Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 13 hreyfa sig úti, í náttúrulegu umhverfi ef mögulegt er. Þetta hafa rannsóknir sýnt. Við höfum fjarlægst uppruna okkar, en úti í núttúrulegu umhverfinu liggja rætur okkar. Þá er ég ekki að tala neitt fremur um fjallgöngur. Rannsóknir sýna betur og betur að hreyfing úti við hefur töluverð lýðheilsuleg áhrif, mun meiri en menn ætluðu.“ Hvað er kennt í Fjallaskólanum? „Ég stofnaði Fjallaskólann í haust og hóf að bjóða upp á reglulegar fjallaþrekæfingar í Öskjuhlíð og námskeið í ýmsum kúnstum fjallgangna, ferðalaga og útivistar. Þetta var eðlilegt framhald af því sem ég hef verið að gera síðustu 15­20 ár þar sem ég hef talsvert komið að kennslu svo sem í Leiðsöguskólanum í Kópavogi og víðar.“ Í Fjallaskólanum er boðið upp á leiðsögn, fjallanámskeið og ferðalög. Auk þess er ég með hóp sem ég kalla Útiveru Fjallaskólans. Sá hópur hittist tvisvar í viku núna köldustu vetrarmánuðina og stundar þrekæfingar í Öskjuhlíð. Fyrst er gengið rösklega í tíu til fimmtán mínútur, síðan eru upphitunaræfingar, þá þrek­ og styrktaræfingar og svo góðar teygjur í lokin. Allt fer þetta fram í nægu súrefni og skemmtilegum félagsskap og umhverfi. Ég er núna að byrja fimmta starfsárið með svona æfingar og veit að þetta virkar. Útiveruhópur Fjallaskólans stækkar í sífellu. Í lok febrúar hættum við svo þessum æfingum og förum í fjallgöngur á nálæg fjöll í nágrenni Reykjavíkur á þriðjudögum, sameinumst í bíla og göngum í tvo til fjóra tíma og nýtum okkur gott þrek og þol sem við höfum byggt upp á æfingunum. Einu sinni í mánuði er síðan farið í lengri fjallgöngu, í átta til tólf tíma. Þessar ferðir lengjast með vorinu og stóra gulrótin er ferð í Öræfasveitina í maí þar sem við göngum á fallega tinda. Við byggjum útiveruna rólega upp því mikilvægt er í allri ferðamennsku að færast ekki of mikið í fang í upphafi. Meðalaldur hópsins er um 50 ár. Sá elsti er 72 ára og einn sá allra öflugasti. Þótt við tökum vissulega vel á á fjallaþrekæfingunum eru ferðirnar og fjallgöngurnar engir sprettir. Þar gildir að hópurinn fylgist að á hraða þess hægasta. Fólk verður að temja sér í fjallgöngum að halda hópinn, það er mikilvægt, og ganga ekki fram af sér. Ólíkt því sem gerist í íþróttum þýðir ekki að ganga fram af sér og fjallgöngufólk verður alltaf að eiga varaorku til að koma sér heim.“ Jón Gauti á þrjú börn með konu sinni Huldu Steingrímsdóttur. Fjölskyldan fer árlega í nokkrar útilegur og hér eru þau í Brynjudal í Hvalfirði. Fr ét ta pu nk tu r Í júní 1925 kom í fyrsta sinn út tíma rit helgað hjúkrunarfræði. Það hét þá Tímarit fjelags íslenskra hjúkrunar kvenna og í ritstjórn voru Guðný Jónsdóttir, Sigríður Eiríks­ dóttir og Kristjana Guðmunds dóttir. Síðan hefur blaðið átt mörg nöfn og marga ritstjóra og verður fjallað meira um það á þessu ári. Tímarit hjúkrunar fræðinga mun einnig endur birta greinar frá fyrstu árum útgáfunnar og eftir því sem líður á árið einnig yngri greinar. Það hefur áður verið gert undir heitinu Gamlar perlur en þær verða óvenjumargar á þessu ári. Ýmsar uppákomur munu einnig marka árið en meira um það síðar. Ljóstrað skal þó upp hér að frá og með júníblaðinu, nákvæmlega 90 árum eftir að fyrsta tölublaðið kom út, mun tímaritið ekki lengur verða prentað heldur kemur það eingöngu út rafrænt. Tímarit hjúkrunarfræðinga 90 ára 2015 Fyrsta áratuginn var tímaritið vélritað en 1936 var byrjað að brjóta það um og prenta. Árið áður breyttist einnig nafn tímaritsins í Hjúkrunarkvennablaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.