Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 30
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201526 Síðastliðið haust var í fyrsta sinn boðið upp á meistaranámskeið um sálræn áföll, ofbeldi og áfallastreitu við heilbrigðis­ vísindasvið Háskólans á Akureyri (HA). Námskeiðið var haldið í samstarfi við hug­ og félagsvísindasvið HA og Jafnréttis stofu. Meistara námskeiðið sátu meistaranemar og fagfólk úr ýmsum áttum, allt frá Vestmannaeyjum til Ísafjarðar og Þórshafnar, og var greini­ lega mikil þörf fyrir námskeiðið því það sátu 56 manns. Námskeiðinu lauk með málþingi þar sem nemendum gafst kostur á að kynna verkefni sín. Áherslan á málþinginu, sem var öllum opið, var: Einelti í allri sinni mynd. Yfir hundrað manns sóttu málþingið og komu margir úr skólakerfinu. Flestir þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar og því mikilvægt að ná til annarra stétta þegar námskeiðið verður haldið næst svo tryggja megi að þekkingin dreifist sem víðast. Námskeiðið, sem er til 5 eða 10 eininga, byggist á þverfaglegri sýn á sviði heilbrigðisvísinda, félagsvísinda, menntavísinda og laga. Með því að samþætta þekkingu og reynslu margra fagstétta og vísindasviða öðlast nemendur þekkingu á heildrænni og þverfaglegri sýn. Áhersla er lögð á forvarnir, einkenni, afleiðingar og meðferðarúrræði. Fjallað er um helstu skilgreiningar, forvarnir, einkenni sem geta komið fram, líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar og þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og í meðferð. Fjallað er um ofbeldi og sálræn áföll með tilliti til viðbragða í skólakerfinu og einnig í tengslum við mannréttindi og lagaumhverfi. Að námskeiðinu loknu skal nemandi: • geta gert grein fyrir einkennum og afleiðingum sálrænna áfalla, ofbeldis og áfallastreitu og hvaða meðferðarúrræði eru í boði • geta fjallað um skammvinnar og langvinnar afleiðingar sálrænna áfalla og ofbeldis fyrir líkama, sál, félagslegt umhverfi og samfélagið í heild sinni Sigrún Sigurðardóttir, sigrunsig@unak.is • kunna skil á einkennum áfallastreitu og þeim mismunandi aðferðum sem beitt er og leiðum sem notaðar eru til úrvinnslu og til að stuðla að virkri þátttöku einstaklingsins • þekkja helstu leiðir í þverfaglegri samvinnu mismunandi fagstétta frá sjónarhorni skjólstæðinga, fagfólks og samfélagsins • geta rætt um hvaða áhrif og afleiðingar sálræn áföll og ofbeldi geta haft á heilsufar og líðan og hvert skal vísa einstaklingum með slíka reynslu til markvissrar úrvinnslu • þekkja helstu leiðir til forvarna og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið • þekkja þau úrræði og leiðir sem eru til og sem hugsanlegar eru innan menntastofnana og annarra stofnana innan sveitarfélaga • þekkja hvernig lagakerfið verkar fyrir þolendur ofbeldis, helstu dóma sem hafa fallið á því sviði og hvernig stjórnsýslukerfið starfar. Námskeiðið er kennt í lotum, einn og hálfan dag einu sinni í mánuði í fjóra mánuði, og hentar því vel fyrir fólk sem er á vinnumarkaðnum eða býr ekki á Akureyri. Allir fyrirlestrar eru teknir upp og hafa nemendur aðgang að þeim á kennsluvef námskeiðsins. Engin próf eru í framhaldsnáminu en nemendur vinna verkefni á milli lota. Fjöldi kennsluslustunda í námskeiðinu er 48, nemendur geta valið um að taka tvær eða fjórar lotur til 5 eða 10 eininga og gert verkefni samkvæmt því. Í fjórum lotum námskeiðsins er eftirfarandi tekið fyrir: Sálræn áföll og ofbeldi, heimilisofbeldi, einkenni og afleiðingar, áfallastreita, að vinna með þolendum áfalla og ofbeldis, hlutverk fagaðila, helstu aðgerðir gegn ofbeldi, ofbeldi og einelti í framhaldsskólum og grunnskólum, ofbeldi og lög, mannréttindi, löggjöf og forvarnargildi, ofbeldi og fjölmiðlar, þolendur ofbeldis í undirheimum, mansal, úrvinnsla og meðferðarúrræði við áfallastreitu og ofbeldi á meðgöngu. Verkefni námskeiðsins byggjast á því að efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda og að hugsa út fyrir rammann um það hvað hægt sé að gera til að bregðast við vandamálum í þjóðfélaginu. Umsjón með námskeiðinu hafa Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor við heilbrigðisvísindasvið HA, Bergljót Þrastardóttir, kennari og sérfræðingur á Jafnréttisstofu, og Ágúst Þór Árnason, dósent við lagadeild HA. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Sigurðardóttir. Til stendur að halda námskeiðið aftur á vormisseri 2016. NÁMSKEIÐ UM SÁLRÆN ÁFÖLL, OFBELDI OG ÁFALLASTREITU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.