Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 53
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 49 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER (p=0,002) (tafla 3). Viðhorf drengja breyttust meira milli fyrirlagna en hjá stúlkum. Hjá þeim breyttust viðhorf marktækt til sjálfsvirðingar, virðingarleysis gagnvart öðrum og ábyrgðar í kynlífi (p=0,012­0,046). Einungis eitt viðhorf hvað varðaði fordóma breyttist marktækt hjá stúlkum en það var um fullyrðinguna: „Ef stelpa er með smokka á sér er hún líklega til í tuskið“. Stúlkur voru sammála fullyrðingunni í 35% tilfella í FI, en 16% í FII (p=0,001). Við nánari skoðun á svörum nemenda við fullyrðingum um viðhorf samkvæmt viðhorfaflokkun (dálkur 1 í töflu 3) komu fram þættir sem ýmist aðgreindu kynin eða sýndu samhljóm þeirra á milli. Hvað varðar sjálfsvirðingu kom fram að marktækt fleiri drengir í FII töldu það erfitt að ræða við rekkjunaut, það væri erfitt að segja nei ef rekkjunautur vildi hafa samfarir en maður sjálfur vildi það ekki og þeim fannst þeir fullorðnast við það að byrja að stunda kynlíf. Flestum nemendum af báðum kynjum í FI og FII (83%) fannst þeir ekki (eða voru hlutlausir) öðlast vinsældir í hópnum með því að stunda kynlíf. Langflestir af báðum kynjum (88% FI; 91% FII) vildu virða rétt annarra til að segja nei gagnvart samförum. Þegar viðhorf til ábyrgðar og ábyrgðarleysis voru skoðuð hjá báðum kynjum kom fram að langflestum fannst framtíðaráform drengja (94% FI; 86% FII) og stúlkna (FI 94%; FII 92%) mundu breytast við það að eignast barn. Í báðum fyrirlögnum fannst flestum að bæði væru ábyrg ef stúlkan yrði ófrísk en töluvert fleiri stúlkur höfðu þessa skoðun (stúlkur 96% FII; drengir 80% FII). Hvað varðar ábyrgðarleysi þá var meirihluti stúlkna (75%) þeirrar skoðunar í FI og FII að það væri ekki léttvægt að fara í fóstureyðingu ef ótímabær þungun yrði en aðeins 51% drengja í báðum fyrirlögnum. Langflestir í FI og FII töldu það þess virði að nota getnaðarvarnir þó þær hefðu aukaverkanir en mun fleiri stúlkur en drengir voru hlynntar þessu (stúlkur 88% FII; drengir 69% FII). Flestir þeirra (drengir 33% FII;stúlkur 42% FII), sem tóku afstöðu til notkunar smokksins, hölluðust að þeirri skoðun að hann drægi ekki úr rómantík augnabliksins. Einnig voru skoðuð viðhorf er lutu að fordómum gagnvart kynlífi og kynhegðun. Fram kom verulegur munur á viðhorfum kynjanna til þess ef stúlka væri með smokk á sér þá væri hún til í tuskið. Voru drengir mun oftar sammála þessu (stúlkur 16% FII; drengir 57% FII). Langflestir af báðum kynjum í FI og FII töldu drengi ekki endilega vera með kynsjúkdóm (79% FI; 80% FII) eða vera samkynhneigðir (85% FI; 86% FII) ef þeir vildu ekki stunda kynlíf. Tafla 1. Þekking nemenda á kynferðismálum út frá kyni, menntun foreldra og áætlaðri skólagöngu. FI (N=101) FII (N=101) Samanburður Fjöldi (hlutfall réttra svara) Fjöldi (hlutfall réttra svara) FI og FII n (%) n (%) p­gildi* Allir 94 (68) 99 (79) 0,001 Kyn Stúlka 49 (70) 51 (82) Drengur 45 (65) 48 (76) 0,579 Menntun móður Framhaldsskólamenntun eða minna 15 (67) 16 (78) Lokið háskólanámi 50 (66) 56 (77) Stundað framhaldsnám eftir grunnnám í háskóla 25 (72) 24 (83) 0,998 Menntun föður Framhaldsskólamenntun eða minna 30 (63) 34 (76) Lokið háskólanámi 39 (68) 40 (78) Stundað framhaldsnám eftir grunnnám í háskóla 21 (71) 21 (83) 0,735 Áætluð skólaganga Fara í menntaskóla/fjölbrautaskóla 28 (62) 28 (71) Fara í háskóla 40 (70) 43 (81) Fara í framhaldsnám eftir grunnnám í háskóla 25 (71) 27 (84) 0,623 Breytingar á hlutfalli réttra svara (meðaleinkunn þátttakenda) um kynheilbrigðismál. Meðaleinkunn ekki tekin með í útreikninga ef svarað var færri en 8 spurningum af 11. * P­gildi fundið með Repeated Measures ANOVA­mælingu. P=<0,05.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.