Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 3 Formannspistill Samninga viðræður eru hafnar þó svo að þær séu ekki langt komnar en viðræður munu nú fara á fullt á næstu vikum. Það er ljóst að það stefnir í átök á vinnumarkaði hérlendis í vetur. Miklar launa hækkanir ákveðinna stétta hafa sett tóninn fyrir komandi baráttu. Launamenn krefjast ákveðinna leiðréttinga á kjörum sínum og eru hjúkrunarfræðingar þar ekki undanskildir. Ljóst er, af tölum fjármálaráðuneytisins, að laun hjúkrunarfræðinga eru ekki sambærileg við laun annarra háskóla­ menntaðra stétta. Í nokkurn tíma hefur Fíh talað um ráðuneytabundinn launamun stétta. Svo virðist sem stéttir, sem sýsla með peninga og tæki, séu verðmætari í þjóðfélaginu heldur en stéttir sem vinna með líf og heilsu fólks í höndunum eða vinna að því að mennta þjóðina. Sú forgangsröðun er með öllu óviðunandi. Það er algert grunnatriði að störf líkt og hjúkrun séu samkeppnishæf í launum við önnur störf í þjóðfélaginu. Hjúkrunarnám verður að verða raunhæfur kostur fyrir ungt fólk sem nú stendur frammi fyrir að velja sér framtíðarstarf og horfir á hvers virði námið er að því loknu. Hjúkrunarfræðingar eru nú í auknum mæli að leita í önnur störf og menntun utan hjúkrunar. Kjarakönnun, sem Fíh framkvæmdi í október 2014, sýnir okkur að hlutfall þeirra sem eru að mennta sig út úr hjúkrunarstarfinu fer stækkandi. Þetta er mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að sama könnun sýnir að hjúkrunarfræðingar íhuga af alvöru að yfirgefa landið til hjúkrunarstarfa á erlendri grundu. Um þriðjungur hjúkrunarfræðinga er nú í þessum hugleiðingum og í aldursflokknum 24­34 ára horfa um 64% svarenda út fyrir landsteinana og 40% þeirra sem eru í aldursflokknum 35­44 ára. Þessar tölur eru sláandi og mikið áhyggjuefni fyrir okkar stétt. Við þurfum á Síðustu daga og vikur hef ég ásamt sviðstjóra kjara­ og réttindasviðs farið hringferð um landið og hitt hjúkrunarfræðinga. Þessi ferð hefur verið mjög skemmtileg og fræðandi. Gaman er að sjá hvað hjúkrunarfræðingar eru að gera á landsbyggðinni og sjá vinnuumhverfi þeirra og heimabyggð. Við eigum víðs vegar um landið mikið af flottum og frambærilegum hjúkrunarfræðingum sem eiga ríkan þátt í að halda uppi heilbrigðisþjónustu, oft og tíðum við erfiðar aðstæður og lítinn stuðning. Vel var mætt á þá fundi sem við héldum og greinilegt að hjúkrunarfræðingar eru fullir af eldmóði og tilbúnir til þess að láta til sín taka á fjölbreyttum vettvangi. Markmið okkar með þessu ferðalagi var að heyra hvað það er sem hjúkrunarfræðingar telja mikilvægt að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Tilgangurinn var einnig sá að þjappa stéttinni saman og efla samstöðu okkar á milli. Samstaðan er lykilatriði í allri hagsmunabaráttu stéttarinnar. Kjarasamningar Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga renna sitt skeið á enda 30. apríl 2015 að undan skildum samningi félagsins við sveitarfélögin en hann rennur út í lok ágúst mánaðar. þessum einstaklingum að halda í íslensku heilbrigðiskerfi. Stórt skref hefur verið stigið til eflingar heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Aukin fjár­ framlög til stofnana og viljayfirlýsing um uppbyggingu kerfisins hafa litið dagsins ljós og er ekkert nema gott um það að segja. Vinnuaðstæður okkar hafa mikið að segja um líðan okkar við störf, starfsánægju og hversu vel okkur tekst að inna verk okkar af hendi. Það er þó ljóst að það dugir ekki eitt og sér til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi eða til að efla nýliðun stéttarinnar. Leiðrétting á kjörum okkar er orðin löngu tímabær og nauðsynleg fyrir framtíð stéttarinnar. Skilaboð félagsmanna til mín á þessu ferðalagi um landið eru skýr. Hjúkrunar­ fræðingar sætta sig ekki lengur við þau kjör sem í boði eru og vilja fá leiðréttingu launa sinna. Ég heyri þau skilaboð hátt og skýrt og ég heyri líka að stéttin er tilbúin að gera það sem þarf til að knýja fram þá leiðréttingu sem þörf er á. Hjúkrun er nauðsynleg íslensku samfélagi, námið er langt og strangt, ábyrgðin er mikil og álagið gríðarlegt. Þekking okkar er heilbrigðiskerfinu nauðsynleg. Horfa verður til þessara þátta þegar samið er um okkar kjör. Við vonum öll að ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu hjúkrunarfræðinga í komandi kjarasamningum en biðlund hjúkrunarfræðinga er þrotin. Samstaðan er til staðar, krafturinn er til staðar og nú er að duga eða drepast. Útsölu á launum hjúkrunarfræðinga er hér með lokið! ÚTSÖLUNNI ER LOKIÐ! Ólafur Guðbjörn Skúlason. Allt sem þú þarft í vinnuna H E I L S A Eirberg Heilsa • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Æfingateygjur – endalausir möguleikar AWC vinnuskór – öryggi og þægindi í fyrirrúmi Pennaljós, vinnuúr og vasaskæri – þegar smáatriðin skipta máli Mettunarnemar – hljóðlátir og nettir MDF hlustunarpípur – margir litir og lífstíðarábyrgð Vinnusokkar – fjölbreytt úrval, margir litir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.