Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 42

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 42
40 Þjóðmál VETUR 2008 allt frá því stjórnarskráin var sett og hún fengið viðurkenningu í settum lögum eða venju, ætti sú valdheimild að standa . Sama sé að segja um réttindi og frelsi sem menn telji að njóta eigi verndar; hafi þau ekki gert það í sögulegum skilningi verði ekki fallist á kröfur um slíkt . Vilji menn veita þess háttar réttindum vernd þurfi að breyta stjórnarskránni eða auka við hana . II Scalia hafnar kenningum þeirra sem halda fram svonefndum „lifandi“ eða „fram- sæknum“ skýringum á stjórnarskránni . Í þeim felst það viðhorf að dómstólum sé heimilt að telja efni stjórnarskrárinnar breytast frá einum tíma til annars í því skyni að uppfylltar verði kröfur tíðarandans, eins og meirihluti manna á hverjum tíma skynjar þær . Með slíkum skýringum telur hann dómstóla taka sér vald sem þeir hafi ekki . Stjórnarskrá sé ætlað að veita borgurum vernd gegn misbeitingu opinbers valds, þar á meðal af hálfu þeirra sem fara með meirihlutavald á hverjum tíma . Það sé andstætt þessum tilgangi hennar að telja að dómstólar megi breyta merkingu ákvæða stjórnarskrárinnar eftir því hvernig vindar blási . Með því að beita slíkum aðferðum í dómsýslunni séu menn í raun og veru að vinna á þeirri vernd sem í stjórnarskránni felist, því þar séu borgarar einmitt verndaðir gegn ríkjandi meirihluta hvers tíma . Það sé líka hlutverk lýðræðislega kjörinna fulltrúa en ekki æviskipaðra dómara að breyta gildandi reglum . Til þess hafi þeir ekki umboð . Í reynd sé starfsemi þessara „aktífu“ dómara andlýðræðisleg, því þeir þurfi ekki að standa þjóðinni nein reikningsskil á meðferð sinni á því valdi sem þeir hafi tekið sér með þessum hætti . Hann hefur oft í atkvæðum sínum í dómsmálunum skrifað hvassa gagnrýni á starfsystkini sín við réttinn af því tilefni að þau hafi tekið sér slíkt vald . Scalia bendir á að mönnum sé ætlað að hlýða lagareglunum . Hlutverk almennra laga reglna, sem breytist ekki nema þeim sé breytt af réttum aðila og birtar almenningi áður en þær öðlist gildi, sé meðal annars að gera mönnum kleift að sjá fyrir réttarverkanir hátt semi sinnar, ekki síst að geta áttað sig á því fyrirfram hvaða háttsemi sé þeim heimil . Þetta sé nauðsynlegt til að tryggja réttaröryggi manna . Almennar reglur séu líka til þess fallnar að tryggja jafnræði borgara gagnvart lögum . Þeir þurfi þá ekki að treysta á að hagsmunir þeirra falli í kramið hjá sitjandi dómurum hvers tíma eða falli að almenningsáliti á þeim tíma sem á reynir . Meðal þess sem Scalia hefur lagt áherslu á er að dómstólum beri að virða meginreglur stjórnarskrár um skiptingu valds milli handhafa framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds . Þá telur hann reglur um skiptingu valds milli ríkja í Bandaríkjunum og alríkisstjórnarinnar einnig skipta miklu máli . Hann segir einfaldlega að sérhver hand- hafi opinbers valds fari með það vald sem stjórn arskráin ætli honum, hvorki meira né minna . Hann telur þessa valdskiptingu jafnvel þýð ingarmeiri fyrir vernd einstaklingsbund- inna réttinda heldur en ákvæðin í þeim kafla stjórnarskrárinnar sem verndar mannréttindi (Bill of Rights) . Segja má að hugmyndir Scalia um túlk un laganna og verkaskiptingu stofnana þjóð- félagsins einkennist mjög af meginreglunni um lýðræði . Hann bendir á að ekki sé þörf á rit aðri stjórnarskrá, með sérstakri vernd fyrir tiltekin réttindi, til að tryggja framgang ríkjandi gilda í þjóðfélaginu . Almennar kosningar sjái um það . Stjórnarskránni sé þvert á móti ætlað það hlutverk að vernda sérstök gildi fyrir tilfallandi viðhorfum meirihluta manna á hverjum tíma . Sú starfsemi dómstóla, sem ekki þurfi að standa almenningi reikningsskil gjörða sinna eins og löggjafinn þurfi að gera, að auka nýjum réttindum við í stjórnarskrána, feli það í sér að lýðræðislegur meirihluti hvers tíma geti ekki lengur ráðið skipan mála á viðkomandi sviði . Vilji menn afla réttindum slíkrar verndar verði þeir að fara þá leið sem stjórnskipunin gerir ráð fyrir og breyta stjórnarskránni .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.