Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201536 Í mínum huga er mikill munur á einka­ rekstri, þar sem gerður er samningur við aðila um rekstur heilbrigðisþjónustunnar með ákveðnum skilyrðum fyrir opinbert fé, og einkavæðingu sem er einka­ framkvæmd rekin og fjármögnuð af sama aðilanum. Það vill gleymast í allri þessari umræðu að heilbrigðiskerfi okkar, sem fjármagnað er af hinu opinbera í gegnum almannatryggingakerfið, er og hefur verið að meirihluta rekið af öðrum en hinu opinbera með góðum árangri. Einkarekstur í opinbera heil­ brigðis kerfinu er ekki eitthvað nýtt af nálinni. Einkaframkvæmdir sjálfstætt starfandi aðila og opinberra aðila, svo sem heilsugæslunnar, sem veita viðbótarþjónustu sem greidd er að fullu af hinum sjúkratryggða, er heldur ekki eitthvað nýtt af nálinni. Það eru ef til vill hin augljósu skil milli hins opinbera og einkareksturs sem hafa minnkað með aukinni stýringu, eftirliti, lögum og reglugerðum og síðast og ekki síst með skýrari ákvæðum og kröfum um gagnsemi þjónustunnar. Almennt veltum við því Helga Garðarsdóttir, helga.gardarsdottir@sjukra.is ekkert fyrir okkur hvort það sé sjálfstætt starfandi aðili, fyrirtæki í einkaeigu, sjálfseignarstofnun eða opinber aðili sem sér um að veita þjónustuna þegar við þurfum á henni að halda. Gott dæmi um þetta eru sjálfstætt starfandi ljósmæður sem eru aðilar að rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um fæðingar og umönnun sængurkvenna í heimahúsum eftir fæðingu. Framkvæmd samnings um þjónustuna hefur gengið vel og eru alls 112 ljósmæður aðilar að samningnum. Hin faglega umgjörð og umfang þjónustunnar hefur aukist talsvert síðustu ár en rúmlega 80% kvenna nýta sér nú þjónustu þeirra eftir fæðingu. Til samanburðar var hlutfallið tæp 37% árið 2006. Sjálfstætt starfandi ljósmæður á samningi eru ábyrgar fyrir því að halda skrá yfir heilsufarsmat og umönnun á meðan þær annast konu, barn og fjölskyldu fyrstu dagana eftir fæðingu. Þær miðla upplýsingum áfram til þeirra er sjá um áframhaldandi eftirlit og stuðla þannig að samfelldri og heild­ stæðri þjónustu. Talsverður sveigjanleiki einkennir þjónustu ljósmæðra þar sem hún er veitt á öllum tímum sólarhrings alla daga ársins. Það er einmitt þessi sveigjanleiki sem torveldað hefur hinu opinbera að taka að sér þjónustuna, auk þess sem beinn kostnaður, þá sér í lagi launakostnaður, við að færa hana yfir í heilsugæsluna er umtalsverður. Ef okkur finnst einkarekstur og einkavæðing hafa Helga Garðarsdóttir er deildarstjóri greiningardeildar Sjúkratrygginga Íslands. Helga er hjúkrunarfræðingur með meistaragráðu í heilsuhagfræði og hefur starfað sem sérfræðingur í samningamálum Sjúkratrygginga Íslands. ÞANKASTRIK EINKAREKSTUR ER EKKI EINKAVÆÐING Einkarekstur og einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar hafa verið talsvert í umræðunni síðustu vikur. Hugtakið einkarekstur hefur fengið á sig neikvæða merkingu í umræðunni um einkavæðingu, hugsanlega í ljósi þess að við tengjum það einna helst við einkavæðingu bankanna og gróðahyggju. Í þessari umræðu hafa prófessorar, pólitíkusar og aðrir tjáð sig á þá leið að einkavætt heilbrigðiskerfi mismuni fólki, að einkarekstur sé kostnaðarsamari en almannakerfið, að þjónustugjöld séu hærri í einkarekstri og að aðilar í einkarekstri veiti sjaldnast heildstæða þjónustu. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.