Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 65

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 65
 Þjóðmál VETUR 2008 63 og útibúum hans, eða að jafnaði um 1 .000 verk . (Til að setja það í samhengi þá nær Listasafn Íslands ekki að sýna 1 .000 verk á öllum sýningum ársins .) Haldnar voru fjölmargar sýningar og kynningar á verkunum í bankanum og listfræðingur leiddi almenning um húsakynnin til að kynna verkin . Verkunum var vel við haldið og þau voru iðulega lánuð á sýningar, bæði hérlendis og erlendis . Að mínum dómi var unnið frábært starf í Landsbankanum hvað varðar listaverkasafn hans, vöxt þess og viðgang . Í hinum bönkunum var ekki unnið jafn markvisst og í Landsbankanum, en samt má fullyrða að almenningur hafði betri aðgang að verkunum þar, heldur en ef þau hefðu verið í vörslu listasafnsins . Kaupþing festi kaup á þó nokkrum fjölda verka, en mun hafa selt önnur verk, jafnvel lykilverk sumra höfunda og er það skrifara ekki að skapi . Safn Kaupþings er samt sem áður mjög gott og þar eru mörg frábær verk . Listaverkasafn Glitnis er slappast og þar eru færri lykilverk en í hinum bönkunum . Líklegast hefur verkum fækkað þar á síðustu árum . Meðal annars gaf bankinn Barnaspítala Hringsins fjölda verka, sem auðvitað var góðra gjalda vert . Nú þarf að hugsa flesta hluti upp á nýtt og mikilvægt er að ekki verði rasað að neinu . Fljótt á litið eru að dómi skrifara fjórir kostir í stöðunni: 1 . Láta listaverkin áfram vera í óbreyttri eigu bankanna, án nokkurra skilyrða . 2 . Afhenda þau Listasafni Íslands til varð- veislu . 3 . Selja þau . 4 . Láta bankana áfram varðveita verkin með því skilyrði að þau verði höfð til sýnis í bönkunum, aðgengileg almenningi og lánuð á sýningar þegar þurfa þykir . Að dómi skrifara er síðasti kosturinn sá besti í stöðunni . Að hans dómi er fráleitt að afhenda Listasafni Íslands verkin til varðveislu við núverandi aðstæður safnsins, þó auðvitað komi til álita að þau verði í formlegri umsjá, jafnvel eigu safnsins . Sé ætlunin að sem flestir njóti verkanna er tvímælalaust skynsamlegast að hafa þau áfram í bönkunum . Það má gera með einhverjum skilyrðum um eignarhald, varðveislu, sýningar og áframhaldandi vöxt safnanna . Sala á þeim kemur varla til greina . Nú þegar svona er komið geta menn borið saman og metið í rólegheitum hina ýmsu kosti . Að dómi undirritaðs þarf þó strax að gæta hagsmuna almennings og ríkisins í þessum málum sem öðrum . Til dæmis má spyrja; hvað verður um verk sem eru í eigu bankanna erlendis? Best væri að koma þeim í íslensku sendiráðin, sé það hægt og löglegt . Þá á strax að gera stjórnum bankanna fullkomlega ljóst að verkin eigi að vera áfram í bönkunum og þau eigi ekki að selja, það megi ekki gefa þau eða ráðstafa þeim á nokkurn hátt, þangað til annað verður ákveðið . Skrifari ætlar að lokum að setja fram þá hugmynd að húsakynnum Landsbankans við Austurstræti verði breytt í listasafn . Það yrði góð umgjörð um Listasafn Íslands . Það er líka spurning hvort þjóðin þurfi ekki frekar á góðu listasafni að halda en banka .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.