Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 43
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 39 175 hjúkrunarkonur eru félagar í FÍH, af þeim eru 59 giftar, þar af 7 erlendis, 6 giftar hjúkrunarkonur eru við störf eins og stendur. Af þessum 116 eru 11 erlendis, 5 eru frá störfum sökum elli eða veikinda. Við störf eru því 106 hjúkrunarkonur. Af þeim starfa: • 80 við sjúkrahús. • 19 við heilsuvernd. • 3 við einkahjúkrun. • 4 við önnur störf er heyra undir þjóð félags mál. • Um 8­10 stöður eru óskipaðar, eins og stendur, ef ekki fleiri. Það má búast við allt að því 5 nýjum stöðum árlega. T.d. mynduðust 8 nýjar stöður frá því síðari hluta ársins 1941 til þessa tíma, er hafa verið skipaðar. Síðastliðin 10 ár hafa útskrifast 99 hjúkrunarkonur úr Hjúkrunar­ kvennaskóla Íslands og eru það 10 á ári að meðaltali. Af þessum 99 konum eru 37 giftar og 2 dánar. Af þessu verður séð að langflestar hjúkrunarkonur hætta störfum vegna giftinga og gefa flestar þeirra ekki kost á sér til starfa eftir það. Þessi og önnur ófyrirsjáanleg fráföll lærðra hjúkrunarkvenna hafa ekki verið bætt upp. En aftur á móti hefir hingað til, vegna góðrar aðsóknar að skólanum, verið hægt að gera fyrir fráföllum á nemunum, en þau verða alltaf nokkur, einkanlega í byrjun námstímans, með því að taka fleiri nema í forskóla Hjúkrunarkvennaskólans sem grípa má til ef þörf gerist. Þetta gerir það að verkum að skólinn er alltaf fullskipaður á öllum tímum. Námstímabilið er 3 ár eins og kunnugt er, en það er ekki alltaf athugað að árið eftir að hjúkrunarkonurnar útskrifast stunda þær 6 mánaða framhaldsnám á geðveikrahælinu á Kleppi og margar 4 mánaða framhaldsnám á skurðstofu Landspítalans. Þær koma því ekki til greina sem fullgildur vinnukraftur fyrr en eftir tæplega 4 ár frá því þær byrja námið. Fyrir stríðið dvöldu ávallt margar hjúkrunarkonur við framhaldsnám erlendis, og er sjálfsagt að gera ráð fyrir að eftir stríð sæki í sama horfið. Sú breyting var gerð á fyrirkomulagi skólans síðastliðið ár að nemarnir eru nú teknir inn haust og vor. Þetta gerir það að verkum að dreifing vinnukraftarins verður jafnari yfir árið. Nú munu margir spyrja: Hvers vegna er ekki nemum hjúkrunarkvennaskólans fjölgað? Það er eðlilegt að svona sé spurt því það ætti að vera sú einfalda lausn málsins að bæta við nemum. En allir sem til þekkja vita að það er óframkvæmanlegt að fjölga nemum af þeim ástæðum sem nú skal greina. Í fyrsta lagi, ef fleiri nemar væru teknir myndi hlutfallið milli þeirra og lærðra hjúkrunarkvenna á spítalanum raskast um of. Í öðru lagi er það algerlega útilokað meðan skólinn fær ekki eigið húsnæði að bæta við fleiri nemum. Aftur á móti, ef byggt yrði yfir skólann og þriðja hæð sjúkrahússins yrði tekin til afnota fyrir sjúklinga, eins og upphaflega var fyrirhugað, myndi lærðum hjúkrunarkonum fjölga og yrði þá strax hægt að bæta við nemum og myndi sú aukning nema allt að því 5­6 nemum árlega. Það er ekki hægt að véfengja þá staðreynd að skortur hjúkrunarkvenna í landinu hlýtur innan skamms að draga úr eðlilegri þróun heilbrigðismála þjóðarinnar. Hjúkrunarkonan er virkur aðili í framkvæmdum þessara mála og án hennar getur rekstur sjúkrahúsa eða fullkomlega skipulögð heilsuverndarstarfsemi ekki þrifist. Fyrir utan það að ef til hernaðaraðgerða kæmi hér á landi á næstunni og óbreyttir borgarar yrði fyrir slysum myndi skortur á hjúkrunarkonum hljóta að hafa mjög alvarlegar afleiðingar. Svona standa nú sakirnar í þessu máli og er það augljóst að þetta er ekki vandamál hjúkrunarstéttarinnar einnar og verður því ekki leyst af henni, heldur þjóðfélagslegt vandamál sem allir borgarar eiga rétt á að verði tekið til úrlausnar án frekari tafa. Greinin birtist upphaflega í 1. tölublaði Hjúkrunarkvennablaðsins 1942. Höfundur greinar (S.B.) er að öllum líkindum Sigríður Bachmann en hún var þá ritari í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna. Á þessum tíma starfaði hún á Akureyri en sjö árum síðar var hún ráðin skólastjóri við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands. LEIÐBEININGAR UM RITRÝNDAR GREINAR UPPFÆRÐAR Fræðiritnefnd hefur nú gefið út uppfærðar leiðbeiningar til höfunda ritrýndra greina ásamt leiðbeiningum til ritrýna. Einnig hafa verið gerðir nýir gátlistar. Skjölin má finna á vef tímaritsins. Handrit send inn eftir 1. mars 2015 með beiðni um ritrýni þurfa að vera frágengin samkvæmt nýjum leiðbeiningum. Höfundar annarra greina, þar sem vitnað er í heimildir, eru einnig hvattir til þess að kynna sér heimildareglurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.