Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 24
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201520 • Fylgjast með að hægðalosun sé ekki sjaldnar en þrisvar í viku. • Koma reglu á hægðalosun; mælt er með að fara á klósettið einni klukku­ stund eftir Parkinsonlyfjainntöku á morgnana. • Fylgjast með vökvatekju og halda vökva skrá að minnsta kosti fyrstu þrjá dagana í legunni. • Hvetja til þess að auka neyslu trefja og fá fræðslu um trefjaríkt fæði hjá næringarfræðingi. • Hvetja til daglegrar hreyfingar. Ef almenn ráð duga ekki við hægðatregðu þarf að ákveða lyfjameðferð í samráði við lækni. Mælt er með notkun eftirfarandi lyfja: • Magnesia Medic 500 mg sem taka má 1­3 stk. af einu sinni til tvisvar daglega. Mörgum hentar vel að taka 1­3 stk. í einum skammti um kvöldmat. Reynst hefur vel að nota trefjamauk og Magnesia Medic saman. Nauðsynlegt er að sjúklingur drekki 1­2 glös af vökva samtímis lyfjainntökunni. • Ef Magnesia Medic og trefjar virka ekki má bæta við sorbitól 15­30 ml tvisvar til þrisvar á dag. • Ef ofannefnd ráð duga ekki má skipta um meðferð og nota eingöngu makrógól (Movicol­duft). Nota má 1 bréf einu sinni til þrisvar á dag. Duftinu er blandað í hálft glas af vatni sem bragðbæta má með ávaxtasafa. • Ef hægðir eru mjúkar en erfitt er að losna við þær getur þurft að nota Laxoberaldropa, Microlax eða Dulcolax. Lykilatriði í tengslum við alla meðferð við hægðatregðu er að sjúklingur drekki að minnsta kosti 1,5­2 lítra af vökva á sólarhring, að kaffi og te undanskildu, og hreyfi sig eins og hægt er. Fara þarf varlega í að gefa lyf sem geta aukið hægðatregðu, svo sem kódín, morfín og Tramadol (Danmodis, 2011; Zesiewiez o.fl., 2010). Lokaorð Rétt meðferð við einkennum Parkinson­ veiki skiptir miklu máli. Í tilmælunum í heild sinni má finna fleiri ráð sem heilbrigðisstarfsfólk getur notað til þess að bregðast við einkennum, svo sem kyngingarerfiðleikum, næringar vanda­ málum, svefntruflunum, munnvatns leka, þvag tregðu og geð rænum truflunum. Einnig má þar finna ýmis viður kennd skimunar tæki og mats kvarða sem auðvelda mat, eftirlit og einkenna með­ ferð. En til að byrja með hvetjum við starfsfólk eindregið til þess að stíga fyrstu skrefin í því að veita þessum sjúklingahópi afbragðs meðferð og nota til þess „7 góð ráð við hjúkrun Parkinsonsjúklinga“. Heimildir American Parkinson Disease Association (2014). About Parkinson’s. Sótt á http://www. apdaparkinson.org/publications­information/ basic­info­about­pd/. Andri Þór Sigurgeirsson (2010). Um áhrif þjálfunar á göngugetu Parkinsonsjúklinga. Slembuð meðferðarprófun á gönguþjálfun með og án sjónrænna bendinga. Óbirt Ritgerð til meistaragráðu í heilbrigðisvísindum við HÍ. Broen, P.G., Braaksma, M.M., Patijn, J., Wim, E.J., og Weber, E.J. (2012). Prevalence of pain in Parkinson’s disease: A systematic review using the modified QUADAS tool. Movement Disorder, 27 (4), 480­484. Chaudhuri, K.R., Healy, D., og Schapira, A.H.V. (2006a). Non­motor symptoms of Parkinson’s disease: Diagnosis and management. Lancet Neurology, 5, 235­245. Chaudhuri, K.R., Martinez­Martin, P., Schapira, A.H.V., Stocchi, F., Sethi, K., Odin, P., o.fl. (2006b). International multicenter pilot study of the first comprehensive self­completed nonmotor symptoms questionnaire for Parkinson’s disease: The NMS­Quest study. Movements Disorders, 21 (7), 916­923. Chaudhuri, K.R., Tolosa, E., Schaphira, A., og Poewe, W. (2009). Non-Motor symptoms of Parkinson’s disease. Oxford: University Press. Danmodis [Danish Movement Disorder Society] (2011). Parkinsons sygdom, klinisk vejledning: Diagnose, forløb og behandling fra et tværfagligt perspektiv. Sótt á http://www. danmodis.dk/sites/default/files/Parkinsons_ sygdom_Klinisk_Vejledning_2011.pdf. De Lau, L.M.L., Giesbergen, P.C.L.M., de Rijk, M.C., Hofman, A., Koustaal, P.J., og Breteler, M.M.B. (2004). Incidence of parkinsonism and Parkinson disease in a general population: The Rotterdam study. Neurology, 63 (7), 1240­1244. Evrópsku Parkinsonsamtökin (EPDA) (2013). Sótt á http://www.epda.eu.com/en/parkinsons/ in­depth/pdsymptoms/dyskinesia/. Giroux, M.L. (2007). Parkinson disease: Managing a complex, progressive disease at all stages. Cleveland Clinic Journal of Medicine, 74 (5), 313­326. Helga Jónsdóttir er prófessor og deildar forseti í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs langveikra fullorðinna á Landspítalanum. Jónína H. Hafliðadóttir er hjúkrunar fræðingur á dag­ og göngudeild tauga­ lækningadeildar Landspítalans og er með sérfræðileyfi í hjúkrun langveikra taugasjúklinga með áherslu á Parkinsonveiki. Marianne E. Klinke er hjúkrunarfræðingur á taugalækningadeild Landspítalans og doktorsnemandi og sérfræðikennari í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.