Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 19 til blóðþrýstingur hækkar aftur og púls lækkar (ef sjúklingur þolir það og getur staðið). • Í tengslum við mælingu skal athuga einkenni um svima eða önnur óþægindi. Ef sjúklingur lækkar í blóðþrýstingi og þolir ekki að standa upp er hann mældur liggjandi eða sitjandi (Helgason og Eggertsdóttir, 2014; Lanier o.fl., 2001). Ef þekkt er að blóðþrýstingur lækkar mikið og sjúklingur fær yfirliðstilfinningu þurfa að vera tveir umönnunaraðilar til staðar við mælinguna. Oft er erfitt að ná réttum blóðþrýstingi með rafmagnstæki, til dæmis vegna skjálfta og vegna þess að rafmagnstækið er ekki nægilega næmt til þess að mæla blóðþrýstingsfallið og sýnir „Error“. Mikilvægt er að skrá púlsinn alltaf samhliða blóðþrýstingnum. Fyrirbyggjandi meðferð til þess að draga úr réttstöðulágþrýstingi er meðal annars: • Forðast skyndilegar stöðubreytingar, til dæmis þegar farið er fram úr á nóttunni eða að morgni. Hækka fyrst höfðalag, láta sjúkling síðan setjast á rúmstokkinn áður en hann gengur af stað. • Drekka 1­2 glös af vatni hálfri til einni klukkustund áður en farið er fram úr eða drekka kaffibolla (án mjólkur). Drekka samtals um 2 lítra á sólarhring. • Sofa með höfðalag hækkað í um það bil 15­30 cm halla. • Forðast of heitt bað (heitan pott). • Salta matinn aukalega á matardiskinn eða bæta við einum til tveimur bollum af súputeningssoði daglega, í samráði við lækni. • Borða lítið í einu en oft á dag, hagræða matmálstímun eftir lyfjagjöfum. • Stunda daglega líkamshreyfingu í samráði við sjúkraþjálfara. • Nota teygjusokka að deginum. • Hvetja sjúkling til þess að setjast niður og ef til vill beygja sig lítillega fram ef hann finnur fyrir svima. • Aðstoða rúmfastan sjúkling við að setjast upp nokkrum sinnum yfir daginn og viðhalda smá­halla á höfðalagi. • Hvetja sjúkling til þess að nota hægindastól (t.d. lazy­boy) að degi til í stað þess að leggjast í rúmið. Ef viðvarandi og svæsinn réttstöðu­ lágþrýstingur er til staðar þrátt fyrir almenn ráð breytir taugalæknir oft lyfjagjöfinni og setur inn blóðþrýstings­ hækkandi lyf (Lanier o.fl., 2001; Ziemssen og Reichmann, 2010). Mælt er með því að draga úr eða hætta inntöku blóðþrýstingslækkandi lyfja og þunglyndislyfja. Aðallyfin, sem notuð eru til þess að hækka blóðþrýsting, eru Gutron (mídódrín) og Florinef (flúdrókortisón). Ekki er ráðlegt að gefa Gutron og Florinef eftir klukkan 17 þar sem það getur orsakað háþrýsting yfir nóttina (NICE, 2006; Ziemssen og Reichmann, 2010). Í sumun tilvikum er mikilvægt að dreifa kolvetnum jafnt yfir daginn þar sem stór kolvetnarík máltíð, til dæmis í hádeginu, getur valdið blóðþrýstingsfalli (NICE, 2006; Ziemssen og Reichmann, 2010). Ráð 6: Sársauki Um 40­85% PS finna fyrir verkjum og veldur það óneitanlega ama og vansæld. Verkir stafa oft frá vöðvum, liðum, beinum og innyflum og má að einhverju leyti rekja þá til afbrigðilegrar líkamsstöðu, stirðleika og erfiðleika við hreyfingu. Verkirnir eru oftast meira áberandi í þeirri hlið sem sjúkdómurinn kom fyrst fram í (Broen o.fl., 2012; Rahman o.fl., 2008; Rascol o.fl., 2009). Ef sjúklingur kvartar um verki, sérstaklega að nóttu til eða snemma morguns, tengist það oft dópamínskorti. Slíkir verkir koma einnig fram í „wearing off“­sveiflunum eða þegar áhrif lyfjanna minnka. Verkirnir geta enn fremur tengst truflaðri vöðvaspennu og vöðvakrömpum sem Parkinsonlyfin framkalla. Kviðverkir eru algengir en brunaverkur í munnholi og í grindarbotni koma einnig fyrir. Loksins eru til ýmsar aðrar birtingarmyndir taugaverkja. Stundum lýsa sjúklingar slíkum verkjum sem brunaverk eða jafnvel tannverk í öllum líkamanum (Rascol o.fl., 2009; Truini o.fl., 2013). Ef sjúklingur finnur fyrir verkjum er mikilvægt að: • meta staðsetningu, tegund og styrk verkja, • meta verki með viðurkenndum mats­ tækjum, svo sem Numerical Rating Scale (NRS) eða Visual Analogue Scale (VAS), • nota skynkort (mynd af manni) til þess að teikna inn staðsetningu verkjanna, • greina hvenær verkirnir koma og hvort þeir tengjast lyfjameðferð, hreyfiástandi og tíma sólarhrings (að degi til eða að nóttu). Úrræði til þess að minnka verki fela meðal annars í sér að: • kanna hvaða ráð hafa áður gagnast, • gefa viðeigandi lyf eftir eðli verkjanna og meta verkun þeirra, • hafa samráð og hefja samstarf við aðra fagaðila vegna verkjameðferðar, • stjórna verkjum með nuddi, teygju­ æfingum, slökun, athyglisdreifingu, líkamsþjálfun og fleira. Ef verkir koma aðallega fyrir þegar lyfjaverkun er sem minnst getur dugað að gefa aukaskammt af levódópa, eins og til dæmis Madopar Quick. Vakni grunur um að tengsl séu á milli verkjarins, hreyfieinkenna og óvissrar svörunar Parkinsonlyfjameðferðarinnar þarf að ræða við taugalækni. Sjúkraþjálfun hjálpar í mörgum tilfellum við að vinna gegn rangri líkamsstöðu, bætir hreyfigetu, eykur styrk, bætir jafnvægi, gönguhraða og almenna líðan (Goodwin o.fl., 2008; Katzenschlager og Evans, 2009). Ráð 7: Hægðatregða og lyfjameðferð Flestir PS finna fyrir hægðatregðu (Martinez­Martin o.f l., 2007b). Aðalorsökin er dópamínskortur sem veldur hægum þarmahreyfingum. Einnig getur trufluð vöðvaspenna í grindarbotnsvöðvum leitt til erfiðleika við hægðalosun (Henriksen o.fl., 2012). Hægðatregða leiðir til seinkunar á magatæmingu og til lélegri nýtingar á Parkinsonlyfjum. Ef ekki er gripið inn í verður vítahringur þar sem öll Parkinsoneinkenni versna (NICE, 2006). Eðlilegast er fyrir líkamann að losna við hægðir að morgni. Þess vegna er æskilegt að byrja daginn á því að taka inn Parkinsonlyfin og borða hálfri til einni klukkustund síðar trefjaríka máltíð. Reyna skal hægðalosun eftir það á meðan hámarksvirkni lyfjanna er enn þá til staðar (um það bil 1 klukkustund eftir lyfjainntöku levódópalyfja) (Chaudhuri o.fl., 2009; NICE, 2006). Mikilvægt er að veita sjúklingi fræðslu um ráð við hægðatregðu og upplýsa um mikilvægi þess að grípa inn í strax ef vart verður við þetta vandamál. Eftirfarandi ber að hafa í huga:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.