Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 72

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 72
70 Þjóðmál VETUR 2008 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Í þjálfunarbúðum byltingarmanna Íslendingar í Lenínskólanum og Vesturskólanum í Moskvu Íbók Þórs Whiteheads um Kommúnista-hreyfi nguna á Íslandi 1921–1934 eru taldir upp fimmtán Íslendingar, sem eiga að hafa verið í leynilegum flokksskólum Kominterns í Moskvu árin milli stríða: Aðalbjörn Pétursson, Andrés Straumland, Angantýr Guðmunds- son, Ásgrímur Albertsson, Dýrleif Árnadóttir, Eggert Þorbjarnarson, Hallgrímur Hallgríms- son, Helgi Guðlaugsson, Jens Figved, Kristján Júl íusson, Lilja Halblaub, Skafti Einarsson, Stein grímur Aðalsteinsson, Stefán Pjetursson og Þóroddur Guðmundsson .1 Heimildir Þórs voru aðallega samtöl við gamla kommúnista, en einnig er minnst á Moskvudvöl einhverra þessara manna á prenti . Var vel af sér vikið að afla upplýsinga um svo margt fólk án aðgangs að skjalasafni Kominterns í Moskvu, en bók Þórs kom út 1979 . Þegar safn Kominterns 1 Þór Whitehead: Kommúnistahreyfingin á Íslandi 1921- 1934, Reykjavík, 1979, bls . 55 . Ég þakka dr . Arnóri Hannibalssyni prófessor, Ólafi Grími Björnssyni lækni og Snorra G . Bergssyni sagnfræðingi fyrir margvíslegar upplýsingar og ábendingar vegna þessarar ritgerðar . Skammstafanir eiga allar að vera augljósar (Mbl. er t . d . Morgunblaðið), og stafsetning er samræmd, nema annað sé tekið fram . opn aðist eftir hrun Ráðstjórnarríkjanna 1991, bætti Jón Ólafsson, sem kannaði skjöl í Moskvu og skrifaði um flokksskólana þar, við nöfnum fjögurra nemenda, Eyjólfs Árna sonar, Guðrúnar Rafnsdóttur, Jafets Ottós sonar og Haralds Bjarnasonar,2 en einnig höfðu Benja- mín Eiríksson og Ásgeir Blöndal Magn ús- son skýrt frá því opinberlega, að þeir hefðu verið á slíkum skólum .3 Hér verða nefndir þrír nemendur aðrir í þessum leyniskólum í Moskvu, Hjalti Árnason, Jóhannes Jósepsson og Elísabet Eiríksdóttir, en heimildir um þau höfðu farið fram hjá Jóni Ólafssyni, þótt til- tækar væru . Einnig skulu lögð fram gögn um það, að Aðalbjörn Pétursson hafi ekki gengið í neinn skóla Kominterns í Moskvu . Er þá alls vitað um 23 Íslendinga í þessum leyniskólum . 2 Jón Ólafsson: „Í læri hjá Komintern,“ Ný saga, 9 . árg . (1997), bls . 4-15; Jón Ólafsson: Kæru félagar, Reykjavík 1999 . Áður hafði Árni Snævarr skrifað nokkuð um flokksskólana í bókinni Liðsmenn Moskvu, Reykjavík 1992, í ljósi þeirra skjala, sem Jón hafði aflað í Moskvu . 3 Benjamín segir frá skólavist sinni og minnist á Ásgeir Blöndal í bókinni Benjamín H. J. Eiríksson í stormum sinnar tíðar, Reykjavík 1996, sem ég skrásetti, en sjálfur hafði Ásgeir Blöndal greint frá skólavistinni í Moskvu í Æviskrám MA-stúdenta, 1 . b ., Reykjavík 1988, bls . 358-9 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.