Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 80
78 Þjóðmál VETUR 2008
leið til Moskvu og hefur ekki gert sér grein fyrir
því, að leyniþjónusta Kremlverja fylgdist grannt
með öllum slíkum sendingum . Skúli sagði í
bréfinu: „En þessi vinstri terror (hjaltisminn)
verður auðvitað að ganga yfir, það verður ekki
hægt að slá hann niður fyrr en hann er orðinn
pólitískt gjaldþrota .“ Skúli hélt áfram: „Mér er
sagt að þú hafir gert ýmsar játningar um syndir
þínar . Það ættirðu að gera sem þú frekast mátt
svo að þú losnir sem fyrst úr sóttkvínni .“52 Stefán
var kallaður á fund Íslendinganna í Moskvu
17 . apríl, þar sem hann var krafinn skýringa á
bréfinu . Hann kvaðst ekki bera neina ábyrgð á
gáleysislegum orðum Skúla . Íslendingarnir héldu
annan fund, þar sem þeir samþykktu ályktun
og sendu Komintern . Þar sagði, að Stefán hefði
ekki brugðist nægilega rösklega við bréfi Skúla .
Hann hefði ekki heldur stundað sjálfsgagnrýni,
að heitið gæti . Gefa ætti honum þó tækifæri til
að leiðrétta villur sínar í samræðum við landa
sína í Moskvu, en nýtti hann það ekki, lægi leið
hans út úr flokknum .53 Komintern sendi Stefáni
nokkrar spurningar, sem hann svaraði í síðari
greinargerð sinni . Þar vísaði hann um fræðilegar
villur sínar til fyrri greinargerðarinnar, en kvað
harðlínumennina í flokknum, Hjalta Árnason,
Jens Figved og fleiri slíka, ekki hafa náð neinum
árangri í baráttunni . Bæjarstjórnarkosningarnar
1934 hefðu verið illa undirbúnar . Forysta
komm ún istaflokksins hefði látið falla blett á
flokkinn, þegar Lúter Einarsson, frambjóðandi
á Siglufirði, hefði orðið uppvís að því að draga
sér fé úr styrktarsjóði bágstaddra verkamanna og
sjómanna þar á staðnum .54 Engin barátta væri
háð gegn fasisma . Engin verkalýðsfélög eða félög
atvinnuleysingja hefðu verið stofnuð . Bréfið frá
Skúla Þórðarsyni væri engin sönnun þess, að
Stefán hefði haft klíkutengsl við aðra félaga .55
52 Bréfið er birt í heild í Kæru félögum e . Jón Ólafsson,
bls . 262 . Komintern: 495 177 22 8 . Árni Snævarr vitnar
líka í það í Liðsmönnum Moskvu, bls . 61 . Sbr . Arnór
Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 131 .
53 Lbs . 5228 4to, a-b . Komintern: 495 31 119 .
„Resolution,“ ódags .
54 Í skýrslu sinni nefnir Stefán engin nöfn . Sbr .
„Kommúnistar staðnir að því að stela sjóðum verkamanna“,
Abl. 5 . janúar 1934; „Kommúnistahneykslið á Siglufirði,“
Mbl. 7 . janúar 1934 .
55 Lbs . 5228 4to, a-b . Komintern: 495 31 119 .
Stefán Pjetursson vann fleira sér til óhelgi
úti í Moskvu . Veturinn 1933–1934 stund-
aði Kristján Júlíusson frá Húsavík nám í Len-
ínskólanum . Hann bar þar dulnefnið Poulson .
Þegar Kristján sneri heim til Íslands vorið
1934, var hann með grein upp á vasann,
sem var svar við nýlegum skrifum Brynjólfs
Bjarna sonar um lýðræði og fasisma í Rétti .
Bryn jólfur hafði haldið því fram í samræmi
við línu Kominterns frá 1928, að borgaralegt
lýð ræði væri yfirskin eitt, en fasismi í raun
„al ræði borgarastéttarinnar í annarri mynd“ .
Með stuðningi sínum við lýðræði gengju
jafn aðar menn erinda borgarastéttarinnar .
Kristján svaraði því til, að með slíkri afstöðu
væri fasismanum auðveldaður leikurinn . Bað
hann Einar Olgeirsson um að birta greinina í
Rétti . Stjórnmálanefnd kommúnistaflokksins
fékk greinina til yfirlestrar og kvað upp úr um
það, að hún væri ein „svívirðilegasta árás“,
sem gerð hefði verið á kommúnismann á
Íslandi . Var gengið á Kristján um greinina, og
töldu forystumenn kommúnista, að hún væri
rangfeðruð . Höfundur hennar væri Stefán
Pjetursson .56 Þegar Íslendingarnir í Moskvu
komu saman til að álykta um mál Stefáns
sumarið 1934, lýstu þeir líka yfir hneykslun
sinni á grein Kristjáns . „Slík aðferð við að
gagnrýna gefur andstæðingunum aðeins
vopn í hendur gegn Flokknum (sem félagi
Bjarnason er fulltrúi fyrir), og í öðru lagi
veitir hún hlutaðeigandi félaga undirstöðu
fyrir mótgagnrýni, sem afvegaleiðir hann frá
nauðsynlegri sjálfsgagnrýni .“57
Norðurlandadeildin í Komintern var ekki
frekar en íslensku námsmennirnir ánægð með
málflutning Stefáns Pjeturssonar . Hún sam-
56 „Línubrenglið í kommúnistaflokknum . Skopleikur
í mörgum þáttum,“ Mbl. 29 . maí 1934 . Í frétt Mbl.
segir, að Einar Olgeirsson hafi greitt atkvæði gegn öllum
brottrekstrum . En hann sat a . m . k . hjá, þegar félagar
hans, Stefán Pjetursson og Haukur Björnsson, voru reknir
úr miðstjórn flokksins . Frásögn Mbl. er staðfest í bréfi
Hjalta Árnasonar til Kominterns 19 . apríl 1934 . Lbs . 5228
4to, a-b . Komintern: 495 177 22, 9-12 . Hjalti Árnason/
Komintern, Rvík, 19 . apríl 1934 .
57 Brynjólfur Bjarnason: „Lýðræði og fasismi,“ Réttur, 18 .
árg . (1933), bls . 133-44; Lbs . 5228 4to, a-b . Komintern:
493 31 119 . „Resolution,“ ódags .