Þjóðmál - 01.12.2008, Page 96

Þjóðmál - 01.12.2008, Page 96
94 Þjóðmál VETUR 2008 athafnamönnum leið í útrás þeirra síðastliðin ár . Ekki þarf svo að fara mörgum orðum um það skipbrot sem útrásarævintýrið beið á dögunum í kjölfar hruns bankanna . Því er kaflinn um útrásina og þátt Ólafs í henni kaldhæðnislegur aflestrar, svo ekki sé sagt nöturlegur . Í formála biður Guðjón Friðriksson lesendur um að hafa í huga að bókin sé skrifuð þegar mikil bjartsýni var ríkjandi í samfélaginu . Meðal þess kaldhæðnislega er umfjöllun um gjaldeyrishöft fyrri tíma, tilvitnun í Bjarna Ármannsson Noregsfara og skjól stæðing Ólafs um að útrásarmenn hafi gert „meira rétt“ en aðrir, frásögn af andstöðu Davíðs Oddssonar við ORCA-hóp Jóns Ásgeirs og Þorsteins Más Baldvinssonar og nú alræmd ræða Ólafs Ragnars í Walbrook-klúbbnum, þar sem hann mærði Íslendinga fyrir áhættusækni, skort á skrifræði á Íslandi og fyrirlitningu landsmanna á skrifræði, „the Viking spirit“ auk þess sem hann sagði: „Það er enginn banginn við að eiga viðskipti við okkur; allar dyr opnast upp á gátt hvar sem við komum“! Jafnvel enn kaldhæðnislegri en Walbrook- ræðan virka nú orð ÓRG frá því úr Hafskips- málinu 1985: „Hafskipsmálið sýnir kjarnann í hinni nýju stefnu Sjálfstæðisflokksins í naktri mynd, matadorkeðjur hliðarfyrirtækja, skúffu- fyrirtækja og platfyrirtækja þar sem peningarnir úr banka fólksins eru færðir af einum reit á annan, úr Hafskipum í Reykvíska endur- tryggingu, úr Reykvískri endurtryggingu í Staðastað hf og þannig koll af kolli, en þegar upp er staðið og Hafskipsskatturinn kemur til okkar hinna, standa Ragnar og Björgólfur og allir hinir for stjórarnir i matadorkeðju Sjálfstæðisflokksins uppi ríkari, miklu ríkari en þegar þeir hófu þennan leik . Það verður ekki gengið að þessum eignum þeirra . Þeir tapa ekki . En það erum við hin sem munum borga .“ Í bókinni er þess getið að sumir þeirra manna sem urðu harðast úti í Hafskipsmálinu hafi flaggað í hálfa stöng þegar úrslit forseta kosn- inganna 1996 voru ljós . Eftir að Björgólfsfeðgar auðguðust í Rússlandi, fékk Ólafur þó tækifæri til þess að rétta Björgólfi Thor hjálpar- og sáttahönd árið 2002, sem að sögn bókarinnar skipti sköpum fyrir hagsmuni fyrirtækja Björgólfs Thors í Rússlandi og Búlgaríu . Ólafur Ragnar var orðinn forseti þotuliðsins . Hann fann samleið með milljarðamæringum og Séð og heyrt-fólki af öllum þjóðernum . Í Serbíu fann forsetinn líka leið til að kippa í spotta á æðstu stöðum til hjálpar Actavis og í fyrirlestri við háskólann í Belgrad sagði hann að vöxtur íslensks efnahagslífs sprytti öðrum þræði af „öflugri sjálfsmynd“ Íslendinga . Aftur var Actavis hjálpað með tengslum við „æðstu stjórnendur “, í þetta sinn á Indlandi . Actavis var þá almenningshlutafélag, en árið 2007 keypti Nova tor, fyrirtæki Björgólfs Thors aðra hluthafa út úr Actavis . Skömmu áður hafði aðstoðarforstjóri Act avis sagt: „Ólafur Ragnar hefur unnið alveg sér staklega gott starf fyrir Actavis undanfarin sjö ár .“ Í opinberri heimsókn forsetans til Kína árið 2005 voru 220 fulltrúar um 100 fyrirtækja, meðal þeirra „helztu forystumenn“ útrásarinnar, svo sem Björgólfur Thor, Jón Ásgeir, Hannes Smára son, Bjarni Ármannsson og Hreiðar Már Sigurðsson . Í ferðinni opnuðu forsetahjónin nýja verslun Oasis-keðjunnar í Beijing, en keðjan er í eigu Baugs . Björgólfur Thor skrifaði undir sam- n ing við risafjarskiptafyrirtækið Huawei fyr ir hönd Novators, en til þess að fá mætti mynd af Hu Jintao, forseta Kína og Björgólfi Thor saman við undirritunina, þurfti Ólafur Ragnar ekki að gera annað en að húðskamma kínverskan embættismann, sem sagði ekki hægt að undirrita að viðstöddum Kínaforseta . Ólafur Ragnar segir: „Það merkilega gerðist . Þetta gekk eftir . Þetta er til vitnis um það að hægt er að hreyfa kínverska stjórnkerfið á skömmum tíma . Á nokkrum klukku- tímum var þessu breytt og undirritunin fór fram .“ Eftir ferð forsetans og þeirra útrásarforkólf- anna var Baugur kominn með 67 verslanir í Kína, Glitnir búinn að opna skrifstofu í Shanghai, Bakkavör komin með verksmiðjur í fimm kínverskum borgum og Eimskip búið að hasla sér völl í Kína, en samningur Eimskips var undirritaður á Bessastöðum 2007, að viðstödd- um forseta . Þetta var gagnrýnt af Ögmundi Jónassyni og fleiri stjórnmálamönnum . Grátbroslegt er að lesa ummæli Observer frá 2005, um að forsetinn væri í forsvari fyrir „eina kraftmestu fjárfestingarvél heims“, en ekki síður tilvitnun í leiðara Blaðsins frá 2006, þar sem Ólafur Ragnar er kallaður „andlegur leiðtogi íslensku útrásarinnar“! Fyrir nú utan að vera orðinn andlegur leiðtogi, er ÓRG einnig nefndur

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.