Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 45
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 41 Meistaranám: Hjúkrun langveikra og eldri borgara Markmið meistaranáms í hjúkrun langveikra og eldri borgara er að nemendur tileinki sér þekkingu á eðli langvinnra veikinda og erfiðleika sem tengjast áföllum og breytingum sem verða á færni og heilsufari samfara hækkandi aldri. Lögð er áhersla á að efla færni í greiningu afmarkaðra heilsufarsvandamála og þróun meðferðar á vettvangi heilbrigðis­ stofnana, heilsugæslu og heima hjúkrunar. Nemendur geta valið ýmis nám skeið, bæði þau sem hafa verið skipu lögð í tengslum við diplómanám í öldrunarhjúkrun (sjá hér að neðan) og eins námskeið innan og utan deildar, t.d. í lýðheilsu. Upplýsingar veita Margrét Gunnarsdóttir, maggagu@hi.is, og Kristín Björnsdóttir, kristbj@hi.is. Diplómanám: Öldrunarhjúkrun Í diplómanámi í öldrunarhjúkrun gefst nemendum tækifæri til að dýpka þekkingu sína á líkamlegum og sálfélagslegum þáttum er tengjast öldrun, jafnframt því að auka klíníska færni við skipulagningu meðferðar, leiðsögn, stuðning og fræðslu til skjólstæðinga, fjölskyldna þeirra og samstarfsmanna. Mikilvægur þáttur námsins er hagnýting gagnreyndrar þekkingar og kenninga við hjúkrun og skipulagningu þjónustu við aldraða. Upplýsingar veita Margrét Gunnarsdóttir, maggagu@hi.is, og Ingibjörg Hjaltadóttir, ingihj@hi.is. Meistaranám: Hjúkrun aðgerðasjúklinga og sjúklinga með bráð og alvarleg veikindi Markmið meistaranáms í hjúkrun aðgerða sjúklinga og sjúklinga með Viltu vera virkur þátttakandi í framþróun hjúkrunar á Íslandi? Kynntu þér framhaldsnám í hjúkrunarfræði. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2015. bráð og alvarleg veikindi er að veita hjúkrunar fræðingum tæki færi til að dýpka þekkingu, skilning og færni við hjúkrun fólks með bráð og alvarleg veikindi. Að námi loknu hafa nemendur öðlast sér hæfða þekkingu á ein kennum og þörfum bráð veikra og alvar lega veikra sjúklinga og geta veitt fjöl breytta og yfirgrips mikla hjúkrun og metið árangur hennar. Námið byggist á hug mynda fræði klínískra sér fræðinga í hjúkrun (advanced practice nursing) og felur í sér áherslu á klíník, gagn reynda þekkingu, verk ferla og vinnu lag, teymis vinnu og rann sóknir. Upplýsingar veita Margrét Gunnarsdóttir, maggagu@hi.is, og Herdís Sveinsdóttir, herdis@hi.is. Diplómanám: Skurðhjúkrun Markmið diplómanáms í skurðhjúkrun er að nemendur öðlist þekkingu og færni í skurðhjúkrun og móti með sér heildarmynd af starfsgreininni byggða á hugmyndafræðilegum grunni hjúkrunar. Að námi loknu geti þeir nýtt kenningar, hugtök og rannsóknaniðurstöður við úrlausnir sjálfstæðra hjúkrunarverkefna í skurðhjúkrun. Námið dýpkar fræðilega þekkingu nemenda og felur í sér hvatningu til þeirra um að fylgjast með og stunda rannsóknir, endur­ og símenntun og stuðla þannig að þróun fagsins innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Upplýsingar veita Margrét Gunnarsdóttir, maggagu@hi.is, og Helga Hallgrímsdóttir, helgahal@landspitali.is. Diplómanám: Svæfingahjúkrun Diplómanám í svæfingahjúkrun byggist á gæðastöðlum um nám í svæfingahjúkrun sem samþykktir eru af alþjóðasamtökum svæfingahjúkrunarfræðinga (IFNA). Aðeins verður unnt að taka við tilteknum fjölda vegna takmarkaðrar getu sjúkra­ stofnana til að taka við nemendum í klínískt nám. Upplýsingar veita Margrét Gunnarsdóttir, maggagu@hi.is, og Lára Borg Ásmunds­ dóttir, laraasmu@landspitali.is. Helga Bragadóttir er dósent við hjúkrunar­ fræðideild HÍ og formaður rannsókna náms­ nefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.