Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 59
Þjóðmál VETUR 2008 57
Þegar bankahrunið dundi yfir í byrjun október og Geir Haarde forsætisráðherra
hélt sinn fyrsta eftirmiðdags-fréttafund var ég
heima í stofu og stóð frammi fyrir því að velja
á milli þess að hlusta á Geir eða hlýða dóttur
minni Ástu Kristínu yfir kvæðið Ísland eftir
Jónas Hallgrímsson . Valið var ekki erfitt, ég
valdi Ísland .
Saga peninga er löng og merkileg saga
sem samtvinnast örlögum manna í gegn um
aldirnar . Stríð og deilur byrja vegna pen inga
og stríð og deilur leysast vegna viðskipta hags-
muna og peninga . Það er ekki lengra síðan
en það, að hann langafi minn blessaður sem
fæddur var í Helgafellssveitinni og var bóndi
alla ævi á Fellsströnd telst til þeirra fyrstu sem
fengu laun fyrir sína vinnu . Hann fór á vertíð
vestur á firði og vann fyrir pen ingum sem
hann gat greitt sína fyrstu jörð með . Peningar
fela í sér frelsi til athafna og menn geta jafnvel
keypt sér veraldlegt frelsi .
Mér er alltaf minnisstætt þegar ég kom til
Flórens á Ítalíu fyrst á árunum upp úr 1990 .
Það var á þeim árum sem ferðatékkar voru
notaðir og ég þurfti nauðsynlega að skipta
einum slíkum . Afgreiðslan á hótelinu sagði mér
til vegar og út fór ég með ferðatékkann og viti
menn, ég stóð fyrir framan fagurlega skreyttan
inngang með mikilli eikarhurð . Inni var
marmarasleginn banki í hólf og gólf . Ég horfði
á dyrnar og augu mín horfðu upp og þar blasti
við lógóið: „Bank di Napoli 1492“ . Þetta var
andartakið sem mér vitraðist hver staða sniðugu
strákanna á Íslandi var og yrði . Þeir myndu
aldrei hafa menningarlegt og siðferðilegt þrek
til að komast í gegn um það erfiða reynslupróf
að verða nýríkir nema með miklum þrautum .
Enski fjármálamarkaðurinn er mörg hundr-
uð ára gamall og þar eru gamlar ættir sem eru
það sem kalla má ríkar . Fyrir þá sem ekki vita
er fyrsta teiknimyndasaga Vestur landa oft
tal in vera „Rake´s Progress“ (stundum kölluð
Ferill flottræfils) eftir William Hogart sem
var enskur mynd listarmaður (1697–1764) .
Það er vandasamt að vera ríkur og í gegnum
þá þjáningu og þroska hafa Bretar gengið í
aldir . Þeir hafa þurft að horfast í augu við
breyskleika sinn með spegli pening anna .
Ég vann í hlutastarfi á fréttastofu í vel yfir tuttugu ár . Vegna starfs míns öðlaðist ég
töluverða þekkingu á mönnum og málefnum
bæði innan og utan fréttastofunnar . Ég vann
við framsetningu á fréttum, t .d . við gerð línu -
rita og landakorta og gerði ýmsar töflur með
töl um og táknum . Á þessum árum vann ég við
hlið ina á mörg um góðum og misgóðum frétta-
mönn um . Á frétta stofunni hefur í gegnum árin
verið mikil starfs mannavelta, margir komið og
farið eins og gengur, misjafnir eru jú sauð irnir .
Þegar ég lít til baka og skoða hug minn í ljósi
þeirrar umræðu sem oft fór fram á frétta-
stofunni áttaði ég mig fljótlega á því að ég var
hægri maður með frjálslyndar skoð anir . Hef
síðan reynt að átta mig á kjarna hvers máls út
frá eigin reynslu og þekkingu .
Pjetur Stefánsson
Hlutabréf í sólinni