Þjóðmál - 01.12.2008, Page 72

Þjóðmál - 01.12.2008, Page 72
70 Þjóðmál VETUR 2008 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Í þjálfunarbúðum byltingarmanna Íslendingar í Lenínskólanum og Vesturskólanum í Moskvu Íbók Þórs Whiteheads um Kommúnista-hreyfi nguna á Íslandi 1921–1934 eru taldir upp fimmtán Íslendingar, sem eiga að hafa verið í leynilegum flokksskólum Kominterns í Moskvu árin milli stríða: Aðalbjörn Pétursson, Andrés Straumland, Angantýr Guðmunds- son, Ásgrímur Albertsson, Dýrleif Árnadóttir, Eggert Þorbjarnarson, Hallgrímur Hallgríms- son, Helgi Guðlaugsson, Jens Figved, Kristján Júl íusson, Lilja Halblaub, Skafti Einarsson, Stein grímur Aðalsteinsson, Stefán Pjetursson og Þóroddur Guðmundsson .1 Heimildir Þórs voru aðallega samtöl við gamla kommúnista, en einnig er minnst á Moskvudvöl einhverra þessara manna á prenti . Var vel af sér vikið að afla upplýsinga um svo margt fólk án aðgangs að skjalasafni Kominterns í Moskvu, en bók Þórs kom út 1979 . Þegar safn Kominterns 1 Þór Whitehead: Kommúnistahreyfingin á Íslandi 1921- 1934, Reykjavík, 1979, bls . 55 . Ég þakka dr . Arnóri Hannibalssyni prófessor, Ólafi Grími Björnssyni lækni og Snorra G . Bergssyni sagnfræðingi fyrir margvíslegar upplýsingar og ábendingar vegna þessarar ritgerðar . Skammstafanir eiga allar að vera augljósar (Mbl. er t . d . Morgunblaðið), og stafsetning er samræmd, nema annað sé tekið fram . opn aðist eftir hrun Ráðstjórnarríkjanna 1991, bætti Jón Ólafsson, sem kannaði skjöl í Moskvu og skrifaði um flokksskólana þar, við nöfnum fjögurra nemenda, Eyjólfs Árna sonar, Guðrúnar Rafnsdóttur, Jafets Ottós sonar og Haralds Bjarnasonar,2 en einnig höfðu Benja- mín Eiríksson og Ásgeir Blöndal Magn ús- son skýrt frá því opinberlega, að þeir hefðu verið á slíkum skólum .3 Hér verða nefndir þrír nemendur aðrir í þessum leyniskólum í Moskvu, Hjalti Árnason, Jóhannes Jósepsson og Elísabet Eiríksdóttir, en heimildir um þau höfðu farið fram hjá Jóni Ólafssyni, þótt til- tækar væru . Einnig skulu lögð fram gögn um það, að Aðalbjörn Pétursson hafi ekki gengið í neinn skóla Kominterns í Moskvu . Er þá alls vitað um 23 Íslendinga í þessum leyniskólum . 2 Jón Ólafsson: „Í læri hjá Komintern,“ Ný saga, 9 . árg . (1997), bls . 4-15; Jón Ólafsson: Kæru félagar, Reykjavík 1999 . Áður hafði Árni Snævarr skrifað nokkuð um flokksskólana í bókinni Liðsmenn Moskvu, Reykjavík 1992, í ljósi þeirra skjala, sem Jón hafði aflað í Moskvu . 3 Benjamín segir frá skólavist sinni og minnist á Ásgeir Blöndal í bókinni Benjamín H. J. Eiríksson í stormum sinnar tíðar, Reykjavík 1996, sem ég skrásetti, en sjálfur hafði Ásgeir Blöndal greint frá skólavistinni í Moskvu í Æviskrám MA-stúdenta, 1 . b ., Reykjavík 1988, bls . 358-9 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.