasteignaverð fremur en lækkar . Björtustu vonir standa til að vaxandi hagvöxtur og fjárfestingar atvinnulífsins nái að fylla í skarðið sem hægt kólnandi fasteignamarkaðir skilja eftir sig . Vaxandi kaupmáttur nái að draga uppi og byggja undir verðþróun sem áður fór fram úr öðrum hagstærðum . Það eykur líkurnar að reynt er að stýra þróuninni til betri vegar . Hins vegar felst sérstök áhætta í því að ofmats fasteigna gætir nú í fyrsta sinn víða um heim síðan fyrir kreppuna miklu . Samtenging fjármagns- og hlutabréfamarkaða veldur því að erfitt er að fullyrða að nútímaleg hagstjórn nái að koma í veg fyrir að þessar sápukúlur springi í keðjuverkun með harkalegri niðursveiflu í heimsbúskapnum . Sú staða sem nú er uppi er einfaldlega áður óþekkt og að ýmsu leyti viðsjárverð . Hliðstæður í íslenskri og amerískri hagþróun – júlí 2005 Vandséð er að okkur takist að hleypa loftinu varlega úr okkar heimatilbúnu sápukúlu nema stjórn ríkisfjármála sé sterk . Jákvæðir þættir eru þó að horfur eru á fram- haldi stórframkvæmda, og það stuðlar að sínu leyti að mjúkri lendingu hagkerfisins . Sérstak- lega jákvætt er að nýmyndun sparnaðar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.