Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 22
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201518 eða geðræn vandamál, eins og Afibran (metóklópramíð), Haldol (halóperídól) og fleiri, valda auknum stirðleika eða hreyfitruflunum hjá einstaklingum með Parkinsonveiki, jafnvel geta þau orsakað Parkinsonkrísu (Danmodis, 2011). Í töflu 4 má sjá lyf sem ætti að forðast og hvaða lyfjum er mælt með að nota í staðinn. Ráð 4: Efling hreyfi- og sjálfsbjargargetu Fjölmargir þættir auka hættu á byltum hjá þeim sem eru með Parkinsonveiki. Má þar nefna almennan vöðvaslappleika, blóðþrýstingsfall, erfiðleika við að hefja hreyfingar, „frost“ og aukaverkanir flókinnar lyfjameðferðar (NICE, 2006). Þess vegna er mikilvægt að meta hættu á byltum og vinna náið saman með sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa. Við langvarandi svæsnum hreyfieinkennum þarf ráðgjöf taugalæknis. Dagsdaglega er hægt að nota ýmis ráð til þess að auðvelda hreyfigetu og efla sjálfsbjargargetu. Hafi sjúklingur tilhneigingu til þess að frjósa má nota eftirfarandi úrræði: • Hvetja sjúkling til að telja í huganum eða upphátt. Umönnunaraðilar geta gefið merkjagjöf með því að segja upphátt „1­2, 1­2, 1­2“, „settu hælinn fyrst“, „taktu stór skref“ eða nota tónlist og söng, til dæmis syngja taktfast „Göngum upp í gilið“. • Fjölbreytni í umhverfi, til dæmis setja rendur á gólf (litað límband) sem sjúklingur getur stigið yfir. • Hvetja sjúkling til þess að stíga yfir ímyndaðan hlut. • Setja fót fyrir framan sjúkling og biðja hann um að stíga yfir fótinn. Viðhalda síðan göngunni með því að telja upphátt. • Setja stíft plastband neðst á göngustaf og kenna sjúklingi að stíga yfir það ef hann frýs. • Hvetja til þess að gera eitt í einu; ekki ganga og halda á hlut, ekki ganga og tala og svo framvegis • Ef fætur eru alveg límdir við gólfið, segja þá „STOPP“ og hvetja sjúkling til þess að að anda djúpt og taka eitt skref aftur á bak. Ganga síðan áfram með stórum skrefum. • Auðvelda sjúklingi að snúa við með því að ímynda sér að fætur hans fylgi tölustöfunum á klukkuskífu. • Ráðleggja sjúklingi að færa líkams­ þungann yfir á sitt hvorn fótinn til skiptis; rugga sér rólega í gang. • Skipta stóru verkefni (svo sem að fara í bað) niður í skýrt afmarkaða hluta með því að gefa ein fyrirmæli í einu, til dæmis: sestu upp, farðu í skóna, stattu upp, gakktu fram á baðherbergi. • Ef sjúklingur á erfitt með að skrifa, nota línustrikaðan pappír. Önnur úrræði, sem má nota, eru til dæmis létt snerting fylgdarmanns á öxl sjúklings. Ef sjúklingur finnur stirðleikann koma yfir sig getur verið hjálplegt að halda sér í stólbak og einbeita sér að því að gera þær æfingar sem sjúkraþjálfarinn mælir með (Evrópsku Parkinsonsamtökin, 2013; Matusch o.fl., 2009). Ef sjúklingur er með mikinn hvíldarskjálfta geta eftirtalin ráð komið að góðu gagni: • Hvetja sjúkling til þess að kreppa og rétta fingur til skiptis. • Kreista mjúkan hlut svo sem gel­bolta. • Taka penna í hönd og snúa honum í hring. • Fletta spilum, raða á borð eða leggja kapal. • Kasta eða færa hlut á milli handanna (bolta, epli, appelsínu og svo framvegis). • Setjast í stól og grípa um stólarm eða grípa undir stólinn, sitja á hendinni eða að halda í hönd annarrar manneskju. Almennt er mælt með að sjúklingur noti þægilegan klæðnað, svo sem íþróttaföt, franska rennilása á skyrtum, buxum og skóm, klæði sig sitjandi og noti rafmagnstannbursta. Þetta auðveldar sjálfsbjargargetu hans (Evrópsku Parkinsonsamtökin, 2013). Ráð 5: Réttstöðulágþrýstingur Um það bil 50% PS finna fyrir einkennum réttstöðulágþrýstings, svo sem svima, að „fá yfir höfuðið“, óstöðugleika, ógleði og verkjum í uppréttri stöðu. Réttstöðu­ lágþrýstingur getur einnig lýst sér sem þyngslaverkir í herðum og öxlum. Fylgikvillar réttstöðulágþrýstings eru þreyta, slapp leiki, ógleði, hjartsláttarónot og höfuð verkur (Henriksen o.fl., 2012; Lanier o.fl., 2001; Ziemssen og Reichmann, 2010). Við innlögn er mælt með að skima eftir réttstöðu lágþrýstingi að minnsta kosti tvisvar á dag fyrstu 3 dagana. Rétt aðferð er: • Láta sjúkling slaka á í rólegu umhverfi í 10 mínútur fyrir mælingu. • Nota kvikasilfursmæli. • Mæla blóðþrýsting og púls, fyrst í liggjandi stöðu, síðan strax þegar sjúklingur stendur upp og eftir 3 mínútur. • Ef blóðþrýstingur fellur eða púls hækkar þarf að endurtaka mælinguna á mínútu fresti í 5 mínútur eða þangað Tafla 4. Lyf sem ætti að forðast við Parkinsonveiki og lyf sem má nota í staðinn. Alls ekki gefa Nota frekar Haldol (halóperídól) Risperdal (risperídón) Zyprexa (olanzapín) Seroquel (quetíapín) Leponex (klózapín) Stemitil (próklórperazín) Afipran (metóklópramíð) Motilium (domperidon) Zofran (ondansetrón), Zofran má samt ekki nota með Apomorfín Sérstök varúð við lyfjameðferð með Selegilin Hættulegar milliverkanir Selegilins og Petidíns Mikilvægt er að vita af því að hætta er á serótónínergu­heilkenni ef gefin eru þunglyndislyf samtímis Selegilin. Aldrei má gefa þeim sem eru á Selegilin verkjalyfið Petidín. Ef sjúklingur hefur verið á Selegilin þurfa að líða 2 vikur áður en gefa má Petidín (Marjama­Lyons o.fl., 2004).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.