Þjóðmál - 01.12.2008, Side 31

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 31
 Þjóðmál VETUR 2008 29 renna á blóðlyktina,“ hrópaði Krummi um leið og hann lét kíkinn síga . „Hvað segirðu?“ spurði Gaui hissa á svip og leit á skipstjóra sinn . Krummi hló með sjálfum sér enda einn með hugsunum sínum . Ofan á allt fór andskotans kvótahoppið ólýsanlega í taugarnar á kjarnyrtum sjó görpum sem kunnu að koma orði að djöfulskapnum . Líkt og sól sígur í sæ höfðu Baskar í sólskinsskapi siglt út fyrir sjóndeildar- hring inn með slægðan þorsk og fokkjúmerki . „Andskotarnir læddust kjallara- megin í þorskinn líkt og þjófur á nóttu,“ sagði Krummi grimmur á svip og leit á háseta sinn sem horfði vökulum augum á hvítfyssandi úthafsölduna . „Til hvers í andskotanum öll þorskastríðin?“ spurði hann þrum- andi röddu . Gaui leit á skipstjóra sinn . Þeir brostu kankvíslega . Krummi ætlaði að láta verkin tala fremur en liggja á meltunni og bölsótast út í heimsins óréttlæti . Eitthvað yrði að gera til þess að vekja þrótt og eld móð með þjóðinni líkt og í þorskastríðum síðustu aldar . Hann ætlaði að standa í lappirnar . Hann ætlaði að gera það fyrir Bríeti og strákana . Þau höfðu rætt málið út í hörgul . Bríet var honum sammála . Hann gerði fátt án þess að bera það undir Bríeti . Þau höfðu hrifist af eldmóði og orðheppni stúdentaleiðtogans og fylgst með baráttu lýðveldis gegn ofurveldi Evrópu . Átökin á Austurvelli höfðu hneykslað þjóðina og fólki var mjög brugðið yfir andláti stúdentanna . Honum fannst ekki hægt að láta verkafólk og stúdenta eina um slaginn og afplána tukthúsvist . Hver maður yrði að leggjast á Íslands árar . Veröldin yrði að vita að íslensk alþýða steytti hnefa og sætti sig aldrei við að vera hjá leiga Evrópu sem gengi um fiskimið þjóðarinnar á skítugum skónum . „Hart í bak,“ hrópaði Krummi . „Össi, ertu tilbúinn með klippurnar?“ „Allt til reiðu, kafteinn,“ hrópaði Örn Guðmundsson aftur á skut . Krummi hló rosalega enda ættu helvítin það fylli lega skilið og gott betur . Andskotarnir voru mættir á miðin aðeins örfáum dögum eftir harm leik inn á Austurvelli . Brüssel kunni enga mannasiði . Fréttir af flota fiskiskipa frá Pýrineu suðvestur af Vestmannaeyjum höfðu vakið gríðarlega reiði og vandlætingu . Flotinn var kallaður hinn ósigrandi enda hafði hann þurrkað upp fiskimið víða um heim . Nú var hann á Íslandsmiðum . Gæslan var sögð ætla að fylgjast með . Fylgjast með, fussaði fólk . Venjulegt alþýðufólk, sem enn bjó í berstrípuðum sjávarbyggðum hringinn í kringum landið, var hamslaust af reiði . Sjómenn voru varn arlausir . Það var vont en hafði bara versnað . Krummi vissi að Baskarnir höfðu varpað veiðarfærum í sjó . Hann hafði haft spurnir af tólf togurum og freigátu þeim til varnar . Hann ætlaði að halastýfa helvítin enda hreyfði Gæslan með sitt músarhjarta hvorki legg né lið . Það var suðaustankaldi og þungt í sjó en Krumma fannst það bara kostur . Það var birta yfir karlmannlegu andlitinu og svart hárið faxaðist í kald anum þegar Krummi leit haukfránum sjónum út um galopinn glugga í brúnni á Elliða . Í fjarska risu Eyjarnar úr hafi og upp af þeim tignarlegur Eyjafjallajökull . Það var kátt á Hóli enda rödd Eyjatröllsins hljómmikil svo söng í hverjum rafti þegar skipið öslaði ölduna . Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á, stormar og sjóir því grandað ekki fá. Við allir þér unnum, þú ást okkar átt, Ísland við nálgumst nú brátt. Krummi skipaði hart í bak og Elliði stakk sér inn í togarahópinn . Það var líkt og minkur væri í hæsnabúi þar sem gargandi hænur flugu um allt . Spánska freigátan Armada Española undir gylltum Evrópufána fylgdi Elliða eftir en Krummi kærði sig kollóttan . Hann gerði sig kláran í klipp- ingu og beygði nú krappt á stjórnborða og klippti aftan úr bilbæskum skrattakolli . Þetta gerði þá alveg brjálaða og skipherrann á Armöðunni klauf ölduna og stefndi beint á Elliða .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.