Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201530 lega einn ánægjulegasti hluti starfsins. Að kveðja nemendurna og horfa á eftir þeim út í sjálft lífið er ótrúlega gefandi.“ Óvænt í pólitíkina „Ég hafði aldrei skipt mér af pólitík og hafði reyndar aldrei gefið upp mínar skoðanir í stjórnmálum. Sem stjórnandi á stórum vinnustað fannst mér það ekki viðeigandi. Nokkru fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar komu fulltrúar Samfylkingarinnar hérna á Akureyri að máli við mig og vildu fá mig í framboð. Eftir talsverða umhugsun ákvað ég að slá til, sérstaklega vegna þess að ég taldi mig hafa reynslu og þekkingu fram að færa sem gæti gagnast samfélaginu. Til að gera langa sögu stutta skipaði ég annað sæti framboðslista flokksins sem fékk tvo fulltrúa. Ég settist því í bæjarstjórn í vor og er því enn að kynnast þessu nýja og um margt ögrandi verkefni.“ Sigríður Huld segir að skilgreina megi starf bæjarfulltrúans sem þjónustuhlutverk. „Já, hiklaust. Ég tel mig vera í vinnu fyrir mitt nærsamfélag og gæta hagsmuna þess. Og ef við líkjum störfum bæjarfulltrúanna við störf hjúkrunarfræðinganna eru þau á margan hátt af svipuðum toga. Bæjarfulltrúinn hugsar um vellíðan bæjarins og hjúkrunar fræðingurinn hugsar um vellíðan sjúklingsins. Bæjarfulltrúinn vill að fólkinu í bænum líði vel rétt eins og hjúkrunar­ fræðingurinn vill að sjúklingnum líði sem best. Þegar á öllu er botninn hvolft mættu gjarnan vera fleiri hjúkrunarfræðingar í pólitík!“ Sigríður Huld er formaður félagsmálaráðs sem nýverið hefur ákveðið að endurskoða stefnu bæjarins í velferðarmálum. „Þetta er um margt krefjandi verkefni. Þreyta í samfélaginu birtist víða vegna niðurskurðar, átaka af ýmsum toga og svo framvegis. Margt ungt fólk getur ekki sinnt námi eða vinnu vegna eiturlyfjanotkunar og geðrænna sjúkdóma svo dæmi sé tekið. Ég vil leggja mín lóð á vogarskálarnar, þess vegna gaf ég kost á mér til bæjarstjórnar. Vonandi tekst mér að verða samfélaginu til gagns enda tók ég þetta verkefni að mér með það fyrir augum.“ Auglýst eftir ágripum Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 8.-9. október 2015 Boðið verður upp á fyrirlestra, vinnusmiðjur og veggspjaldakynningar. Umsóknafrestur til að senda inn ágrip er til 30. apríl 2015 Sjá nánar undir fagsviði á www.hjukrun.is HJÚKRUN 2015 Heilbrigðisþjónusta: fagmennska og framtíðarsýn HJÚKRUN 2015 er vísindaráðstefna haldin í samstarfi eftirfarandi aðila: Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðideildar HÍ Hjúkrunarfræðideildar HA Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Landspítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.