Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 10
8 Þjóðmál VETUR 2008
vitnað sé í markmið EES-samningsins . Til að
ná þessum markmiðum skyldi innleiða hér hið
svonefnda fjórfrelsi, það er frjálsa vöru flutninga,
frjálsa fólksflutninga, frjálsa þjónustu starf semi
og frjálsa fjármagnsflutninga .
Í krafti þessa sóttu íslensk fyrirtæki fram á
evrópskum markaði . Þeim varð svo mikið um
frelsið, að helst minnti á, þegar kúm er að vori
hleypt úr fjósi, að lokinni langri vetrarbið eftir
birtu og frelsi sumarsins . Kúasmölum tekst
ekki að hafa neinn hemil á þeim, þótt þeir
gjarnan vildu .
Eftir bankahrunið hefur enginn lagt til,
að EES-samningnum verði sagt upp, til
að setja íslensk fyrirtæki á sinn gamla bás .
Þvert á móti verður þess helst vart, að gengið
skuli lengra á sömu braut og framselt meira
vald til sameiginlegrar ákvörðunar með
Evrópuríkjum, það er með inngöngu í Evrópu-
sambandið (ESB) . Í þeirri afstöðu felst ekki
neitt hugmyndafræðilegt uppgjör eða fráhvarf
frá markaðshyggju .
Ég hef áður hér á þessum stað rætt þann
vanda, sem að íslensku fjármálakerfi steðjar
vegna gjaldmiðilsins . Í Þjóðmálum hafa einnig
birst greinar fræðimanna til stuðnings því, að
krónunni yrði skipt út fyrir annan gjaldmiðil .
Síðastliðið sumar benti ég á þá staðreynd,
að ESB hefur heimild til að semja við þriðju
ríki um samstarf í gjaldmiðilsmálum . Vegna
þeirrar ábendingar var ég meðal annars
kallaður fyrir þá Evrópunefnd, sem nú starfar
fyrir ríkisstjórnina . Þar lýsti ég þeirri skoðun,
að mótuðu íslensk stjórnvöld ekki nýja
gjaldmiðilsstefnu gerðist ekkert . Ef ákvörðun
yrði á hinn bóginn tekin um einhliða
upptöku annars gjaldmiðils eða viðræður við
ESB um gjaldmiðilsmál, væri um pólitískt
viðfangsefni að ræða . Að mínu viti væri það
til marks um lítið álit á íslenskum bönkum
og fjármálafyrirtækjum í Evrópu, ef ekki yrði
unnt að finna sameiginlega lausn á þessu máli
með ESB . Evrópunefndin fór skömmu síðar
til Brussel og sagði valdamenn þar ekki vilja
hlusta á neitt svona tal!
Fyrir því má færa gild rök, að aðild Íslands
að EES án samstarfs við ESB í gjaldmiðilsmál-
um hafi ráðið miklu um getuleysi íslenska fjár-
málakerfisins andspænis ofvexti bank anna . Á
hinn bóginn hefur verið blásið á öll rök fyrir
einhliða upptöku annars gjaldmiðils eða fyrir
viðræðum við ESB um gjaldmiðlasamstarf . Í
sinni einföldustu mynd hefur svarið verið á
þennan veg: Þeir vilja þetta ekki í Brussel!
Percy Westerlund, sendiherra ESB á Íslandi
með búsetu í Ósló, hefur verið fremstur í
flokki þeirra, sem virðast jafnvel líta á það
sem móðgun við ESB, að Íslendingum detti
í hug að taka upp evru, án þess að vera í ESB .
Honum hefur gengið það helst til að knýja
Íslendinga til að sækja um ESB-aðild . Eftir
bankahrunið á Íslandi flutti hann fyrirlestur í
háskólanum í Ósló og taldi ekki óhugsandi,
að Íslendingar sæktu um aðild að ESB fyrir jól
2008 og yrðu komnir inn árið 2010 . Ísland
þyrfti að ná efnahagslegum stöðugleika, hann
fengist með evrunni að mati sendiherrans, og
evran krefðist ESB-aðildar .
Þessi lýsing á afstöðu ESB-sendiherrans birt-
ist hinn 20 . nóvember, 2008, í norska blaðinu
Aftenposten grein eftir Janne Haaland Matlary,
prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í
Ósló, undir fyrirsögninni: Hvað þýðir það fyrir
Noreg ef Ísland gengur í ESB? Prófessorinn
segir, að mótmælt sé í þágu ESB-aðildar í
Reykjavík, 70% þjóðarinnar vilji í ESB, Geir
H . Haarde forsætisráðherra hafi skipað nefnd,
sem ljúka eigi störfum á skömmum tíma,
svo að stjórnmálamenn geti fótað sig á nýrri
stefnu, ríkisstjórnin sé svo óvinsæl, að hún
eigi sér fátt til bjargar, og ESB sé neyðarhöfn
í ofviðrinu .
Í greininni er spurt, hvað leiða muni af ís -
lenskri aðildarumsókn . Rætt verði um fisk
í samningaviðræðunum og ESB verði með
skýrar kröfur af sinni hálfu, sem muni fljótt
hafa áhrif á norska fiskveiðihagsmuni . Íslend-
ingar muni semja frá „dödens posisjon“,
hvorki meira né minna, af því að þeir séu í
raun gjaldþrota . Samningsniðurstaðan muni
endurspegla þetta, jafnvel þótt Íslendingar
njóti mikillar samúðar í Brussel .
Fljúgðu í gegnum námið með ThinkPad
Fislétt, öflug og hagkvæm
NÝHERJI hf. sími 569 7700 www.nyherji.is
ThinkPad fartölva er frábær kostur fyrir skólafólk. Hún er nett, létt og ótrúlega
öflug. Allt að 5 klukkustunda rafhlöðuending, skarpur skjár og vefmyndavél. Góð
afköst á frábærum kjörum.
ThinkPad fartölvur eru hugsaðar fyrir kröfuharða notendur. Yfirburðatækni, gæði, lág
bilanatíðni og öryggi eru í fyrirrúmi. ThinkPad fartölvur hafa unnið til 1200 verðlauna á
heimsvísu fyrir hönnun og virkni. Skoðaðu ThinkPad í verslun Nýherja, Borgartúni 37, og hjá
söluaðilum um land allt.
LENGRI
RAFHLÖÐUENDINGFALLVÖRN
GAGNABJÖRGUN
MEÐ EINUM TAKKA
VÖKVAÞOLIÐ OG
UPPLÝST LYKLABORÐ
INNBYGGÐ
VEFMYNDAVÉL