Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 15
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 11 byrjaði að sækja tíma í hjúkrun. Eftir fyrsta árið í hjúkrunarnáminu var ég eiginlega ákveðinn að hætta. En eitthvað í mér krefur mig gjarnan um að ljúka því sem ég byrja á svo ég lauk fjögra ára hjúkrunarnáminu. Í mínum árgangi vorum við tveir karlar og um sjötíu konur. Ég tók verklega námið eins og skipulag deildarinnar gerði ráð fyrir. En mér fannst raunar verklega námið þá vera töluvert á eftir hugmyndafræðinni. Við lærðum í háskólaumhverfi um nýjustu rannsóknir. Svo fór maður að vinna inni á deildum og komst að því að þar voru vinnubrögð langt á eftir. Maður fékk fljótlega á tilfinninguna að þar væri hugsunarhátturinn eitthvað á þessa leið: „Við gerum þetta bara svona hér – við höfum alltaf gert þetta svona.“ Mér fannst talsvert gap vera á milli hugmyndafræði og hins verklega í náminu. Í stað þess að fagna nýjungum var eins og fremur væri staðið í vegi fyrir nýrri þróun. Þetta var mín tilfinning og auðvitað aðeins persónulegt mat.“ Hjúkrun og fjallamennska Ertu Reykvíkingur? „Já, ég er það þó að ég sé Þingeyingur í báðar ættir. Móðir mín, Hlaðgerður Laxdal, er fædd og alin upp á Svalbarðsströnd í Eyjafirði en fluttist ung til Akureyrar og svo um tvítugt til Reykjavíkur. Faðir minn er Jón Hannes Sigurðsson verkfræðingur. Ég er fæddur 28. febrúar 1969 og nefndur í höfuðið á langafa mínum í föðurætt, Jóni Gauta Jónssyni á Gautlöndum í Mývatns­ sveit, enda fæddur á sama degi og hann. Amma mín hét Kristjana Hafstein, dóttir Hannesar Hafsteins ráðherra. Við erum tvö systkinin. Kristjana Jóns dóttir, systir mín, er gift Einari Pálssyni frá Vestmannaeyjum. Þau eru garðyrkju­ bændur á Sólbyrgi á Kleppjárns reykjum í Borgarfirði og fengu verðlaun sem ræktendur ársins í fyrra. Þau eru stærstu jarðarberjaræktendur á Íslandi.“ Kom það fólkinu þínu á óvart að þú skyldir læra hjúkrun? „Já, sennilega, en foreldrar mínir hafa jafnan stutt við ákvarðanir mínar og ekki reynt að beina mér inn á sérstakar brautir. Allra síst pabbi sem jafnvel hefði sjálfur viljað læra eitthvað annað en verkfræði sem honum var hálfpartinn ýtt út í.“ Hvað fannst þér skemmtilegast í hjúkrunarnáminu? „Mér fannst mest gaman að læknis­ fræðilega hluta námsins, en ég hafði einnig mjög gaman af heimspeki og forspjallsvísindum. Hjúkrunarfögin sem slík höfðuðu minna til mín. En að mörgu leyti held ég að hjúkrun ætti ágætlega við mig. Ég held að ég hefði orðið ágætis hjúkrunarfræðingur á sumum sviðum, þótt það hefði síður hentað mér að sjá um heila deild hefði ég verið ágætur að einbeita mér að einum sjúklingi og verkefnum tengdum honum. Með náminu vann ég á gjörgæsludeild og hjartadeild á Landspítalanum. Sumarið eftir útskrift héldum við Hulda Steingríms­ dóttir, kona mín, og tveggja ára dóttir okkar upp á hálendið og unnum við landvörslu. Í kjölfarið fluttumst við norður þar sem ég fékk vinnu á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri en hún sem líffræðingur hjá Herði Kristinssyni á Náttúrufræðistofnun. Við hjónin kynntumst í Menntaskólanum við Hamrahlíð.“ Hvernig fannst þér aðrir karlmenn taka því að þú lærðir hjúkrun? „Þeir tóku því bara ágætlega. Ég hef alltaf valið eigin leiðir og getað staðið og fallið með þeim. Á þeim tíma, sem ég hóf nám í hjúkrun, skilst mér að um 40 karlmenn hafi verið með full hjúkrunarréttindi þó að þeir hafi ekki allir unnið við hjúkrun þá. Ég kom að sem félagi í Flugbjörgunarsveitinni þegar snjóflóðin féllu á Súðavík. Í tengslum við það kynntist ég Rudolf Adolfssyni geðhjúkrunarfræðingi sem varð mér góð fyrirmynd.“ Hvenær kynntist þú starfsemi Flug­ björgunar sveitarinnar? „Fjallamennsku hóf ég í Alpaklúbbnum ásamt nokkrum félögum mínum. Síðar mætti ég á fund hjá Flugbjörgunarsveitinni og fór á kaf í það starf. Ég var virkur í starfi sveitarinnar fram til 2004 að ég fór til Svíþjóðar.“ Eru ferðalög þín að mestu bundin við æfingar björgunarsveita? „Árið 1996 byrjaði ég að leiðsegja í fjallaferðum uppi á hálendi á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Ég hef því verið með annan fótinn í leiðsögn á sumrin í 20 ár og alltaf meira og meira.“ Komstu oft að erfiðum slysum í starfi þínu með Flugbjörgunar sveitinni? „Já, ég hef gert það. Ég hef komið að ljótum flugslysum sem eru mér minnisstæð, svo sem einu í Heklurótum um verslunarmannahelgi og öðru á Mosfellsheiði.“ Nýttist þér ekki menntun þín sem hjúkrunar fræðingur við slíkar aðstæður? „Jú, ég er ekki í vafa um að hjúkrunarnám kemur að gagni við ýmsar aðstæður. Það er þó ekki hægt að leggja hjúkrun að jöfnu við námskeið í skyndihjálp í þeim skilningi. Starf mitt á gjörgæsludeildum hefur þó verið mér gagnlegt í aðkomu að slysum. Í hjúkrun lærðum við að búa um lík og komust svo sannarlega í nánd við dauða, erfiðleika og syrgjandi aðstandendur. Þar fyrir utan tel ég mig hafa eiginleika sem nýtast mér við slíkar aðstæður. Áhugi fólks á fjallgöngum að vetrarlagi hefur aukist mikið á undanförnum árum. Hér í göngu með Útiverum Fjallaskólans í Hengli 17. janúar síðastliðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.