Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201540 Vakin er athygli hjúkrunarfræðinga á fjölbreyttu framhaldsnámi í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Haustið 2015 verður boðið upp á fram­ haldsnám í geðhjúkrun, hjúkrun langveikra og eldri borgara, hjúkrun aðgerðasjúklinga og sjúklinga með bráð og alvarleg veikindi, öldrunarhjúkrun, skurðhjúkrun og svæfingahjúkrun og er umsóknarfrestur til 15. apríl nk. Eins og undanfarin ár er áfram boðið upp á meistaranám þar sem áhersla er lögð á hlutverk klínískra sérfræðinga, hjúkrunarstjórnun eða rannsóknir. Auk þess er í boði grunn­ og meistaranám í ljósmóðurfræði og þverfræðilegt diplómanám í kynfræði. Áfram verður boðið upp á einstök námskeið á meistarastigi í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Helga Bragadóttir, helgabra@hi.is, fyrir hönd rannsóknanámsnefndar Sífellt fleiri sækja um doktors nám í hjúkr­ unar fræði deild og eru hjúkrunar fræðingar hvattir til að kynna sér umsóknar ferlið en tekið er við umsóknum allt árið. Metnaðarfullir hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að kynna sér námsframboðið á heimasíðu deildarinnar. Frekari upplýsingar má fá hjá verkefnastjóra framhaldsnámsins, Margréti Gunnars­ dóttur, maggagu@hi.is. Meistara­ og diplómanám: Geðhjúkrun Markmið meistaranáms í geðhjúkrun er að dýpka þekkingu nemenda á hugmynda­ fræði geðhjúkrunar og að þjálfa nemendur í að meta geðheilbrigði og áhættuþætti geðheilbrigðis meðal einstaklinga, fjöl­ skyldna og hópa. Jafnframt er lögð rík áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita markvissri hjúkrunar meðferð, þróa hana og prófa innan stofnana sem utan. Nám skeið á sviði geðhjúkrunar eru: Geð­ heilbrigði I; Greining, meðferð og úrræði og Geðheil brigði II; Sérhæfð geðhjúkrun. Diplóma námið er til 30 ECTS­eininga. Megin tilgangur þess er að efla færni og þekkingu hjúkrunarfræðinga sem annast um geðsjúka og fólk sem tekst á við fjölbreytt geðræn vandamál, vinna að forvörnum og starfa að framgangi geð­ heilbrigðis mála almennt. Kennsla fer að mestu fram samhliða meistaranámi í geð­ hjúkrun. Upplýsingar veita Margrét Gunnarsdóttir, maggagu@hi.is, og Jóhanna Bernharðs­ dóttir, johannab@hi.is. FJÖLBREYTT FRAMHALDSNÁM Í HJÚKRUNARFRÆÐI – LEIÐIN TIL FRAMTÍÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.