Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 36
34 Þjóðmál VETUR 2008
sinni . Hagstjórn verður stunduð horfandi
með öðru auganu á þróun eignaverðs . Hún
mun taka mið af farsæld í mannlífinu öllu en
ekki aðeins hluta þess, viðskiptalífinu . Tíska
afskiptaleysis í hagstjórn mun líða undir lok .
Oftrú á afskiptaleysi
– janúar 2008
Lánaþensla bankanna er vítaverð . Fjöldi íbúðalána þeirra var veittur án þess að
íbúðakaup væru að baki . Þau lán voru til
eyðslu . Reynslulitlir bankamenn, hvattir með
kaupréttum og bónusum, höfðu velferð ekki
í huga . Bankinn sem auglýsti „100% lán –
100% banki“ hefði átt að bæta við „100%
bankaflón“ . Bankastjórinn brosandi er nú
farinn með pokann sinn digra . Bankar eru
með hundruð milljarða í íbúðalánum sem
enginn annar en þeir sjálfir hefur metið .
Vand inn er líkur þeim sem amerískir bankar
glíma við, að vísu enn dulinn vegna þenslu .
Það kemur að skuldadögum og útlánatöpum .
Fjöldi heimila verða fórnarlömb þessa .
Stjórnvöld áttu að bregðast við . Oftrú þeirra
á „lögmál markaðarins“ er barnaleg í ljósi fá-
keppni, sem veldur því að menn skammta sér
kjörin . „Laissez-faire“ afskiptaleysisstjórnun
reynd ist aldrei vel í rekstri . Hún er ekki betri
til hagstjórnar í fákeppni . Oft er rætt um sjálf-
stæði Seðlabankans . En getur nokkur ver ið
sjálf stæður sem ekki hefur sjálfstæðar skoð-
anir? Bankinn eltir tískustrauma í hag stjórn
og þorir ekki að gera nauðsynlega hluti af því
hann sér þá ekki gerða annars staðar .
Vöxtur eða þensla?
– febrúar 2008
Efnahagsreikningar íslenskra banka hafa þanist út . Útlánagetan er þó takmörkuð
því skylt er að bankar hafi ákveðin hlutföll
eigin fjár af eignum . Í þenslu og samkeppni
vill þetta ganga úr skorðum . Hlutafélag er
ekki hinn endanlegi eigandi eigna sinna og
tekna . Það eru hluthafarnir . Eigið féð er því
hvorki ókeypis né ótakmarkað . Við hverja
einustu lánveitingu þarf banki að tryggja
að ávöxtun þess eigin fjár sem lánið bindur,
uppfylli ávöxtunarkröfu hluthafa . Gallinn
við þróunina nú er sá að þegar hagkerfið fer
í niðursveiflu „nauðhemla“ bankarnir . Rétta
verður hlutföllin af, ekki eru veitt ný lán og
beðið er eftir að afborganir skili sér í kassann í
von um að eiginfjárhlutföll styrkist . Bankinn
verður að halda trausti sparifjáreigenda og
annarra lánveitenda, s .s . erlendra banka .
Við þetta fer hagkerfið í harkalegan
samdrátt . Framkvæmdum er frestað, atvinna
stendur tæpt og almenningur dregur þar með
einnig úr neyslu sinni og fjárfestingum . Þetta
framkallar svo aftur útlánatöp hjá bönkum,
eigið fé þeirra lækkar og þá er kominn
vítahringur sem er erfitt að rjúfa . Félag sem
þenur sig umfram vöxt lendir um síðir í
vandræðum, því tæp eiginfjárstaða mun þá
hindra arðgreiðslur, jafnvel þó gert sé upp
með hagnaði . Ástæðan er sú að eigið fé er þá
ekki frjálst til útborgunar . Ef þetta gerist fellur
núvirði arðgreiðslna í framtíð og markaðsverð
félagsins með .
Þensla banka umfram vöxt er ekki einkamál
þeirra . Áhrif þeirra á þjóðlífið eru mikil og
þeim ber að rísa undir því trausti sem þeim
er sýnt með því að taka fyllstu ábyrgð . Græðgi
stjórnenda þeirra og spákaupmennska með
hagsmuni fólksins er óþolandi . Sú tíska
afskiptaleysis í hagstjórn sem nú ræður á ekki
við í löndum þar sem velferð er í hávegum
höfð . Afskiptaleysi er ábyrgðarleysi .
Neyðaraðstoð við banka
– febrúar 2008
Sérhver bankamaður veit, að ef hann verð-ur að sýna fram á að hann sé traustsins
verður, sama hve góðar röksemdir hans eru, þá
er traust hans horfið . Jón Ásgeir Jóhannesson
dró rétta ályktun af hinu ofurháa verði á
skuldatryggingum bankanna: Þeir eru álitnir
gjaldþrota í útlöndum . Þetta er vandinn, það
er sama hve góðar röksemdir hluthafar hafa,
traustið erlendis er horfið . Stórir hluthafar
banka höfðu miklar væntingar um hækkun