Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 43

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 43
 Þjóðmál VETUR 2008 41 III Greina má framangreind grunnviðhorf Antonins Scalia sem rauðan þráð í gegnum atkvæði sem hann hefur skrifað og átt aðild að í Hæstarétti Bandaríkjanna . Nefna mætti fjölmörg dæmi . Hér verður að láta sitja við að nefna þrjú, sem hvert með sínum hætti sýnir hvernig grunnhugmyndir Scalia birtast í dómstarfi hans . a Í fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar er kveðið á um vernd tjáningarfrelsis . Ákvæðið hvíldi á sínum tíma á þeirri hugsun að veita yrði borgurum víðtækan rétt til að tjá sig um hvers kyns skoðanir sínar . Að öðrum kosti gætu ekki átt sér stað þær rökræður sem gerðu mönnum kleift að velja þann kost sem þeir álitu bestan . Til þessa réttar heyrði óhjákvæmilega réttur til að gagnrýna ríkjandi valdhafa hverju sinni og tjá andstöðu sína við þá . Meðal aðferða sem sumir tóku upp til að tjá slíka andstöðu var að brenna þjóðfána Bandaríkjanna . Þjóðþingið brást við þessu með lagasetningu árið 1989 (The Flag Protection Act) . Ásamt fjórum öðrum dómurum við Hæstarétt komst Scalia að þeirri niðurstöðu að þessi lagasetning bryti gegn reglunni um tjáningarfrelsi í fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar . b Hæstiréttur hafði í dómi árið 1986 komist að þeirri niðurstöðu að réttur fólks af sama kyni til kynmaka hvað við annað væri ekki varinn af stjórnarskránni, einfaldlega vegna þess að hún nefndi ekki slíkan rétt . Þar að auki styddist slíkur réttur ekki við hefðbundin viðhorf í Bandaríkjunum . Raunar hefði háttsemi af þessu tagi beinlínis verið refsiverð í öllum ríkjum Bandaríkjanna fram til ársins 1961 . Sautján árum seinna (2003) reyndi aftur á þetta í málinu Lawrence gegn Texas . Nú sagði meirihluti Hæstaréttar einfaldlega „það var þá, þetta er núna“ . Réttur samkynhneigðra til kynmaka hver við annan var talinn varinn af stjórnarskránni . Hin „lifandi stjórnarskrá“ hafði greinilega „þroskast“ . Scalia var vitaskuld ósammála þessari meðferð á stjórnarskránni . Afstaða hans er sú að til að breyta stjórnarskrá þurfi að beita þeirri aðferð sem stjórnarskráin sjálf kveður á um . Það er vert fyrir lesendur að veita því athygli að Scalia tekur ekki afstöðu til þeirrar háttsemi sem um ræðir í málinu, enda telur hann að persónuleg afstaða dómara til málefnis sem um er deilt hafi ekki þýðingu þegar leyst er úr því hvort tiltekin réttindi njóti verndar stjórnarskrár . Sjónarmið hans lúta aðeins að því að ákvörðun um þetta heyri undir handhafa löggjafarvalds þar til stjórnarskrá hefur verið breytt og kveðið þar á um vernd þessa réttar . c Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í frægum dómi árið 1973 (Roe gegn Wade) að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til fóstureyðingar væri varinn af stjórnarskránni, þó að hvergi sé þar minnst á slíkan rétt . Til þess að komast að niðurstöðu um þetta hafði rétturinn notað reglu sem er að finna í 14 . viðauka Scalia dómari er eftirsóttur fyrirlesari . Hér er hann á fyrirlestri í Princeton-háskóla .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.