Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 61
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 57 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER Gagnagreining Við greiningu gagna var stuðst við lýsandi tölfræði. Gögnin voru greind eftir nemahópum. NIÐURSTÖÐUR Alls bárust svör frá 1487 þátttakendum, 1427 íslenskumælandi (ÍSL) og 60 enskumælandi (ENS). Svarhlutfall var 15,2%. Þegar könnunin var lögð fyrir var hlutfall nema (9744) í grunnnámi við Háskóla Íslands 73% en í framhaldsnámi 27% (Háskóli Íslands, e.d.). Meirihluti svara beggja hópa í könnuninni endurspeglaði viðhorf grunnnema (60%) en minnihluti var frá framhaldsnemum (40%). Við fyrirlögn könnunarinnar var hlutfall nema (9744) eftir kynjum 64% konur og 36% karlar (Háskóli Íslands, e.d.). Kynjahlutfall svarenda í þessari könnun var í heild um 78% konur og 22% karlar. Hlutfall erlendra nemenda af heildarfjölda nemenda við skólann var um 7% en hlutfall erlendra nema í hópi þeirra sem tóku þátt í rannsókninni var 4%. Nokkuð gott samræmi reyndist vera milli hlutfalls (21%) nema við Háskóla Íslands sem skráðir voru með lögheimili utan Reykjavíkursvæðisins árið 2011 og hlutfalls þeirra nema sem tóku þátt í rannsókninni (17%). Úrtakið endurspeglaði því hlutfallslega fleiri kvenstúdenta og hlutfallslega færri grunnema, erlenda nema og þá sem voru búsettir utan Reykjavíkursvæðisins miðað við þýði nemenda. Grunnþættir Rannsóknin leiddi í ljós að konur voru í meirihluta (ÍSL 78%, ENS 72%) og voru flestir barnlausir (ÍSL 62%, ENS 71%). Tæpur fimmtungur (17%) íslensku nemanna var með lögheimili utan Reykjavíkursvæðisins og 10% þeirra erlendu en um þriðjungur þeirra var með erlent lögheimili (tafla 1). Í ljós kom að 37% íslensku nemanna voru ekki með heimilislækni og 68% þeirra erlendu. Flestir íslensku þátttakendurnir voru í grunnnámi (61%) en hlutfallslega fleiri erlendu nemanna voru í framhaldsnámi (61%). Þörf fyrir þjónustu Niðurstöður sýndu að meirihluti þátttakenda sagðist hafa þurft á heilbrigðisþjónustu að halda á síðasta ári (ÍSL 85%, ENS 73%) en um og yfir helmingur þeirra (ÍSL 60%, ENS 55%) sögðust hafa beðið með að leita eftir þjónustunni og var meginástæðan kostnaður (ÍSL 45%, ENS 32%) (tafla 2 og mynd 1). Um þriðjungur erlendu nemendanna nefndi einnig að þeir vissu ekki hvert þeir gætu leitað eftir þjónustu (mynd 1). Meirihluti þátttakenda lýsti áhuga á heilsueflandi námskeiðum (ÍSL 66%, ENS 72%). Fram kom að 9% íslensku nemanna og 4% þeirra erlendu höfðu áður nýtt sér tannlæknaþjónustu tannlæknadeildar og 54% íslensku og 13% erlendu nemanna höfðu leitað til námsráðgjafa háskólans (tafla 2). Tafla 2. Þörf fyrir heilbrigðisþjónustu, viðhorf til heilbrigðisþjónustu og námskeiða á vegum háskólans og notkun á núverandi þjónustu eftir nemahópum. Íslenskir nemendur Erlendir nemendur n % n % n % n % Já Nei Já Nei Þörf fyrir heilbrigðisþjónustu Þurftu á heilbrigðisþjónustu að halda sl. ár 1176 85 203 15 40 73 15 27 Biðu með að leita eftir heilbrigðisþjónustu sl. ár 698 60 463 40 21 55 17 45 Heilbrigðisþjónusta á vegum háskólans Áhugi að leita til heilbrigðisþjónustu á vegum háskólans 1148 85 204 15 51 98 1 2 Vilja sækja heilbrigðisþjónustu veitta af nemendum undir leiðsögn kennara 1180 92 106 8 44 100 0 0 Námskeið á vegum háskólans Áhugi að sækja heilsueflandi námskeið 851 66 437 34 34 72 13 28 Notkun á núverandi þjónustu háskólans Hafa nýtt sér þjónustu tannlæknadeildar 111 9 1182 91 2 4 44 96 Hafa leitað til námsráðgjafa skólans 692 54 600 46 6 13 41 87 Erfitt á fá tíma 50 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Kostnaður (of dýrt) Langt að fara Vissi ekki hvert ég gæti leitað Annað Ísl. nemar Erl. nemar Mynd 1. Ástæða þess, eftir nemahópum, að fresta því að leita eftir heilbrigðisþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.