Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 26
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201522 Pistil þennan skrifaði óþekktur höfundur og birtist hann í Tímariti Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna í júlí 1927. Hvað er líkt og hvað er ólíkt á næturvöktum tæpum 90 árum seinna? Lesa má þetta sem innlegg í vinnutímaumræðuna í aðdraganda kjarasamninga 2015. Næturvakt í fjórtán nætur samfleytt á ég fyrir höndum. Þetta er fyrsta nóttin, hún er alltaf erfiðust, en svo batnar þegar fram í sækir, að breyta degi í nótt. Ég fór af deildinni í dag um tvöleytið og varð að mæta til næturvaktar kl. 6.30 um kvöldið. Þó ég eigi manna best með að sofa á daginn, varð mér samt lítið úr svefni þetta skiftið, ýmsir þankar steðjuðu að í huga mínum og umhverfis mig var heldur ekki alltaf jafn hljótt. Það er komið fram yfir miðnætti, alt er kyrt og þögult, allir virðast sofa. Það eru fjórir klukkutímar síðan ég slökkti á stóra lampanum, kveikti á nátt­týrunni og bauð góða nótt. Margir eru búnir að sofa vænan blund, en sumum hefir varla komið dúr á auga, nýuppskorni maðurinn, í innsta rúminu, hefir kvalist af þorsta, þó hefir hann við og við fengið að drekka eins og fyrir var lagt. Slasaði pilturinn, sem „Falck“ kom með seint í gærkvöldi, hefir alveg verið frá af kvölum, þrátt fyrir deyfandi lyf, sem hjúkrunarkonan hafði gefið honum, áður en hún fór af deildinni, einnig hefi ég reynt að hagræða honum eftir mætti. Ég geng fram hjá barnastofunni, það er stór salur með tólf drengjum. Þeir virðast allir sofa vært, andardráttur þeirra, djúpur og reglulegur, heyrist fram á gang, hurðin stendur í hálfa gátt. Ég gríp sjálfa mig í að öfunda blessuð börnin, að þau skuli mega sofa, og segi við sjálfa mig: „Já, svona ertu innrætt.“ Fyrsta vökunóttin er mér altaf svo erfið. Ég sný við og sest við borðið á miðjum ganginum, borðlampi, með grænum skerm, varpar daufri birtu út frá sér, rétt nægilegri til að sauma við eða lesa. Fyrir miðnætti var ég búin að fara yfir öll dagblöðin. Á borðinu liggja bæði „reyfarar“ og „klassikarar“ og tek ég þann fyrri, því ég er á líkri skoðun og félagar mínir, hinir nemarnir, þær segja, að „reyfarar“ og kaffi sé það einasta, sem geti haldið manni vakandi, en þurrir „klassikarar“ og hjúkrunarfræði sé á næturvakt á við svefnskamt! Og eitt er það, að tíminn líður svo prýðilega fljótt, þegar maður hefir eitthvert léttmeti til aflesturs að næturlagi. Ég verð að gæta að tímanum og ganga um á stofunum, svo ég að morgni geti gefið fullnægjandi upplýsingar um líðan sjúklinganna, og ekki dugar heldur að slá slöku við, segir samviskan. Nú er farið að birta af degi, fyrstu fuglarnir byrja að syngja í trjánum, smásaman bætast fleiri og fleiri við, það er samhangandi kliður þegar ég opna gluggann og læt hlýja morgungoluna leika um mig. Ég lýk við morgunverkin frammivið, fer svo inn til sjúklinganna, þvæ þeim, mæli og tel púls, hagræði þeim sem best ég get, um allflesta þurfa tvær að búa um. Klukkan slær sjö og hjúkrunarkonan og nemarnir koma inn. Þá er búið um sjúklingana og herbergið ræstað. Allir gluggar eru opnaðir og blómaangan leggur inn úr spítalagarðinum. Þegar ég hefi matað veikustu sjúklingana og skýrt hjúkrunarkonunni frá, hvað gerst hafi um nóttina, er ég laus allra mála, legg leið mína í baðherbergið og þaðan til herbergis míns. Þegar ég hefi lagt mig til hvíldar líður mér vel. Ég þarf ekki að bíða lengi, því áður en varir er ég komin til draumalandsins og sný sjaldan við þaðan, fyr en klukkan hringir og tilkynnir mér, að nú sé dagur á enda og tími til að rísa úr rekkju, því nú kalla störfin að – og ný nótt byrjar. Gamlar perlur FRÁ NÁMSÁRUNUM – NÆTURVAKT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.