Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 69
Þjóðmál VETUR 2008 67
Börkur Gunnarsson
Hvers vegna erum við
í Afganistan?
Innrásin í Afganistan var allt í senn; réttlætanleg, naut alþjóðlegs stuðnings og
skilnings, hafði göfug markmið og sterkan
siðferðilegan bakgrunn . Staðan í borg ara-
stríðinu í Afganistan um það leyti var sú að
tali ban ar höfðu lagt meirihluta landsins und ir
sig og eina mótspyrnan var frá Norður-banda -
lag inu sem var leitt af hinni gömlu stríðs hetju,
Massoud eða ljóninu frá Panshjir .
Tali ban ar stjórnuðu svæðum sínum af mikilli
grimmd . Kúgun kvenna var með því mesta
sem þekkist í nýlegri sögu heimsins . Þeim
var meinaður aðgangur að grunnmenntun,
þvingaðar til að hylja sig kuflum, ofurseldar
valdi feðra sinn framan af aldri áður en þær
voru gefnar í hendur nýs herra í formi eigin-
mannsins . Ofbeldið, sem þótti sjálfsagt
gagn vart kvenþjóðinni, var gegndarlaust .
En báðum kynjum haldið í greipum óttans .
Hvert lítið hliðarspor frá túlkun talibana á
Kór aninum gat leitt til aftöku . Sama þótt um
jafn sakleysislega hluti og tónlist eða skriftir
væri að ræða . Hatur þeirra á einhverju öðru
en íslam var svo stækt að þeir settu sprengjur
að mestu menningarverðmætum Afgana,
hinum risastóru búddastyttum sem gnæfðu
yfir Bamiyan . Í eitt þúsund og fimm hundruð
ár höfðu stytturnar gnæft yfir dalinn sem eitt
af undrum veraldar . Sem tákn um ást og þrá
manna eftir fegurð hins guðdómlega . Þús-
undir manna höfðu lagt hönd að byggingu
lista verksins, hversu margir fórnuðu lífi sínu
við að skapa þetta undur er ókunnugt . En það
bar fegurðarþrá mannkynsins, auðmýkt þess
og löngun til að vinna á hinu illa í sjálfu sér
sterkt vitni . Undir augum styttnanna höfðu
herir Breta farið og jafnvel barbarískir herir
Djengis Khans með eldi og brennisteini .
En allir þeir barbarar sem framhjá höfðu
farið hlífðu styttunum þangað til kom að
talibönunum . Afganskir barbarar sem réðust
að merkustu menningarverðmætum sinnar
eigin þjóðar voru stjórnendur hennar .
En það var ekki bara eldur og ógnir sem
talibanar færðu þegnum sínum . Hin barbar-
íska ógnarstjórn þeirra færði Afgönum öryggi .
Svo framarlega sem konur héldu kjafti, eign-
uðust börn, létu ekki nauðga sér, sýndu ekki
svo mikið sem augun í sér á almannafæri og
sóttust ekki eftir því að fræðast eða menntast
þá voru þær nokkuð öruggar . Sama gilti um
karl menn að ef þeir fylgdu ströngum lögum
tali bana þá voru þeir nokkuð öruggir . Eftir
tuttugu og fimm ára borgarastríð var þrá
landsmanna eftir öryggi orðin það mikil að
þeir voru tilbún ir til að fórna flestu fyrir það .
En Talibanar veittu fleirum öryggi en þegnum
sínum . Tali banar héldu verndarhendi yfir al-
Kaída sem fékk árum saman að starfrækja
búðir fyrir hryðju verkamenn í landi þeirra . Þeir
lokkuðu til sín þúsundir múslima og fóðruðu
þá á hatri á Vesturlöndum, skýrðu út fyrir þeim
göfgi þess að drepa saklaust fólk og þjálfuðu
þá í meðferð sprengjuefna, hríðskotabyssna og