Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 59

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 59
 Þjóðmál VETUR 2008 57 Þegar bankahrunið dundi yfir í byrjun október og Geir Haarde forsætisráðherra hélt sinn fyrsta eftirmiðdags-fréttafund var ég heima í stofu og stóð frammi fyrir því að velja á milli þess að hlusta á Geir eða hlýða dóttur minni Ástu Kristínu yfir kvæðið Ísland eftir Jónas Hallgrímsson . Valið var ekki erfitt, ég valdi Ísland . Saga peninga er löng og merkileg saga sem samtvinnast örlögum manna í gegn um aldirnar . Stríð og deilur byrja vegna pen inga og stríð og deilur leysast vegna viðskipta hags- muna og peninga . Það er ekki lengra síðan en það, að hann langafi minn blessaður sem fæddur var í Helgafellssveitinni og var bóndi alla ævi á Fellsströnd telst til þeirra fyrstu sem fengu laun fyrir sína vinnu . Hann fór á vertíð vestur á firði og vann fyrir pen ingum sem hann gat greitt sína fyrstu jörð með . Peningar fela í sér frelsi til athafna og menn geta jafnvel keypt sér veraldlegt frelsi . Mér er alltaf minnisstætt þegar ég kom til Flórens á Ítalíu fyrst á árunum upp úr 1990 . Það var á þeim árum sem ferðatékkar voru notaðir og ég þurfti nauðsynlega að skipta einum slíkum . Afgreiðslan á hótelinu sagði mér til vegar og út fór ég með ferðatékkann og viti menn, ég stóð fyrir framan fagurlega skreyttan inngang með mikilli eikarhurð . Inni var marmarasleginn banki í hólf og gólf . Ég horfði á dyrnar og augu mín horfðu upp og þar blasti við lógóið: „Bank di Napoli 1492“ . Þetta var andartakið sem mér vitraðist hver staða sniðugu strákanna á Íslandi var og yrði . Þeir myndu aldrei hafa menningarlegt og siðferðilegt þrek til að komast í gegn um það erfiða reynslupróf að verða nýríkir nema með miklum þrautum . Enski fjármálamarkaðurinn er mörg hundr- uð ára gamall og þar eru gamlar ættir sem eru það sem kalla má ríkar . Fyrir þá sem ekki vita er fyrsta teiknimyndasaga Vestur landa oft tal in vera „Rake´s Progress“ (stundum kölluð Ferill flottræfils) eftir William Hogart sem var enskur mynd listarmaður (1697–1764) . Það er vandasamt að vera ríkur og í gegnum þá þjáningu og þroska hafa Bretar gengið í aldir . Þeir hafa þurft að horfast í augu við breyskleika sinn með spegli pening anna . Ég vann í hlutastarfi á fréttastofu í vel yfir tuttugu ár . Vegna starfs míns öðlaðist ég töluverða þekkingu á mönnum og málefnum bæði innan og utan fréttastofunnar . Ég vann við framsetningu á fréttum, t .d . við gerð línu - rita og landakorta og gerði ýmsar töflur með töl um og táknum . Á þessum árum vann ég við hlið ina á mörg um góðum og misgóðum frétta- mönn um . Á frétta stofunni hefur í gegnum árin verið mikil starfs mannavelta, margir komið og farið eins og gengur, misjafnir eru jú sauð irnir . Þegar ég lít til baka og skoða hug minn í ljósi þeirrar umræðu sem oft fór fram á frétta- stofunni áttaði ég mig fljótlega á því að ég var hægri maður með frjálslyndar skoð anir . Hef síðan reynt að átta mig á kjarna hvers máls út frá eigin reynslu og þekkingu . Pjetur Stefánsson Hlutabréf í sólinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.