Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 65
Þjóðmál VETUR 2008 63
og útibúum hans, eða að jafnaði um 1 .000
verk . (Til að setja það í samhengi þá nær
Listasafn Íslands ekki að sýna 1 .000 verk
á öllum sýningum ársins .) Haldnar voru
fjölmargar sýningar og kynningar á verkunum
í bankanum og listfræðingur leiddi almenning
um húsakynnin til að kynna verkin . Verkunum
var vel við haldið og þau voru iðulega lánuð
á sýningar, bæði hérlendis og erlendis .
Að mínum dómi var unnið frábært starf í
Landsbankanum hvað varðar listaverkasafn
hans, vöxt þess og viðgang .
Í hinum bönkunum var ekki unnið jafn markvisst og í Landsbankanum, en samt má
fullyrða að almenningur hafði betri aðgang að
verkunum þar, heldur en ef þau hefðu verið í
vörslu listasafnsins . Kaupþing festi kaup á þó
nokkrum fjölda verka, en mun hafa selt önnur
verk, jafnvel lykilverk sumra höfunda og er það
skrifara ekki að skapi . Safn Kaupþings er samt
sem áður mjög gott og þar eru mörg frábær
verk . Listaverkasafn Glitnis er slappast og þar
eru færri lykilverk en í hinum bönkunum .
Líklegast hefur verkum fækkað þar á síðustu
árum . Meðal annars gaf bankinn Barnaspítala
Hringsins fjölda verka, sem auðvitað var góðra
gjalda vert .
Nú þarf að hugsa flesta hluti upp á nýtt og mikilvægt er að ekki verði rasað að
neinu . Fljótt á litið eru að dómi skrifara fjórir
kostir í stöðunni:
1 . Láta listaverkin áfram vera í óbreyttri
eigu bankanna, án nokkurra skilyrða .
2 . Afhenda þau Listasafni Íslands til varð-
veislu .
3 . Selja þau .
4 . Láta bankana áfram varðveita verkin
með því skilyrði að þau verði höfð til sýnis
í bönkunum, aðgengileg almenningi og
lánuð á sýningar þegar þurfa þykir .
Að dómi skrifara er síðasti kosturinn sá besti í
stöðunni . Að hans dómi er fráleitt að afhenda
Listasafni Íslands verkin til varðveislu við
núverandi aðstæður safnsins, þó auðvitað
komi til álita að þau verði í formlegri umsjá,
jafnvel eigu safnsins .
Sé ætlunin að sem flestir njóti verkanna er
tvímælalaust skynsamlegast að hafa þau áfram
í bönkunum . Það má gera með einhverjum
skilyrðum um eignarhald, varðveislu, sýningar
og áframhaldandi vöxt safnanna . Sala á þeim
kemur varla til greina .
Nú þegar svona er komið geta menn borið saman og metið í rólegheitum hina
ýmsu kosti . Að dómi undirritaðs þarf þó strax
að gæta hagsmuna almennings og ríkisins
í þessum málum sem öðrum . Til dæmis má
spyrja; hvað verður um verk sem eru í eigu
bankanna erlendis? Best væri að koma þeim í
íslensku sendiráðin, sé það hægt og löglegt .
Þá á strax að gera stjórnum bankanna
fullkomlega ljóst að verkin eigi að vera áfram í
bönkunum og þau eigi ekki að selja, það megi
ekki gefa þau eða ráðstafa þeim á nokkurn
hátt, þangað til annað verður ákveðið .
Skrifari ætlar að lokum að setja fram þá
hugmynd að húsakynnum Landsbankans við
Austurstræti verði breytt í listasafn . Það yrði
góð umgjörð um Listasafn Íslands . Það er líka
spurning hvort þjóðin þurfi ekki frekar á góðu
listasafni að halda en banka .