Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 62
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201558 Yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda hafði hug á því að leita á heilbrigðismóttöku sem starfrækt væri á vegum háskólans (ÍSL 85%, ENS 98%). Langflestir sögðust mundu leita á móttöku þar sem nemendur skólans veittu heilbrigðisþjónustu undir leiðsögn kennara (ÍSL 92%, ENS 100%) (tafla 2). Þeir íslensku þátttakendur (15%), sem ekki sögðust mundu leita til heilbrigðismóttökunnar, tilgreindu helstu ástæðuna (56%) þá að þeir væru ánægðir með núverandi þjónustu. Enginn af erlendu nemunum svaraði þessu atriði því nánast allir höfðu hug á að leita á háskólamóttökuna. Um þriðjungur íslensku nemanna en rúmlega fimmtungur þeirra erlendu (ÍSL 32%, ENS 23%) sagðist standa frekar illa eða mjög illa fjárhagslega (tafla 3). Meirihluti (ÍSL 59%, ENS 57%) beggja hópa vildi greiða sem minnst (500 kr.) fyrir þjónustuna. Eins kom fram að þátttakendur vildu helst greiða minna fyrir heilsueflandi námskeið en á almennum markaði (ÍSL 76%, ENS 46%) eða að þau væru án endurgjalds (ÍSL 18%, ENS 54%). Bæði íslensku og erlendu nemendurnir höfðu áhuga á fjölþættri þjónustu (mynd 2). Það var helst barneignarþjónusta sem færri tilgreindu mikilvæga. Þátttakendur voru beðnir að forgangsraða í fyrsta og annað sæti hvaða þættir skiptu þá mestu máli í sambandi við að sækja heilbrigðismóttöku á vegum háskólans. Atriðin voru: Hversu auðvelt er að fá tíma, hvort þjónustan er á kostnaðarverði, hvenær dagsins þjónustan er í boði, hvar þjónustan er staðsett og gæði þjónustunnar. Í fyrsta sæti hjá báðum hópunum (ÍSL 44%; ENS 43%) voru gæði þjónustunnar og í öðru sæti (ÍSL 34%; ENS 32%) var kostnaður við hana. Sá tími dagsins, sem flestir vildu hafa þjónustuna, var milli 16 og 19 síðdegis (ÍSL 38%, ENS 43%) en tæpur þriðjungur vildi hafa hana milli 13 og 16 og um fjórðungur milli 9 og 13. UMRÆÐA Í þessari rannsókn var skoðuð þörf háskólanemenda fyrir heilbrigðisþjónustu. Hafa ber í huga að 15% nemenda svöruðu könnuninni og hefur sá hópur, sem svaraði, hugsanlega haft meiri þörf fyrir þjónustuna. Úrtakið endurspeglar einkum viðhorf kvennemenda og þeirra sem eru í grunnnámi. Rannsóknin leiddi í ljós að hátt hlutfall þátttakenda taldi sig hafa þörf fyrir heilbrigðismóttöku háskólans. Árið áður en rannsóknin fór fram þurfti meirihluti nemenda á heilbrigðisþjónustu að halda en um og yfir helmingur þeirra frestaði því að leita eftir þjónustunni. Það hlutfall er mun hærra en kom fram í rannsókninni Heilbrigði og aðstæður Íslendinga I, árið 2006, en þar sögðust 22% fullorðinna Íslendinga hafa frestað læknisþjónustu á sex mánaða tímabili (Rúnar Vilhjálmsson, 2011). Spurning okkar náði hins vegar yfir lengra tímabil (eitt ár). Meginástæða þess að leita sér ekki læknisþjónustu, samkvæmt okkar rannsókn, var kostnaður en um þriðjungur íslensku en fimmtungur erlendu nemanna sagðist eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Það er í samræmi við fyrri rannsókn meðal kvenstúdenta sem sýndi að kostnaður gat staðið í vegi fyrir því að nemendur leituðu sér þjónustu (Bernhardsdóttir og Vilhjálmsson, 2012). Þess má einnig geta að fjárhagsvandi hefur verið ein af mikilvægum ástæðum þess að hætta í námi (Heiður Hrund Jónsdóttir og Friðrik H. Jónsson (2008). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að mikilvægt sé að greiða niður þessa þjónustu hér á landi. Fram kom að Tafla 3. Fjárhagsleg staða og greiðsluþátttaka eftir nemahópum. Íslenskir nemendur Erlendir nemendur n % n % Fjárhagsleg staða Stend mjög vel fjárhagslega 59 4 1 2 Stend frekar vel fjárhagslega 330 24 9 16 Stend hvorki vel né illa fjárhagslega 556 40 33 59 Stend frekar illa fjárhagslega 341 25 9 16 Stend mjög illa fjárhagslega 90 7 4 7 Alls 1376 100 56 100 Greiðsla fyrir háskólamóttöku Tilbúin/n að greiða 1000 kr. 530 41 20 43 Tilbúin/n að greiða 500 kr. 753 59 26 57 Alls 1283 100 46 100 Greiðsla fyrir námskeið Svipað og á almennun markaði (8­10.000 kr.) 69 6 0 0 Minna en greitt er á almennum markaði (4­6.000 kr.) 976 76 21 46 Ekkert 234 18 25 54 Alls 1279 100 46 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.