Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201544 undirbúningstímabil með stórum hópi af frábæru fólki fór söfnunarþátturinn Nótt og dagur í loftið 14. september 2012. Þjóðin gaf fjármagn til rekstrarins til næstu þriggja ára. Viðskiptaáætlunin var til ásamt fjárhagsáætlunum og nú þurfti aðeins að útfæra hugmyndirnar niður í smáatriði og ráða fólk til starfa. Leiðarljós, stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með alvarlega, sjaldgæfa sjúkdóma, var síðan opnað með viðhöfn og húsfylli 6. nóvember 2012. Leiðarljós Framfarir í tækni og læknavísindum leiða af sér að fleiri geta lifað lengur með alvarleg veikindi og ein afleiðing þess er að börnum með alvarlega og sjaldgæfa sjúkdóma, sem lifa lengur, fjölgar. Skipulag heilbrigðis­ og félagsmála hefur ekki náð að fylgja þessu eftir og hefur ekki breyst að því marki að ná að veita fjölskyldum langveikra barna heildstæða og samfellda þjónustu utan sjúkrahúsa. Þjónusta við fjölskyldur langveikra barna er ferðalag en ekki áfangastaður, því er samfella, samhæfing og samvinna allra sem koma að fjölskyldunni lykilatriði, en enginn vettvangur var til til að samhæfa þessa þjónustu og stuðning við fjölskyldur. Heilbrigðisþjónustan er eftir sem áður byggð upp að mestu leyti sem bráðaþjónusta fyrir þá sem veikjast og þurfa skyndilega að leita sér aðstoðar. Félagsþjónustan er veitt í viðkomandi sveitarfélagi þar sem barnið á lögheimili. Þjónustan við þessar fjölskyldur hefur hægt og rólega færst út af spítölum og stofnunum án þess að nokkur aðili eða stofnun hafi tekið að sér að hafa yfirsýn yfir eða bera ábyrgð á að halda utan um þjónustu við þessar fjölskyldur sem svo sannarlega þurfa að eiga greiðan aðgang að þjónustu og vísri aðstoð inni á heimilum sínum og sinna börnum eftir að dvöl á sjúkrahúsi lýkur. Núverandi starf mitt felst í því að veita forstöðu Stuðningsmiðstöðinni Leiðarljósi sem er ný þjónustuleið hér á landi til að halda utan um ákveðinn sjúklingahóp og er rekin af sjálfseignarfélaginu Nótt og dagur. Markmið Leiðarljóss er að samhæfa þjónustuna til að geta fundið bestu mögulegu lausnir fyrir hverja fjölskyldu fyrir sig svo hægt sé að skapa henni bestu hugsanlegu skilyrði til góðs og ánægjulegs lífs, þrátt fyrir veikindi barnsins. Hjá Leiðarljósi er í mótun ákveðin hjúkrunarmeðferð sem felur í sér að meta stöðu fjölskyldunnar, líðan hennar og bjargráð og fylgja málefnum hennar eftir. Unnið er að því að virkja fáanleg úrræði og stuðning í samráði við fjölskylduna. Hjá Leiðarljósi starfa þrír barnahjúkrunar­ fræðingar og einn ráðgjafarþroskaþjálfi sem sér um félagsleg réttindamál. Unnið er í þverfaglegu samstarfi með öðru fagfólki á ýmsum stofnunum víðs vegar um landið. Leiðarljós samnýtir húsnæði hjá Rauða krossi Íslands með Heilsueflinga rmið­ stöð inni sem rekur heimahjúkrun barna. Heima hjúkrun barna er hjúkrunar­ þjónusta á heimili þeirra fjölskyldna sem þurfa á aðstoð hjúkrunarfræðings að halda við umönnun og eftirlit með veiku barni. Heimahjúkrun hefst oft þegar dvöl á sjúkra húsi lýkur og stendur yfir eins lengi og þörf þykir í hverju tilviki fyrir sig. Heimahjúkrun felur til dæmis í sér eftirlit og mat á sjúkdómsástandi barnsins þar sem fylgst er með breytingum á einkennum sjúkdómsins og almennri líðan þess og þroska. Foreldrar fá fræðslu og kennslu í þeirri sérhæfðu umönnun sem barnið þarfnast. Hjá þessum tveimur sjálfstætt starfandi fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu, sem halda utan um þennan hóp, starfa um 12 hjúkrunarfræðingar. Langflestir þeirra vinna í hlutastörfum með öðrum störfum við hjúkrun. Lokaorð Sérfræðiþekking mín í hjúkrun hefur komið ýmsu til leiðar í þágu hópsins sem ég lagði upp með í byrjun að ryðja veginn fyrir að bættri þjónustu. Leiðin var löng, en með þrautseigju og staðföstum ásetningi hefur tekist að ná ýmsum áföngum og fleiri verkefni eru í farvatninu. Sérfræðingar í hjúkrun ættu óhikað að hugsa út fyrir rammann til þess að finna réttu leiðina að því marki sem þeir stefna að. Það er okkar að ryðja leiðina og taka skrefin sem stuðla að framþróun hjúkrunar á því sérfræðisviði sem við höfum kosið að starfa við. Starfsfólk Leiðarljóss forðast að taka viðtöl við foreldra í skrifstofuumhverfi. Bára Sigurjónsdóttir er sérfræðingur í barnahjúkrun með hjúkrun langveikra barna og fjölskyldna sem sérsvið. Hún er með meistargráðu frá háskólanum í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada og útskrifaðist þaðan 2001. Á árunum 2003­ 2007 var hún sérfræðingur í hjúkrun langveikra barna og fjölskyldna á Barnaspítala Hringsins en starfar nú hjá Leiðarljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.