Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201548 og samfélagsbreytinga. Upprunalega samdi Search Institute í Bandaríkjunum spurningalistann í tengslum við kynfræðsluefnið Kynfræðsla: Lífsgildi og ákvarðanir. Safnað var gögnum um bakgrunn þátttakenda, umræður við foreldra um kynheilbrigðismál, þekkingu, viðhorf og kynhegðun. Bakgrunnsspurningar voru sjö og fjölluðu um aldur, kyn, búsetu, menntun móður, menntun föður, áætlaða skólagöngu og einkunnir. Umræðuspurningar voru þrjár og lutu að því hversu oft unglingar ræddu við foreldra, hver voru umræðuefnin og gæði samtalanna. Þekking var skoðuð með ellefu spurningum sem hægt var að svara ýmist rétt eða rangt. Dæmi: „Hægt er að vera með kynsjúkdóm án þess að hafa einkenni.“ Fimmtán fullyrðingar snerust um viðhorf og voru þær á fimm bila Likert­ kvarða frá „mjög sammála“ til „mjög ósammála“. Spurningar um kynhegðun voru alls átta en unnið var úr fimm þeirra þar sem fáir voru byrjaðir að stunda kynlíf. Þessar fimm spurningar voru um það hvort nemandinn hefði verið á föstu, væri nú á föstu, væri byrjaður að stunda kynlíf, fjöldi vina sem byrjaðir væru að stunda kynlíf og aldur við fyrstu kynmök. Framkvæmd rannsóknar Áður en rannsóknin var framkvæmd var sótt um leyfi hjá Menntasviði Reykjavíkurborgar, hjá Vísindasiðanefnd (VSNb2010080006/03.7) og rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (S4941/2010). Þá var fengið leyfi hjá viðkomandi skólastjóra og foreldrum. Allir foreldrar og nemendur fengu sent kynningarbréf þar sem rannsóknin og framkvæmd hennar var kynnt. Óskað var eftir samþykki foreldra um þátttöku þeirra unglings í upphafi og í lok rannsóknar. Í þeim tilvikum, þar sem ekki barst svar frá foreldri, var hringt og beiðni um þátttöku fylgt eftir. Þeir nemendur, sem fengu leyfi, voru 126 eða 89% af öllum nemendafjöldanum. Af þessum 126 svaraði 101 nemandi báðum könnununum. Afföllin voru einkum vegna þess að nemendur mættu ekki í skólann þegar könnunin var lögð fyrir. Kynningarfundur var haldinn um rannsóknina og kynfræðsluefnið fyrir stjórnendur, kennara, námsráðgjafa og hjúkrunarfræðing. Fyrri könnunin (Fyrirlögn I, FI) var lögð fyrir þátttakendur 12. október 2010, viku áður en kynfræðslan hófst. Þeir sem sáu um kennsluna voru annars vegar kennari og meistaranemi í lýðheilsuvísindum og hins vegar ljósmæðranemar við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Áður en íhlutun hófst tóku kennararnir þátt í undirbúningsnámskeiði um kennslu kynfræðsluefnisins. Nýja námsefnið var kennt í lífsleiknitímum og voru lífsleiknikennarar skólans að jafnaði viðstaddir. Kennnslan fór ýmist fram fjórum sinnum með tveggja kennslustunda fræðslu eða átta sinnum með einni kennslustund í senn. Síðari könnunin (Fyrirlögn II, FII) fór fram viku eftir að kynfræðslunni lauk, þann 10. desember 2010. Gagnagreining Gögnin voru skráð og greind með hjálp forritsins SPSS fyrir Windows, útgáfu 17,0. Tíðnitöflur voru notaðar við lýsandi greiningu. Í þekkingarhluta gagnanna var reiknuð út „einkunn“ nemenda í tugabrotum sem auðvelt var að yfirfæra í hlutfall af hundraði. Gögnum var breytt þannig að fyrir rétt svar fengu nemendur 1 en fyrir rangt svar fengu þeir 0. Til að mæla hvort marktækur munur væri á meðaleinkunn fyrir og eftir fræðslu var reiknað út líkindahlutfall og öryggisbil fyrir hverja spurningu. Meðaleinkunn úr þekkingarspurningunum 11 var síðan reiknuð saman í eina breytu í FI og í aðra breytu í FII í þeim tilgangi að greina mun á þekkingu eftir kynjum, menntun foreldra og áætlaðri skólagöngu. Til þess að mæla marktækan mun í þeim hluta var notað ANOVA­próf endurtekinna mælinga. Svarmöguleikar í viðhorfahluta spurningalistans voru fimm. Þeim var fækkað í úrvinnslu í þrjá þannig að svörin „sammála“ og „mjög sammála“ voru tekin saman í einn flokk og „ósammála“ og „mjög ósammála“ sömuleiðis en svör við svarmöguleikanum „hlutlaus“ héldust óbreytt. Í viðhorfahlutanum var Wilcoxon­ próf notað til að kanna mun á fyrirlögnum og jafnframt í greiningu á kynhegðunarhluta gagnanna. Í gagnagreiningunni voru marktektarmörkin miðuð við p<0,05. NIÐURSTÖÐUR Nemendur, sem svöruðu báðum könnununum (FI og FII), voru samtals 101 (um 80% svarhlutfall), stúlkur voru 52 (51%) og drengir 49 (49%). Flestir bjuggu hjá báðum blóðforeldrum (79%). Meirihluti foreldra hafði lokið háskólanámi (80% mæðra og 62% feðra). Flestir af nemendunum sögðust venjulega fá einkunnina 8 eða meira í skólanum (79%) og höfðu langflestir framtíðaráform um að stunda háskólanám (72%). Þekking á kynheilbrigðismálum Réttum svörum allra þátttakenda fjölgaði marktækt (p<0,001) milli kannana (68% FI; 79% FII) og reyndist þekkingin vera óháð kyni, menntun foreldra og lengd áætlaðrar skólagöngu (tafla 1). Þekking nemenda í heild jókst marktækt eftir kynfræðsluna hvað varðar líkur á þungun (OR:1,56, CI:1,02­2,39 og OR:3,83, CI:2,50­5,89), ófrjósemi (OR:1,59, CI:1,20­2,11) en einnig um kynsjúkdóma (OR:1,47, CI:1,10­1,98) og kynsjúkdómaáhættu (OR:1,76, CI:1,35­2,30) (tafla 2). Þegar litið var til kynjamunar kom í ljós að hlutfall réttra svara var oftar hærra hjá stúlkum en drengjum í báðum fyrirlögnum. Stúlkur voru að meðaltali með um 70% rétt svör í upphafi en um 81% eftir kynfræðsluna Drengir voru að meðaltali með 65% rétt svör í byrjun en höfðu aukið hlutfallið í 75% eftir kynfræðsluna. Þekking stúlkna jókst marktækt í sambandi við líkur á þungun og ófrjósemi en jafnframt um kynsjúkdóma og þekking drengja jókst marktækt um líkur á þungun og kynsjúkdóma. Mestur kynjamunur var á spurningunni „Stúlka getur orðið ólétt áður en hún fær fyrstu blæðingar“ (OR:3,83, CI:2,50­5,89). Stúlkur voru rúmlega þrisvar sinnum líklegri í FII til að svara spurningunni rétt (OR:3,20, CI:1,95­5,27) og drengir liðlega fimm sinnum líklegri (OR:5,56, CI:2,42­12,79). Þegar nemendur voru spurðir að því hvar þeir hefðu lært mest um kynlíf kom í ljós að í efstu þremur sætunum voru skólinn (43% FI; 53% FII), næst voru vinir (20% FI; 19% FII) og í þriðja sæti voru foreldrar (14% FI; 10% FII). Reyndist veraldarvefurinn í neðsta sæti með 7% í FI og 10% í FII. Viðhorf til kynheilbrigðis Þegar viðhorf nemenda voru skoðuð í heild var marktæk breyting á viðhorfum til ábyrgs kynlífs (p=0,034) og til fordóma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.