Þjóðmál - 01.12.2008, Page 74
72 Þjóðmál VETUR 2008
frum kvöðuls kommúnistahreyfingarinnar á
Íslandi . Í Reykjavík völdu Íslendingarnir sér
dulnefni, sem þeir áttu að ganga undir í skól-
unum úti í Moskvu . Andrés kallaðist Viktor
Lark, Jafet Dan Mengel, Eyjólfur Robert
Frank og Þóroddur Ottó Stein . Þeir félagar
sigldu fjórir saman með Dronning Alexandrine
frá Reykjavík 23 . september og komu til
Kaupmannahafnar fimm dögum síðar . Þar
hittu þeir tvo íslenska kommúnista, sem þar
bjuggu, þá Ársæl Sigurðsson og Hjalta Árna-
son, og fengu nauðsynleg skilríki í sendiráði
Ráð stjórnarríkjanna . Þeir lögðu af stað til
Rússlands 2 . október, fóru fyrst landleiðina
til Stokkhólms, síðan með skipi til Turku í
Finnlandi og þaðan landleiðina til Leníngarðs
(Leningrad), en þangað komu þeir 4 . október . Í
Moskvu tók Jens Figved á móti þeim og vísaði
þeim hverjum til síns heima .9 Einhver þeirra
skrifaði eftir þriggja mánaða dvöl þar eystra
í Verklýðsblaðið og andmælti skrifum Morg-
unblaðsins um Ráðstjórnarríkin .10
Jafet Ottósson kom sér ekki vel í Vest ur-
skólanum og var sendur heim vorið 1931 .
(Missagt er í bók Jóns Ólafssonar, Kæru félög-
um, að hann hafi farið til Íslands þá um
haustið .)11 Á Íslandi andmælti Jafet skrifum
um Ráðstjórnarríkin í blöðum .12 Íslenski hóp-
urinn í Moskvu fylgdist gaumgæfilega með
hegðun Jafets heima fyrir og sendi 10 . júní
1931 miðstjórn íslenska kommúnistaflokksins
skýrslu um framferði hans . Þar sagði, að Jafet
hefði sýnt ónógan stjórnmálaþroska í Moskvu
og verið alvörulaus . Eftir heimkomuna hefði
9 Þsk . Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar . Einkasafn
Andrésar Straumland . 01 1/3 . Dagbók 1930 . Einnig er
stutt frásögn af ferð þeirra félaga austur í minningargrein
Kjartans Ólafssonar um Eyjólf Árnason í Þjv. 2 . apríl 1987 .
10 „Verkamaður“ skrifaði „Bréf frá Moskva“ í Vbl. 31 .
janúar 1931 . Bréfið er dags . 24 . desember 1930 . Í greininni
kom fram, að verkamaðurinn hafði farið frá Íslandi til
Danmerkur með Dronning Alexandrine rúmum tveimur
mánuðum áður . Líklegast er, að annaðhvort Andrés
Straumland eða Jafet Ottósson hafi skrifað greinina, en þeir
skrifuðu talsvert frá Rússlandi fyrr og síðar .
11 Jón Ólafsson: Kæru félagar, bls . 60 .
12 „Verkamaður, nýkominn frá Sovet Rússlandi“, sem
hlýtur að vera Jafet Ottósson, skrifaði „Framtíð Rússlands“
í Vbl. 30 . maí 1931 . Í greininni sagðist hann hafa dvalist í
Rússlandi í sex mánuði .
hann sagt furðusögur frá Ráðstjórnarríkjun um
og þóst hafa verið í Rauða hernum . Tilraunir
hans til að skipuleggja einhvers konar leynilegt
baráttulið heima væru fráleitar og gætu komið
sér illa fyrir kommúnistaflokkinn . Mælt var
með, að Jafet fengi ekki neina trúnaðarstöðu
í flokknum að sinni .13 Hinir Íslendingarnir
undu sér vel í Moskvu . Að námi loknu fór
Andrés Straumland í kynnisferð um Norður-
Rússland ásamt skólafélögum sínum og
skrifaði líka um ráðstjórnina fyrir íslensk blöð,
en hélt heim haustið 1931 .14 Þeir Þóroddur
Guðmundsson og Eyjólfur Árnason fengu eins
og Jens Figved inngöngu í kommúnistaflokk
Ráðstjórnarríkjanna vorið 1931 .15 Eftir fyrri
veturinn í Moskvu voru þeir Þóroddur og
Eyjólfur settir í eins konar starfsnám sumarið
1931 . Þóroddur var sendur í fiskimannaþorp-
ið Tsypnavolok á Rybatsjí-skaga í norðvest ur-
horni Rússlands, nálægt finnsku og norsku
landamærunum . Mæltu íbúar þar á norsku .
Eyjólfur fór til borgarinnar Batumi í Georgíu,
en hún liggur við Svartahaf .16
Veturinn 1931–1932 dvöldust Jens, Þór-
oddur og Eyjólfur áfram í Moskvu,17 og þá
bættust nokkrir aðrir Íslendingar í hópinn .
Eggert Þorbjarnarson hafði fengið skólavist
í Lenínskólanum með Andrési Straumland
haustið 1930, en þá ákváðu forystumenn ís-
lenskra kommúnista skyndilega að fresta aust-
ur för hans, því að hann þyrfti að sinna Sam-
bandi ungra jafnaðarmanna, sem komm ún istar
höfðu þá lagt undir sig . Stofnun komm ún-
istaflokks var þá í aðsigi . Eggert fór því ekki
til Moskvu fyrr en sumarið 1931 . Hann var
21 árs, fæddur 1910, og hafði stundað nám í
Menntaskólanum á Akureyri, en verið rek inn
13 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 122-3 . Komin-
tern: 529 1 636A .
14 Arnór Hannibalsson segir í Moskvulínunni, bls . 116, að
dulnefni Andrésar Straumlands hefði verið Larks, en það
var Lark skv . gögnum hans sjálfs í Þsk .
15 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 123; Jón
Ólafsson: Kæru félagar, bls . 67 . Komintern: 529 1 213, 1-2 .
16 Fróðleikur er um dvöl Þórodds og Eyjólfs í grein Jóns
Ólafssonar, „Í læri hjá Komintern .“
17 Í afmælisgrein eftir Ásgeir Bl . Magnússon um Eyjólf
Árnason sextugan í Þjv. 20 . janúar 1970 kemur fram, að
Eyjólfur hafi dvalist eystra í um tvö ár .